Innlent

Sóttvarnalæknir: Fólk á leið til Brasilíu láti bólusetja sig gegn gulusótt

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Bólusetning er virk gegn sjúkdómnum og endist einn skammtur ævilangt.
Bólusetning er virk gegn sjúkdómnum og endist einn skammtur ævilangt. vísir/afp
Sóttvarnalæknir mælist til að allir sem hyggja á ferðir til Brasilíu láti bólusetja sig gegn gulusótt, að minnsta kosti tíu dögum fyrir brottför. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur vakið athygli á vaxandi útbreiðslu gulusóttar, en engin meðferð er til við sjúkdómnum.

Gulusótt er veirusýking sem berst með moskítóflugum og getur valdið alvarlegum veikindum eins og lifrarbilun, nýrnabilun, innri og ytri blæðingum og skertri heilastarfsemi. Engin meðferð er til en hægt er að koma í veg fyrir sýkingu með því að forðast moskítóbit, með því að nota moskítófælandi áburð, klæðast síðerma skyrtum og síðbuxum og nota moskítónet með eða án flugnafælandi efna..

Bólusetning er virk gegn sjúkdómnum og endist einn skammtur ævilangt.

Sóttvarnalæknir tekur fram á vef sínum að ekki sé mælt með bólusetningu hjá börnum yngri en níu mánaða, þunguðum konum eða konum með barn á brjósti, fólki með alvarlegt eggjaofnæmi eða ónæmisskertum einstaklingum, eða fólki eldra en sextíu ára.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×