Innlent

Bóndi á Suðurlandi sektaður vegna aðbúnaðar nautgripa og sauðfjár

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Þessir nautgripir tengjast fréttinni ekki beint.
Þessir nautgripir tengjast fréttinni ekki beint. Vísir/Stefán
Matvælastofnun hefur lagt dagsektir á bónda á Suðurlandi vegna aðbúnaðar nautgripa og sauðfjár á bænum. Um endurtekin brot eru að ræða án þess að kröfur stofnunarinnar um úrbætur hafi verið virtar, að því er fram kemur í tilkynningu frá stofnuninni.

Matvælastofnun krafðist úrbóta á búinu í lok síðasta árs vegna útigangs nautgripa og aðbúnaðar í fjárhúsum og fjósi. Í tilkynningunni segir að við eftirlit í janúar og mars hafi úrbótum ekki verið sinnt nema að hluta.

Bóndanum hefur verið greiða dagsektir að upphæð 15 þúsund krónur, allt þar til bætt hefur verið á fullnægjandi hátt úr aðstæðum og aðbúnaði dýranna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×