Aðeins 11 dagar í fyrsta veiðidaginn Karl Lúðvíksson skrifar 20. mars 2017 13:40 Sjóbirtingsveiðin hefst 1. apríl Stangveiðitímabilið hefst 1. apríl en þá opna nokkur af vinsælustu sjóbirtingssvæðum landsins en veiði hefst einnig á sama degi í nokkrum vötnum. Þð er þó ekki útséð með að hægt verði að veiða í öllum þeim vötnum sem opna fyrir veiði 1. apríl vegna þess að nokkur ís á er mörgum þeirra. Það lítur hins vegar ágætlega út með veður í lok þessarar viku en þá á að fara hlána nokkuð hressilega á vesturlandi og við þær aðstæður er ísinn fljótur að hopa. Margir veiðimenn sitja aðeins á sér með að bóka veiði á sjóbirtingssvæðin fyrr en veðurspáin sýnir betur hvernig veður er í aðsigi í kringum opnunardagana en það reynir mikið á þolinmæði og úthald ef það er kalt og blæs á menn í þokkabót. Það virðist vera eitthvað framboð á leyfum á nokkur vinsæl svæði þó auðvitað séu helgarnar margar hverjar löngu seldar. Þeir sem ætla að skoða lausa daga ættu að kíkja á sölusíður veiðileyfasala og sjá hvort það sé ekki eitthvað laust á dögum sem henta því eins og veiðimenn þekkja er oft mikil sala á lausum dögum eftir að svæðin opna ef veðurspáin er hagstæð. Meðal vatna sem opna fyrir veiði 1. apríl má t.d. nefna Gíslholtsvatn (ef vatnið er íslaust), Hraunsfjörður, Sauðlauksvatn (ef vatnið er íslaust), Syðridalsvatn, Vífilstaðavatn, Þveit, Geitabergsvatn, Eyrarvatn og Þórisstaðvatn en þessi vötn sem hér eru upptalin eru öll í Veiðikortinu. Mest lesið Veiðin með Gunnari Bender - 8. þáttur Veiði Stefnir í kuldalega veiðiopnun Veiði Eyjafjarðará að ná sér eftir mikil skakkaföll Veiði Laugardalsá opnuð Veiði Erfið skilyrði í ánum fyrir austan Veiði Horfur í Langá góðar fyrir komandi sumur Veiði Kynning á Laxárdalnum hjá SVFR Veiði Ágæt morgunveiði við Elliðavatn á opnunardegi Veiði Veiðin fer ágætlega af stað í Hlíðarvatni Veiði Gengið með Langá og Haukadalsá Veiði
Stangveiðitímabilið hefst 1. apríl en þá opna nokkur af vinsælustu sjóbirtingssvæðum landsins en veiði hefst einnig á sama degi í nokkrum vötnum. Þð er þó ekki útséð með að hægt verði að veiða í öllum þeim vötnum sem opna fyrir veiði 1. apríl vegna þess að nokkur ís á er mörgum þeirra. Það lítur hins vegar ágætlega út með veður í lok þessarar viku en þá á að fara hlána nokkuð hressilega á vesturlandi og við þær aðstæður er ísinn fljótur að hopa. Margir veiðimenn sitja aðeins á sér með að bóka veiði á sjóbirtingssvæðin fyrr en veðurspáin sýnir betur hvernig veður er í aðsigi í kringum opnunardagana en það reynir mikið á þolinmæði og úthald ef það er kalt og blæs á menn í þokkabót. Það virðist vera eitthvað framboð á leyfum á nokkur vinsæl svæði þó auðvitað séu helgarnar margar hverjar löngu seldar. Þeir sem ætla að skoða lausa daga ættu að kíkja á sölusíður veiðileyfasala og sjá hvort það sé ekki eitthvað laust á dögum sem henta því eins og veiðimenn þekkja er oft mikil sala á lausum dögum eftir að svæðin opna ef veðurspáin er hagstæð. Meðal vatna sem opna fyrir veiði 1. apríl má t.d. nefna Gíslholtsvatn (ef vatnið er íslaust), Hraunsfjörður, Sauðlauksvatn (ef vatnið er íslaust), Syðridalsvatn, Vífilstaðavatn, Þveit, Geitabergsvatn, Eyrarvatn og Þórisstaðvatn en þessi vötn sem hér eru upptalin eru öll í Veiðikortinu.
Mest lesið Veiðin með Gunnari Bender - 8. þáttur Veiði Stefnir í kuldalega veiðiopnun Veiði Eyjafjarðará að ná sér eftir mikil skakkaföll Veiði Laugardalsá opnuð Veiði Erfið skilyrði í ánum fyrir austan Veiði Horfur í Langá góðar fyrir komandi sumur Veiði Kynning á Laxárdalnum hjá SVFR Veiði Ágæt morgunveiði við Elliðavatn á opnunardegi Veiði Veiðin fer ágætlega af stað í Hlíðarvatni Veiði Gengið með Langá og Haukadalsá Veiði