Innlent

„Verður ansi hvasst í kvöld“

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Fram til laugardags er útlit fyrir að lengst af verði hvassviðri eða stormur á landinu. Skiptist á sunnanátt með rigningu og hlýindum annars vegar og hins vegar svalari suðvestanátt með éljum eða skúrum.
Fram til laugardags er útlit fyrir að lengst af verði hvassviðri eða stormur á landinu. Skiptist á sunnanátt með rigningu og hlýindum annars vegar og hins vegar svalari suðvestanátt með éljum eða skúrum. Vísir/Vilhelm
„Það verður ansi hvasst í kvöld úr suðvestri. Það verða 18 til 25 metrar á sekúndu á suðvesturhorninu og gengur þannig í éljum þannig að það getur orðið ansi hvasst í þeim,“ segir Björn Sævar Einarsson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands.

Búast má við að ekki taki að lægja fyrr en undir morgun, en fram til laugardags er útlit fyrir að lengst af verði hvassviðri eða stormur á landinu. „Það koma svo önnur skil með rigningu seinni partinn á morgun og hvessir í þeim með suðri, en svo ganga þau yfir og þá kemur aftur útsynningur,“ segir Björn.

Þá skiptist á sunnanátt með rigningu og hlýindum annars vegar og hins vegar svalari suðvestanátt með éljum eða skúrum.

Veðurspá næstu daga:

Á laugardag:

Suðvestan 15-23, rigning SA-til í fyrstu, úrkomulítið norðaustanlands, en annars skúrir eða él. Hiti 2 til 12 stig, hlýjast á Austurlandi, en svalast á Vestfjörðum. Dregur úr vindi um kvöldið og kólnar.

Á sunnudag:

Gengur í sunnanátt 10-18 m/s síðdegis. Rigning og sums staðar slydda, en hægari og þurrt norðaustan- og austanlands. Hiti 2 til 8 stig.

Á mánudag:

Suðvestlæg átt, 3-10. Lítilsháttar skúrir sunnan- vestanlands, en þurrt annars staðar. Hiti 2 til 8 stig, mildast NA-til.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×