3 nýir jeppar frá Skoda Finnur Thorlacius skrifar 22. mars 2017 12:35 Þessi mynd sýnir áætlanir Skoda fyrir Kína. Samkvæmt upplýsingum frá Skoda í Kína er von á þremur nýjum jeppum eða jepplingum við hinn nýja Kodiaq jeppa. Einn þeirra verður “coupe”-gerð af Kodiaq, einn verður öllu minni og arftaki Skoda Yeti en samt stærri bíll en núverandi Yeti. Sá þriðji á svo að vera enn minni, bíll sem jafnvel væri byggður á sömu botnplötu og Fabia fólksbíll Skoda. Sá bíll gæti líka átt ýmislegt sameiginlegt með Volkswagen Polo Crossover og nýjum SEAT Arona. Á meðfylgjandi mynd eru tveir þessara bíla kallaðir Model K og Model Q, hvað svo sem það stendur fyrir, en ljóst má þó vera að þessir bílar séu komnir á teikniborðið hjá Skoda. Einnig verður forvitnilegt að vita hvort þessum bílum verður ætlað að fara á aðra bílamarkaði en í Kína. Til stendur að sýna alla þessa bíla árið 2019 í Kína og að þeir verði allir framleiddir í verksmiðju Volkswagen í Shanghai í Kína.Skoda Kodiaq jeppinn. Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent
Samkvæmt upplýsingum frá Skoda í Kína er von á þremur nýjum jeppum eða jepplingum við hinn nýja Kodiaq jeppa. Einn þeirra verður “coupe”-gerð af Kodiaq, einn verður öllu minni og arftaki Skoda Yeti en samt stærri bíll en núverandi Yeti. Sá þriðji á svo að vera enn minni, bíll sem jafnvel væri byggður á sömu botnplötu og Fabia fólksbíll Skoda. Sá bíll gæti líka átt ýmislegt sameiginlegt með Volkswagen Polo Crossover og nýjum SEAT Arona. Á meðfylgjandi mynd eru tveir þessara bíla kallaðir Model K og Model Q, hvað svo sem það stendur fyrir, en ljóst má þó vera að þessir bílar séu komnir á teikniborðið hjá Skoda. Einnig verður forvitnilegt að vita hvort þessum bílum verður ætlað að fara á aðra bílamarkaði en í Kína. Til stendur að sýna alla þessa bíla árið 2019 í Kína og að þeir verði allir framleiddir í verksmiðju Volkswagen í Shanghai í Kína.Skoda Kodiaq jeppinn.
Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent