Valdís Þóra fór ekki nógu vel af eftir sex vikna frí Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. mars 2017 17:22 Valdís Þóra Jónsdóttir mynd/let/tristan jones Valdís Þóra Jónsdóttir átti erfitt uppdráttar á seinni níu holunum á Terre Blanche mótinu í Frakklandi sem hófst í dag og er hluti af LET Access mótaröðinni. Valdís Þóra lék fyrsta hringinn á 79 höggum eða sjö höggum yfir pari. Hún er ellefu höggum á eftir fremstu konu og er í 84. sæti. Valdís Þóra ætlaði að nota þetta verkefni til að komast í meiri leik- og keppnisæfingu en það eru rúmlega sex vikur síðan hún keppti síðast. Valdís Þóra byrjaði vel og var einu höggi undir pari eftir sex fyrstu holurnar. Hún fékk skolla á bæði sjöundu og níundu holu og var á einu yfir pari eftir fyrri níu. Staðan átti hinsvegar eftir að versna mikið. Síðari hluti hringsins varð henni mjög erfiður en Valdís fékk sex skolla og einn þrefaldan skolla á síðustu tíu holunum. Valdís Þóra náði reyndar fugli á bæði tíundu og sautjándu holu og var því með þrjá fugla á hringnum. Átta töpuðu högg á síðustu átta holunum sýnir svart á hvítu hversu lítið gekk upp á seinni níu holunum hjá henni. Golf Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Valdís Þóra Jónsdóttir átti erfitt uppdráttar á seinni níu holunum á Terre Blanche mótinu í Frakklandi sem hófst í dag og er hluti af LET Access mótaröðinni. Valdís Þóra lék fyrsta hringinn á 79 höggum eða sjö höggum yfir pari. Hún er ellefu höggum á eftir fremstu konu og er í 84. sæti. Valdís Þóra ætlaði að nota þetta verkefni til að komast í meiri leik- og keppnisæfingu en það eru rúmlega sex vikur síðan hún keppti síðast. Valdís Þóra byrjaði vel og var einu höggi undir pari eftir sex fyrstu holurnar. Hún fékk skolla á bæði sjöundu og níundu holu og var á einu yfir pari eftir fyrri níu. Staðan átti hinsvegar eftir að versna mikið. Síðari hluti hringsins varð henni mjög erfiður en Valdís fékk sex skolla og einn þrefaldan skolla á síðustu tíu holunum. Valdís Þóra náði reyndar fugli á bæði tíundu og sautjándu holu og var því með þrjá fugla á hringnum. Átta töpuðu högg á síðustu átta holunum sýnir svart á hvítu hversu lítið gekk upp á seinni níu holunum hjá henni.
Golf Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira