Daniel Cormier varði beltið á skrítnu UFC kvöldi Pétur Marinó Jónsson skrifar 9. apríl 2017 05:47 Daniel Cormier fagnar sigrinum. Vísir/Getty UFC 210 fór fram í nótt þar sem þeir Daniel Cormier og Anthony Johnson mættust í aðalbardaga kvöldsins. Bardagakvöldið var sérstakt að mörgu leyti og mikið um óvænt úrslit. Léttþungavigtarmeistarinn Daniel Cormier varði beltið sitt þegar hann kláraði Anthony Johnson með „rear naked choke“ í 2. lotu. Síðast þegar þeir mættust kláraði Cormier bardagann með sömu hengingu en þá í 3. lotu. Johnson tók þá undarlegu ákvörðun að sækja í fellur sem kom verulega á óvart. Johnson er langhættulegastur þegar hann heldur sér frá andstæðingnum og kemur með þung högg en þarna gerði hann nákvæmlega það sem Cormier vildi. Cormier nýtti tækifærið og vann glímubaráttuna enda hans helsti styrkleiki. Eftir bardagann tilkynnti Anthony Johnson að hann væri hættur. Johnson er aðeins 33 ára gamall og kom tilkynningin gríðarlega á óvart. Johnson fékk starfstilboð utan MMA heimsins sem hann hreinlega gat ekki hafnað. Það var þó ekki það undarlegasta í nótt. Bardagi Chris Weidman og Gegard Mousasi endaði með umdeildum hætti. Í 2. lotu fékk Weidman tvö hnéspörk í höfuðið og gerði dómarinn hlé í bardaganum þar sem hann taldi að hnéspörkin hefðu verið ólögleg. Dómarinn taldi að Weidman hefði verið með báðar hendur í gólfinu en það hefði gert hnéspörkin ólögleg. Þau voru hins vegar lögleg eins og kom í ljós í endursýningu þar sem aðeins önnur hönd Weidman snerti gólfið. Dómarinn hafði þegar gert hlé á bardaganum og kallaði til lækni til að meta Weidman. Læknirinn taldi Weidman óhæfan til að halda áfram og vann því Mousasi eftir tæknilegt rothögg í 2. lotu. Gríðarleg óánægja ríkti með þessa niðurstöðu og var Mousasi tilbúinn til að mæta Weidman aftur. Mikið var um óvænt úrslit á kvöldinu en öll önnur úrslit kvöldsins má sjá á vef MMA Frétta hér. MMA Tengdar fréttir Fyrstu upphitunarþættirnir fyrir UFC 210 Það er rosalegt bardagakvöld á dagskránni um næstu helgi en það kvöld verður að sjálfsögðu í beinni á Stöð 2 Sport. 5. apríl 2017 09:00 Johnson stal sæti meistarans í viðtali á ESPN Það gengur á ýmsu í nýjasta upphitunarþætti fyrir UFC 210. Til að mynda er pissað yfir allt klósettið hans Chris Weidman. 6. apríl 2017 22:00 Bardagakapparnir klárir í slaginn Hörkutólin sem berjast í UFC 210 um helgina eru búnir með fjölmiðlaskyldur sínar og klárir í að berjast. 7. apríl 2017 14:15 Skuggi Jon Jones hvílir yfir Daniel Cormier Meistarinn Daniel Cormier mætir Anthony Johnson í aðalbardaga kvöldsins á UFC 210 í nótt. Þrátt fyrir að Cormier endi aftur með beltið um mittið í kvöld eru ennþá margir sem telja hann ekki vera þann besta í flokknum. 8. apríl 2017 23:00 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Fleiri fréttir Valskonur óstöðvandi William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram Frestað vegna veðurs „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Íslendingar hjálpuðu við að setja heimsmet í New York Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Wendell Green rekinn frá Keflavík Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Eldamennskan stærsta áskorunin Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sjá meira
