Ný eldflaugatilraun Norður-Kóreu til marks um árangur Samúel Karl Ólason skrifar 20. mars 2017 10:35 Norður-Kórea gerði í gær tilraun með nýjan eldflaugarhreyfil sem nágrannar þeirra í suðri segja til marks um „þýðingarmikinn árangur“. KCNA Norður-Kórea gerði í gær tilraun með nýjan eldflaugarhreyfil sem nágrannar þeirra í suðri segja til marks um „þýðingarmikinn árangur“. Markmið einræðisríkisins er að þróa eldflaugar sem þeir gætu notað til að skjóta kjarnorkuvopnum að Bandaríkjunum. Fyrr í mánuðinum skaut Norður-Kórea fjórum eldflaugum að Japan þar sem þeir æfðu kjarnorkuárás á herstöðvar Bandaríkjanna í Japan. Yfirvöld í Norður-Kóreu segja hreyfilinn sem prófaður var í gær geta gert ríkinu kleift að skjóta gervihnöttum á loft jafnvel og bestu þjóðir heimsins. Þar með væri hægt að nota hreyfilinn á svokallaðar Intercontinental ballistic eldflaugar (ICBM). Með þeim gæti Norður-Kórea hugsanlega gert kjarnorkuárásir víða um heiminn.Yfirlit yfir eldflaugar Norður-Kóreu.Vísir/GraphicNewsTalsmaður varnarmálaráðuneytis Suður-Kóreu sagði blaðamönnum í dag að enn þyrfti að gera rannsóknir varðandi hreyfilinn, en staðfesti ekki að hægt væri að nota hreyfilinn á ICBM-eldflaug. Tilraunin var gerð í kjölfar yfirlýsingar Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, um að fyrirbyggjandi árásir á Norður-Kóreu koma til greina. Tillerson hefur verið í heimsóknum víða í Asíu. Þrátt fyrir fjölmargar eldflaugatilraunir og fimm kjarnorkuvopnatilraunir frá 2006 eru sérfræðingar ekki sammála um getu Norður-Kóreu. Hins vegar er ljóst að ríkið hefur náð árangri. Yfirvöld í Norður-Kóreu segja að vísindamönnum þeirra hafi tekist að minnka kjarnorkusprengju svo mikið að hægt væri að koma henni fyrir í ICBM-eldflaug. Sérfræðingar hafa þó dregið þær yfirlýsingar í efa. Ekki er nóg að gera sprengjuna minna, heldur þyrfti hún einnig að þola gífurlega mikinn þrýsting, hita og titring sem myndi myndast við endurkomu vopnsins inn í gufuhvolf jarðarinnar. Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Sjá meira
Norður-Kórea gerði í gær tilraun með nýjan eldflaugarhreyfil sem nágrannar þeirra í suðri segja til marks um „þýðingarmikinn árangur“. Markmið einræðisríkisins er að þróa eldflaugar sem þeir gætu notað til að skjóta kjarnorkuvopnum að Bandaríkjunum. Fyrr í mánuðinum skaut Norður-Kórea fjórum eldflaugum að Japan þar sem þeir æfðu kjarnorkuárás á herstöðvar Bandaríkjanna í Japan. Yfirvöld í Norður-Kóreu segja hreyfilinn sem prófaður var í gær geta gert ríkinu kleift að skjóta gervihnöttum á loft jafnvel og bestu þjóðir heimsins. Þar með væri hægt að nota hreyfilinn á svokallaðar Intercontinental ballistic eldflaugar (ICBM). Með þeim gæti Norður-Kórea hugsanlega gert kjarnorkuárásir víða um heiminn.Yfirlit yfir eldflaugar Norður-Kóreu.Vísir/GraphicNewsTalsmaður varnarmálaráðuneytis Suður-Kóreu sagði blaðamönnum í dag að enn þyrfti að gera rannsóknir varðandi hreyfilinn, en staðfesti ekki að hægt væri að nota hreyfilinn á ICBM-eldflaug. Tilraunin var gerð í kjölfar yfirlýsingar Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, um að fyrirbyggjandi árásir á Norður-Kóreu koma til greina. Tillerson hefur verið í heimsóknum víða í Asíu. Þrátt fyrir fjölmargar eldflaugatilraunir og fimm kjarnorkuvopnatilraunir frá 2006 eru sérfræðingar ekki sammála um getu Norður-Kóreu. Hins vegar er ljóst að ríkið hefur náð árangri. Yfirvöld í Norður-Kóreu segja að vísindamönnum þeirra hafi tekist að minnka kjarnorkusprengju svo mikið að hægt væri að koma henni fyrir í ICBM-eldflaug. Sérfræðingar hafa þó dregið þær yfirlýsingar í efa. Ekki er nóg að gera sprengjuna minna, heldur þyrfti hún einnig að þola gífurlega mikinn þrýsting, hita og titring sem myndi myndast við endurkomu vopnsins inn í gufuhvolf jarðarinnar.
Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Sjá meira