Þræðirnir liggja til Sambandsins Haraldur Guðmundsson skrifar 8. apríl 2017 09:00 Ólafur Ólafsson var ráðinn forstjóri Samskipa rúmu ári eftir að skipadeildin var færð út úr SÍS. Mynd/ljósmyndasafn Rvk Fyrirtæki sem runnu úr höndum Sambands íslenskra samvinnufélaga (SÍS) fyrir aldarfjórðungi eða meira hafa verið áberandi á forsíðum blaðanna síðustu daga. Ástæðan er sú að þau má finna í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um þátttöku þýska bankans Hauck & Aufhäuser í einkavæðingu Búnaðarbankans árið 2003. Niðurstaða hennar var að athafnamaðurinn Ólafur Ólafsson hafi þá staðið fyrir miklum blekkingarleik, en hann var ráðinn forstjóri Samskipa eftir að SÍS endaði í gjörgæslu Landsbankans í byrjun tíunda áratugarins. Í kjölfarið tók Ólafur þátt í viðskiptum með hlut í Samskipum sem hefur verið líkt við Búnaðarbankafléttuna. Forstjóri eftir fall SÍS SÍS, eða Sambandið eins og það var kallað í daglegu tali, var um áratugaskeið stærsta fyrirtæki landsins og mikill áhrifavaldur í íslensku atvinnulífi. Samvinnuhreyfingin, þar sem kaupfélögin voru burðarásinn sem veldið byggði á, lenti aftur á móti í miklum erfiðleikum á sjöunda áratugnum og þegar komið var fram á þann níunda var útflutningur á sjávarafurðum meginundirstaðan í rekstri SÍS..Aðalfundir SÍS voru oft haldnir í Samvinnuskólanum á Bifröst.Mynd/Ljósmyndasafn RVKEndalok Sambandsins í byrjun 10. áratugarins leiddu til þess að sjávarafurðadeildinni, besta bitanum úr eignasafni SÍS, var skipt í smærri einingar. Landsbankinn tók þá hluta hennar eða skipadeildina yfir sem skömmu áður hafði verið færð yfir í nýstofnaða hlutafélagið Samskip. Ólafur Ólafsson, þá nýhættur sem forstjóri Álafoss, ulliðnaðardeildar Sambandsins sem fór í þrot árið 1991, var í kjölfarið ráðinn forstjóri Samskipa. Samkvæmt fjölmiðlaumfjöllun þess tíma, um aðkomu Ólafs að Samskipum, fékk Sverrir Hermannsson, þáverandi bankastjóri Landsbankans, hann til að taka við skipadeildinni. Ólafur var kaupfélagsstjórasonur úr Borgarnesi, þekkti rekstur SÍS vel, og bankinn var búinn að eignast 85 prósenta hlut í Samskipum. Árið 1994 fóru nýir hluthafar inn í Samskip og var þýska skipafyrirtækið Bruno Bischoff í þeim hópi ásamt VÍS, Olíufélagi Íslands (ESSO), Samvinnulífeyrissjóðnum og fleirum. Í umfjöllun Frjálsrar verslunar í febrúar 1996 var fullyrt að Ólafur og Landsbankinn hafi „plottað“ saman um söluna með þeim formerkjum að bankinn og þáverandi forstjóri Samskipa hafi engu að síður haldið utan um meirihlutann í félaginu og stýrt því eins og þeim þóknaðist. Bruno Bischoff átti í Samskipum í gegnum helmingshlut sinn í eignarhaldsfélaginu NAT, North Atlantic Transport GmbH, sem átti aftur 29 prósent í Samskipum. Nokkru síðar var upplýst að Ólafur átti helming í því félagi. Sagnfræðingurinn Björn Jón Bragason hefur bent á, fyrst í tímariti Sögufélagsins árið 2011, að aðkoma Hauck & Aufhäuser að Búnaðarbankanum minni um margt á fjárfestingu Bruno Bischoff í Samskipum. Í báðum tilvikunum, líkt og í Al Thani-málinu þar sem Ólafur var dæmdur sekur fyrir markaðsmisnotkun, hafi Íslendingar verið blekktir um aðkomu útlendinga að kaupum á stórum hlut í annars vegar Samskipum og hins vegar Búnaðarbankanum. Ólafur náði síðar yfirhöndinni í Samskipum, er aðaleigandi skipafélagsins í dag, og hefur byggt úr því stórt og mikið evrópskt viðskiptaveldi.