UFC 210 fór fram í nótt þar sem þeir Daniel Cormier og Anthony Johnson mættust í aðalbardaga kvöldsins. Bardagakvöldið var sérstakt að mörgu leyti og mikið um óvænt úrslit. Léttþungavigtarmeistarinn Daniel Cormier varði beltið sitt þegar hann kláraði Anthony Johnson með „rear naked choke“ í 2. lotu. Síðast þegar þeir mættust kláraði Cormier bardagann með sömu hengingu en þá í 3. lotu. Johnson tók þá undarlegu ákvörðun að sækja í fellur sem kom verulega á óvart. Johnson er langhættulegastur þegar hann heldur sér frá andstæðingnum og kemur með þung högg en þarna gerði hann nákvæmlega það sem Cormier vildi. Cormier nýtti tækifærið og vann glímubaráttuna enda hans helsti styrkleiki. Eftir bardagann tilkynnti Anthony Johnson að hann væri hættur. Johnson er aðeins 33 ára gamall og kom tilkynningin gríðarlega á óvart. Johnson fékk starfstilboð utan MMA heimsins sem hann hreinlega gat ekki hafnað. Það var þó ekki það undarlegasta í nótt. Bardagi Chris Weidman og Gegard Mousasi endaði með umdeildum hætti. Í 2. lotu fékk Weidman tvö hnéspörk í höfuðið og gerði dómarinn hlé í bardaganum þar sem hann taldi að hnéspörkin hefðu verið ólögleg. Dómarinn taldi að Weidman hefði verið með báðar hendur í gólfinu en það hefði gert hnéspörkin ólögleg. Þau voru hins vegar lögleg eins og kom í ljós í endursýningu þar sem aðeins önnur hönd Weidman snerti gólfið. Dómarinn hafði þegar gert hlé á bardaganum og kallaði til lækni til að meta Weidman. Læknirinn taldi Weidman óhæfan til að halda áfram og vann því Mousasi eftir tæknilegt rothögg í 2. lotu. Gríðarleg óánægja ríkti með þessa niðurstöðu og var Mousasi tilbúinn til að mæta Weidman aftur. Mikið var um óvænt úrslit á kvöldinu en öll önnur úrslit kvöldsins má sjá á vef MMA Frétta hér.
MMA Tengdar fréttir Fyrstu upphitunarþættirnir fyrir UFC 210 Það er rosalegt bardagakvöld á dagskránni um næstu helgi en það kvöld verður að sjálfsögðu í beinni á Stöð 2 Sport. 5. apríl 2017 09:00 Johnson stal sæti meistarans í viðtali á ESPN Það gengur á ýmsu í nýjasta upphitunarþætti fyrir UFC 210. Til að mynda er pissað yfir allt klósettið hans Chris Weidman. 6. apríl 2017 22:00 Bardagakapparnir klárir í slaginn Hörkutólin sem berjast í UFC 210 um helgina eru búnir með fjölmiðlaskyldur sínar og klárir í að berjast. 7. apríl 2017 14:15 Skuggi Jon Jones hvílir yfir Daniel Cormier Meistarinn Daniel Cormier mætir Anthony Johnson í aðalbardaga kvöldsins á UFC 210 í nótt. Þrátt fyrir að Cormier endi aftur með beltið um mittið í kvöld eru ennþá margir sem telja hann ekki vera þann besta í flokknum. 8. apríl 2017 23:00 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Fleiri fréttir Valskonur óstöðvandi William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram Frestað vegna veðurs „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Íslendingar hjálpuðu við að setja heimsmet í New York Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Wendell Green rekinn frá Keflavík Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Eldamennskan stærsta áskorunin Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sjá meira
Fyrstu upphitunarþættirnir fyrir UFC 210 Það er rosalegt bardagakvöld á dagskránni um næstu helgi en það kvöld verður að sjálfsögðu í beinni á Stöð 2 Sport. 5. apríl 2017 09:00
Johnson stal sæti meistarans í viðtali á ESPN Það gengur á ýmsu í nýjasta upphitunarþætti fyrir UFC 210. Til að mynda er pissað yfir allt klósettið hans Chris Weidman. 6. apríl 2017 22:00
Bardagakapparnir klárir í slaginn Hörkutólin sem berjast í UFC 210 um helgina eru búnir með fjölmiðlaskyldur sínar og klárir í að berjast. 7. apríl 2017 14:15
Skuggi Jon Jones hvílir yfir Daniel Cormier Meistarinn Daniel Cormier mætir Anthony Johnson í aðalbardaga kvöldsins á UFC 210 í nótt. Þrátt fyrir að Cormier endi aftur með beltið um mittið í kvöld eru ennþá margir sem telja hann ekki vera þann besta í flokknum. 8. apríl 2017 23:00