Menning

Fyrsta Improv Festival á Íslandi

Stefán Árni Pálsson skrifar
Flottur hópur.
Flottur hópur.
Improv Ísland heldur Improv Festival í fyrsta sinn í Reykjavík dagana 5.-9.apríl í Þjóðleikhúsinu.

Hingað koma hópar frá Bandaríkjunum, Bretlandi, Frakklandi og Svíþjóð sem ætla að spinna í bland við íslenska hópa.

Spunasýningarnar verða margskonar, hip hop söngleikur, kabarett sóló, spunnin verður hasar bíómynd og ein spunasýningin gerist í dómsal þar sem áhorfendur lenda í hlutverki kviðdómsins svo að einhver dæmi séu tekin.

Festivalið er hugarfóstur Dóru Jóhannsdóttur sem er jafnramt  listrænn stjórnandi hátíðarinnar og Improv Íslands sem hefur heldur betur gert garðinn frægan hér á landi.

Fyrirmynd festivalsins er festival sem haldið er í New York árlega og meðlimir Improv Íslands eru orðnir fastir gestir á. 

Í bland við sýningarnar hérna verða vinnustofur (workshops), partý og allskonar spunagrín en hér er hægt að sjá dagskrána í heild sinni. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×