Ólafur Ólafsson var forstjóri Samskipa.Tók þátt í kaupunum Tryggingafélag SÍS, Samvinnutryggingar, kemur einnig ítrekað fyrir í skýrslu rannsóknarnefndarinnar eða sá hluti þess sem síðar varð Eignarhaldsfélagið Samvinnutryggingar. Það félag varð til eftir sameiningu tryggingahluta Samvinnutrygginga og Brunabótafélags Íslands árið 1989 í Vátryggingafélag Íslands eða VÍS. Aðrar eignir Samvinnutrygginga, sem voru stofnaðar fyrir forgöngu Sambandsins árið 1946, runnu þá inn í eignarhaldsfélagið sem tók síðar þátt í kaupum S-hópsins svokallaða á 45,8 prósenta hlut íslenska ríkisins í Búnaðarbankanum. Félög samvinnumanna og þekktir Framsóknarmenn voru áberandi í S-hópnum við kaupin á hlut ríkisins en þar mátti, eins og í endurfjármögnun Samskipa árið 1994, finna Samvinnulífeyrissjóðinn og VÍS. Finnur Ingólfsson, fyrrverandi ráðherra Framsóknarflokksins, var þá nýlega orðinn forstjóri tryggingafélagsins. Þegar rannsóknarnefnd Alþingis kynnti skýrslu sína í síðustu viku var tekið fram að ekkert hefði komið fram um að aðrir einstaklingar sem voru í forsvari fyrir aðila inna S-hópsins hefðu vitað að aðkoma Hauck & Aufhäuser að kaupunum á Búnaðarbankanum hafi einungis verið til málamynda. Eignarhaldsfélaginu Samvinnutryggingum var slitið í júní 2007 og eignir þess og skuldir þá færðar til dótturfélagsins Giftar fjárfestingarfélags ehf. Félagið hélt áfram að fjárfesta á markaði með eignir Samvinnutrygginga og þá meðal annars í félögum sem tengdust stjórnendum Giftar. Arion banki samþykkti að veita Gift nauðasamning árið 2011 en síðarnefnda félagið var áður stærsti hluthafi Eignarhaldsfélagsins Andvöku. Það félag byggði á líftryggingafélaginu Andvöku sem Samvinnutryggingar ráku fram að sameiningunni í VÍS. Eignarhaldsfélaginu Andvöku var slitið í febrúar 2015 og var eigið fé þess þá greitt út til eigenda. Samband íslenskra samvinnufélaga, sem enn er til en í formi eignarhaldsfélags, fékk þá 49 milljónir króna vegna slitanna eins og fjallað var um í DV í september það ár. Var sú ákvörðun rökstudd með vísun í að kaupfélögin í landinu hefðu verið viðskiptavinir Samvinnutrygginga allt frá stofnun þess og þangað til félagið sameinaðist VÍS árið 1989 og úr varð stærsta tryggingafélag landsins..Samvinnutryggingar fögnuðu 40 ára afmæli í ágúst 1986Mynd/Ljósmyndasafn RVKSambandið lifir Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis var kynnt rétt tæpum 25 árum eftir að Landsbankinn bútaði SÍS niður eftir að ljóst varð að félagið rambaði á barmi gjaldþrots. Sambandið fagnaði 115 ára afmæli sínu í febrúar síðastliðnum og stjórnendur þess halda aðalfund á hverju ári. Um tuttugu samvinnufélög eru enn virk hér á landi og má þar nefna Kaupfélag Suðurnesja, KEA, Sláturfélag Suðurlands og Kaupfélag