Alonso: Ég er búinn undir erfiða helgi í Ástralíu Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 21. mars 2017 18:15 Fernando Alonso býst við erfiðri helgi hjá McLaren-Honda liðinu. Vísir/Getty Fernando Alonso, ökumaður McLaren-Honda liðsins segist undirbúinn fyrir erfiða helgi í Ástralíu u komandi helgi. Æfingarnar fyrir tímabilið hefðu varla geta verið mikil verri fyrir McLaren-Honda. Liðið náði mest að sauma saman 11 hringja lotu á æfingunum. Áreiðanleiki Honda vélarinnar lék liðið afar grátt. McLaren-Honda var níunda fljótasta liðið á æfingunum, af tíu liðum. Vandamál Honda eru fólgin í titringi vélarinnar. Hún hristist svo mikið að rafkerfið hangir ekki saman. Að sögn Eric Boullier, keppnisstjóra McLaren-Honda er Honda að vinna að öllu afli að því að laga vandamálin fyrir keppnina í Ástralíu. „Upphaf nýs tímabils kallar fram allskonar tilfinningar, mikla spennu yfir því að fara að keppa aftur og óvissuna sem fylgir nýrri formúlu sem gerð var með nýjum reglum,“ sagði Fernando Alonson. „Ég er mjög spenntur að takast á við 2017 og ég get ekki beðið eftir að sjá hvernig kappaksturinn verður í kjölfar þessara breytinga.“ „Við vitum nú þegar að íþróttin er meira líkamlega krefjandi og það er erfiðara að aka bílunum. Sem ökumenn er það nákvæmlega það sem við vildum sjá í nýjum reglum, ég vona að það skili sér í baráttuna á brautinni.“ Að lokum snéri Alonso sér að markmiðum liðsins í fyrstu keppni tímabilsins. „Eftir tvær erfiðar vikur á æfingum erum við undirbúin fyrir erfiða helgi í Melbourne.“ „Fyrsta skrefið verður að vinna að auknum áreiðanleika áður en við getum farið að gera okkur grein fyrir hvar við stöndum gagnvart öðrum, og við munum reyna að njóta helgarinnar eins og við getum,“ sagði Alonso að lokum. Fyrsta keppni tímabilsins fer fram í Ástralíu um helgina. Tímatakan og keppnin verða í beinni útsendingu í leiftrandi háskerpu á Stöð 2 Sport. Tryggðu þér áskrift á 365.is. Formúla Tengdar fréttir McLaren athugar möguleikan á að fá Mercedes vél McLaren hefur verið að leita á náðir Mercedes undanfarna daga með von um að reyna að komast yfir vélar frá Mercedes. 16. mars 2017 22:30 Myndrænt yfirlit yfir breytingar á Formúlu 1 bílum Stærri, grimmari og fljótari, allt orð sem nota má til að lýsa nýju Formúlu 1 bílunum. Hér að neðan er að finna myndræna framsetningu á breytingunum sem hafa átt sér stað. 17. mars 2017 22:00 Verstappen: Red Bull ekki nógu gott til að vinna strax Max Verstappen, ökumaður Red Bull liðsins hefur sagt að RB13 bíll liðsins geti ekki ógnað Mercedes eða Ferrari í upphafi tímabils. 20. mars 2017 22:00 Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti Porto lagði Val í Portúgal Handbolti Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Fleiri fréttir Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Fernando Alonso, ökumaður McLaren-Honda liðsins segist undirbúinn fyrir erfiða helgi í Ástralíu u komandi helgi. Æfingarnar fyrir tímabilið hefðu varla geta verið mikil verri fyrir McLaren-Honda. Liðið náði mest að sauma saman 11 hringja lotu á æfingunum. Áreiðanleiki Honda vélarinnar lék liðið afar grátt. McLaren-Honda var níunda fljótasta liðið á æfingunum, af tíu liðum. Vandamál Honda eru fólgin í titringi vélarinnar. Hún hristist svo mikið að rafkerfið hangir ekki saman. Að sögn Eric Boullier, keppnisstjóra McLaren-Honda er Honda að vinna að öllu afli að því að laga vandamálin fyrir keppnina í Ástralíu. „Upphaf nýs tímabils kallar fram allskonar tilfinningar, mikla spennu yfir því að fara að keppa aftur og óvissuna sem fylgir nýrri formúlu sem gerð var með nýjum reglum,“ sagði Fernando Alonson. „Ég er mjög spenntur að takast á við 2017 og ég get ekki beðið eftir að sjá hvernig kappaksturinn verður í kjölfar þessara breytinga.“ „Við vitum nú þegar að íþróttin er meira líkamlega krefjandi og það er erfiðara að aka bílunum. Sem ökumenn er það nákvæmlega það sem við vildum sjá í nýjum reglum, ég vona að það skili sér í baráttuna á brautinni.“ Að lokum snéri Alonso sér að markmiðum liðsins í fyrstu keppni tímabilsins. „Eftir tvær erfiðar vikur á æfingum erum við undirbúin fyrir erfiða helgi í Melbourne.“ „Fyrsta skrefið verður að vinna að auknum áreiðanleika áður en við getum farið að gera okkur grein fyrir hvar við stöndum gagnvart öðrum, og við munum reyna að njóta helgarinnar eins og við getum,“ sagði Alonso að lokum. Fyrsta keppni tímabilsins fer fram í Ástralíu um helgina. Tímatakan og keppnin verða í beinni útsendingu í leiftrandi háskerpu á Stöð 2 Sport. Tryggðu þér áskrift á 365.is.
Formúla Tengdar fréttir McLaren athugar möguleikan á að fá Mercedes vél McLaren hefur verið að leita á náðir Mercedes undanfarna daga með von um að reyna að komast yfir vélar frá Mercedes. 16. mars 2017 22:30 Myndrænt yfirlit yfir breytingar á Formúlu 1 bílum Stærri, grimmari og fljótari, allt orð sem nota má til að lýsa nýju Formúlu 1 bílunum. Hér að neðan er að finna myndræna framsetningu á breytingunum sem hafa átt sér stað. 17. mars 2017 22:00 Verstappen: Red Bull ekki nógu gott til að vinna strax Max Verstappen, ökumaður Red Bull liðsins hefur sagt að RB13 bíll liðsins geti ekki ógnað Mercedes eða Ferrari í upphafi tímabils. 20. mars 2017 22:00 Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti Porto lagði Val í Portúgal Handbolti Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Fleiri fréttir Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
McLaren athugar möguleikan á að fá Mercedes vél McLaren hefur verið að leita á náðir Mercedes undanfarna daga með von um að reyna að komast yfir vélar frá Mercedes. 16. mars 2017 22:30
Myndrænt yfirlit yfir breytingar á Formúlu 1 bílum Stærri, grimmari og fljótari, allt orð sem nota má til að lýsa nýju Formúlu 1 bílunum. Hér að neðan er að finna myndræna framsetningu á breytingunum sem hafa átt sér stað. 17. mars 2017 22:00
Verstappen: Red Bull ekki nógu gott til að vinna strax Max Verstappen, ökumaður Red Bull liðsins hefur sagt að RB13 bíll liðsins geti ekki ógnað Mercedes eða Ferrari í upphafi tímabils. 20. mars 2017 22:00