Tárvotur Jason Day hætti keppni vegna veikinda móður sinnar | Myndband Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. mars 2017 16:45 Ástralski kylfingurinn Jason Day brotnaði saman á blaðamannafundi eftir að hafa þurft að draga sig úr keppni á WGC Match Play í Texas vegna veikinda móður sinnar. Þegar Day dró sig úr keppni héldu margir að það væri vegna meiðsla. En Ástralinn greindi svo frá því að hann hafi ekki getað haldið keppni áfram vegna veikinda móður sinnar sem er með lungnakrabbamein. „Þetta hefur verið mjög erfitt. Mamma mín hefur verið hérna í Bandaríkjunum og er með lungnakrabbamein. Í upphafi árs var henni sagt að hún ætti 12 mánuði eftir ólifaða,“ sagði Day. Að hans sögn fær móðir hans mun betri meðhöndlun í Bandaríkjunum en í Ástralíu. „Greiningin er mun betri hér. Hún er á leið í aðgerð og ég get ekki hugsað mér að vera úti á golfvelli út af því sem hún er að ganga í gegnum,“ sagði Day sem var aðeins 12 ára þegar hann missti föður sinn úr lungnakrabbameini. „Ég hef einu sinni gengið í gegnum þetta með pabba minn og veit hversu erfitt þetta er. Það er erfitt að horfa á mömmu ganga í gegnum þetta. Núna ætla ég að vera til staðar fyrir mömmu og vonandi fer allt vel.“ Golf Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ Fótbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fótbolti Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Fótbolti Fleiri fréttir Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Ástralski kylfingurinn Jason Day brotnaði saman á blaðamannafundi eftir að hafa þurft að draga sig úr keppni á WGC Match Play í Texas vegna veikinda móður sinnar. Þegar Day dró sig úr keppni héldu margir að það væri vegna meiðsla. En Ástralinn greindi svo frá því að hann hafi ekki getað haldið keppni áfram vegna veikinda móður sinnar sem er með lungnakrabbamein. „Þetta hefur verið mjög erfitt. Mamma mín hefur verið hérna í Bandaríkjunum og er með lungnakrabbamein. Í upphafi árs var henni sagt að hún ætti 12 mánuði eftir ólifaða,“ sagði Day. Að hans sögn fær móðir hans mun betri meðhöndlun í Bandaríkjunum en í Ástralíu. „Greiningin er mun betri hér. Hún er á leið í aðgerð og ég get ekki hugsað mér að vera úti á golfvelli út af því sem hún er að ganga í gegnum,“ sagði Day sem var aðeins 12 ára þegar hann missti föður sinn úr lungnakrabbameini. „Ég hef einu sinni gengið í gegnum þetta með pabba minn og veit hversu erfitt þetta er. Það er erfitt að horfa á mömmu ganga í gegnum þetta. Núna ætla ég að vera til staðar fyrir mömmu og vonandi fer allt vel.“
Golf Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ Fótbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fótbolti Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Fótbolti Fleiri fréttir Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira