Hvíti hákarlinn kemur McIlroy til varnar fyrir að spila golf með Trump | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 31. mars 2017 08:30 Ástralski kylfingurinn Greg Norman, betur þekktur sem Hvíti hákarlinn, sér ekkert að því að Rory McIlroy, einn besti kylfingur heims, hafi spilað golf með Donald Trump, hinum umdeilda forseta Bandaríkjanna. Norðurírski kylfingurinn fékk mikla gagnrýni fyrir að taka hring með Trump. Hann var meðal annars kallaður fasisti og hálfviti en sjálfum kom honum gagnrýnin á óvart.Sjá einnig:Rory: Trump er ansi góður í golfi „Ég var bara að reyna að sýna virðingu. Er Bandaríkjaforseti hringir og vill spila þá segir maður ekki nei. Ég er ekki sammála öllu sem hann segir en að er bara þannig,“ sagði Rory um golfhringinn í byrjun mars. Norman skilur McIlroy mæta vel enda lenti hann sjálfur í nákvæmlega eins stöðu fyrir mörgum árum síðan þegar Bill Clinton vildi taka hring með hákarlinum í Ástralíu. „Rory fékk óréttláta gagnrýni. Ef forseti Bandaríkjanna biður þig um að spila með sér golf þá ferðu og spilar golf með forseta Bandaríkjanna. Svo einfalt er það,“ segir Norman í viðtali við BBC.Big battle today at Trump International with Clear CEO Garry Singer @McIlroyRory @PaulONeillYES @realDonaldTrump Drain the putt... pic.twitter.com/AZJqEVtlBT— ClearSports (@ClearSportsLLC) February 19, 2017 „Sjálfur fékk ég einu sinni símtal frá Hvíta húsinu og mér var tjáð að forsetinn [Bill Clinton] væri að koma til Ástralíu og vildi spila golf með mér. Ég er ekki demókrati þannig ég vildi ekki spila með honum.“ Í staðinn fyrir að hafna beiðni forsetans hringdi Norman í forvera Clintons, George Bush eldri, og leitaði ráða. Norman tjáði forsetanum fyrrverandi að hann væri ekki aðdáandi Clintons enda væri hann, eins og Bush, rebúblikani. „Það er allt gott og blessað en þú verður að virða stöðu forseta Bandaríkjanna. Farðu og spilaðu með honum,“ sagði Bush við Norman sem hlýddi forsetanum og sér ekki eftir því í dag. „Þetta allt saman varð til þess að ég eignaðist einn minn besta vin.“ „Clinton er algjörlega frábær maður sem ég var búinn að dæma fyrirfram. Hann hringdi til dæmis reglulega í mig þegar allt í kringum Tiger Woods var að gerast. Ég var nágranni Woods og hann var alltaf að biðja mig um að fara til Tigers og tala við hann. Það eina sem ég bið alla í heiminum um er að virða stöðu forseta Bandaríkjanna,“ segir Greg Norman.Brot úr viðtali BBC við Norman má sjá hér. Golf Tengdar fréttir Hissa á gagnrýninni sem hann fékk fyrir að spila golf með Trump Einn besti kylfingur heims, Rory McIlroy, spilaði golf með Donald Trump Bandaríkjaforseta á dögunum og vakti það mikla athygli. 1. mars 2017 12:30 Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Handbolti „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ Fótbolti Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fótbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Fótbolti Fleiri fréttir Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Ástralski kylfingurinn Greg Norman, betur þekktur sem Hvíti hákarlinn, sér ekkert að því að Rory McIlroy, einn besti kylfingur heims, hafi spilað golf með Donald Trump, hinum umdeilda forseta Bandaríkjanna. Norðurírski kylfingurinn fékk mikla gagnrýni fyrir að taka hring með Trump. Hann var meðal annars kallaður fasisti og hálfviti en sjálfum kom honum gagnrýnin á óvart.Sjá einnig:Rory: Trump er ansi góður í golfi „Ég var bara að reyna að sýna virðingu. Er Bandaríkjaforseti hringir og vill spila þá segir maður ekki nei. Ég er ekki sammála öllu sem hann segir en að er bara þannig,“ sagði Rory um golfhringinn í byrjun mars. Norman skilur McIlroy mæta vel enda lenti hann sjálfur í nákvæmlega eins stöðu fyrir mörgum árum síðan þegar Bill Clinton vildi taka hring með hákarlinum í Ástralíu. „Rory fékk óréttláta gagnrýni. Ef forseti Bandaríkjanna biður þig um að spila með sér golf þá ferðu og spilar golf með forseta Bandaríkjanna. Svo einfalt er það,“ segir Norman í viðtali við BBC.Big battle today at Trump International with Clear CEO Garry Singer @McIlroyRory @PaulONeillYES @realDonaldTrump Drain the putt... pic.twitter.com/AZJqEVtlBT— ClearSports (@ClearSportsLLC) February 19, 2017 „Sjálfur fékk ég einu sinni símtal frá Hvíta húsinu og mér var tjáð að forsetinn [Bill Clinton] væri að koma til Ástralíu og vildi spila golf með mér. Ég er ekki demókrati þannig ég vildi ekki spila með honum.“ Í staðinn fyrir að hafna beiðni forsetans hringdi Norman í forvera Clintons, George Bush eldri, og leitaði ráða. Norman tjáði forsetanum fyrrverandi að hann væri ekki aðdáandi Clintons enda væri hann, eins og Bush, rebúblikani. „Það er allt gott og blessað en þú verður að virða stöðu forseta Bandaríkjanna. Farðu og spilaðu með honum,“ sagði Bush við Norman sem hlýddi forsetanum og sér ekki eftir því í dag. „Þetta allt saman varð til þess að ég eignaðist einn minn besta vin.“ „Clinton er algjörlega frábær maður sem ég var búinn að dæma fyrirfram. Hann hringdi til dæmis reglulega í mig þegar allt í kringum Tiger Woods var að gerast. Ég var nágranni Woods og hann var alltaf að biðja mig um að fara til Tigers og tala við hann. Það eina sem ég bið alla í heiminum um er að virða stöðu forseta Bandaríkjanna,“ segir Greg Norman.Brot úr viðtali BBC við Norman má sjá hér.
Golf Tengdar fréttir Hissa á gagnrýninni sem hann fékk fyrir að spila golf með Trump Einn besti kylfingur heims, Rory McIlroy, spilaði golf með Donald Trump Bandaríkjaforseta á dögunum og vakti það mikla athygli. 1. mars 2017 12:30 Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Handbolti „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ Fótbolti Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fótbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Fótbolti Fleiri fréttir Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Hissa á gagnrýninni sem hann fékk fyrir að spila golf með Trump Einn besti kylfingur heims, Rory McIlroy, spilaði golf með Donald Trump Bandaríkjaforseta á dögunum og vakti það mikla athygli. 1. mars 2017 12:30