Erlent

Segir Bandaríkin reiðubúin í frekari átök

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum.
Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum. vísir/afp
„Bandaríkin tóku mjög yfirvegaða ákvörðun í gærkvöldi,“ sagði Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, á neyðarfundi öryggisráðsins í dag.

Haley sagði Donald Trump reiðubúinn í frekari átök en að bundnar séu vonir við að slíkar ákvarðanir verði ekki nauðsynlegar. „Það er tímabært að siðmenntaðar þjóðir stöðvi þann hrylling sem á sér stað í Sýrlandi og krefjist pólitískrar lausnar,“ sagði hún.

Árás Bandaríkjamanna var gerð í kjölfar árásar þar sem talið er að efnavopnum hafi verið beitt gegn saklausum borgurum og börnum í bænum Khan Seikhun fyrr í vikunni. Segja má að algjör stefnubreyting hafi orðið í afstöðu Donalds Trump Bandaríkjaforseta til ástandsins í Sýrlandi, en hann hafði margoft lýst andstöðu sinni við hernaðaríhlutun Bandaríkjanna í Sýrlandi.

Trump hefur lýst því yfir að viðhorf hans til Bashar  al-Assad Sýrlandsforseta sé gjörbreytt og vill hann burt. Haley tók undir þetta á fundi öryggisráðsins í dag og sagði að koma þurfi í veg fyrir frekari notkun efnavopna.

Að minnsta kosti sex létu lífið í árásinni, en árásin er sú fyrsta sem Bandaríkin beina beint gegn forseta Sýrlands og her landsins. Vladimír Pútín Rússlandsforseti hefur fordæmt árásina og segir hana stríða gegn alþjóðalögum. Þá sé hún skaðleg sambandi Bandaríkjanna og Rússlands en Rússar hafa heitið því að aðstoða við enduruppbyggingu flugflota Sýrlandshers.

Fjölmörg vestræn ríki, þar á meðal Bretland og Þýskaland, hafa hins vegar lýst yfir stuðningi við  árás Bandaríkjanna.


Tengdar fréttir

Trump íhugar hernaðaraðgerðir gegn al-Assad

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, telur það á sinni ábyrgð að hefna fyrir efnavopnaárásina á Khan Sheikhoun. Allt að hundrað fórust í árásinni. Varaforsetinn útilokar ekki hernaðaraðgerðir. Utanríkisráðherra Sýrlands segir herin




Fleiri fréttir

Sjá meira


×