Skagfirðinga. Mikil breyting varð á eignastöðu SÍS árið 2015 þegar greitt var úr Andvökusjóðnum. Eignir þess hækkuðu þá úr fjórtán milljónum króna í 58 og skuldirnar námu einungis 250 þúsund krónum. Síðasti aðalfundur félagsins var haldinn í nóvember á Grand Hóteli. „Þar ræddum við möguleg framtíðarverkefni SÍS. Það er engin niðurstaða komin í það en þessi vinna er í gangi og menn horfa bæði til Skandinavíu og Bretlands og samvinnufélaganna þar. Ég bendi til dæmis á að Airbnb er samvinnufélag,“ segir Hannes Karlsson, stjórnarformaður SÍS. „Við höldum líka reglulega stjórnarfundi og erum með ákveðið verkefni í gangi núna varðandi stefnumótun til lengri tíma og þá í samstarfi við kaupfélögin og þau samvinnufélög sem eru í landinu. Við erum aftur á móti ekkert að flýta okkur og höfum nægan tíma.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Andri Sævar og Svava til Daga Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Greiðsluáskorun Birgir til Banana Nálgast samkomulag um TikTok Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Play sé ekki að fara á hausinn Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Sjá meira
Fyrirtæki sem runnu úr höndum Sambands íslenskra samvinnufélaga (SÍS) fyrir aldarfjórðungi eða meira hafa verið áberandi á forsíðum blaðanna síðustu daga. Ástæðan er sú að þau má finna í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um þátttöku þýska bankans Hauck & Aufhäuser í einkavæðingu Búnaðarbankans árið 2003. Niðurstaða hennar var að athafnamaðurinn Ólafur Ólafsson hafi þá staðið fyrir miklum blekkingarleik, en hann var ráðinn forstjóri Samskipa eftir að SÍS endaði í gjörgæslu Landsbankans í byrjun tíunda áratugarins. Í kjölfarið tók Ólafur þátt í viðskiptum með hlut í Samskipum sem hefur verið líkt við Búnaðarbankafléttuna. Forstjóri eftir fall SÍS SÍS, eða Sambandið eins og það var kallað í daglegu tali, var um áratugaskeið stærsta fyrirtæki landsins og mikill áhrifavaldur í íslensku atvinnulífi. Samvinnuhreyfingin, þar sem kaupfélögin voru burðarásinn sem veldið byggði á, lenti aftur á móti í miklum erfiðleikum á sjöunda áratugnum og þegar komið var fram á þann níunda var útflutningur á sjávarafurðum meginundirstaðan í rekstri SÍS..Aðalfundir SÍS voru oft haldnir í Samvinnuskólanum á Bifröst.Mynd/Ljósmyndasafn RVKEndalok Sambandsins í byrjun 10. áratugarins leiddu til þess að sjávarafurðadeildinni, besta bitanum úr eignasafni SÍS, var skipt í smærri einingar. Landsbankinn tók þá hluta hennar eða skipadeildina yfir sem skömmu áður hafði verið færð yfir í nýstofnaða hlutafélagið Samskip. Ólafur Ólafsson, þá nýhættur sem forstjóri Álafoss, ulliðnaðardeildar Sambandsins sem fór í þrot árið 1991, var í kjölfarið ráðinn forstjóri Samskipa. Samkvæmt fjölmiðlaumfjöllun þess tíma, um aðkomu Ólafs að Samskipum, fékk Sverrir Hermannsson, þáverandi bankastjóri Landsbankans, hann til að taka við skipadeildinni. Ólafur var kaupfélagsstjórasonur úr Borgarnesi, þekkti rekstur SÍS vel, og bankinn var búinn að eignast 85 prósenta hlut í Samskipum. Árið 1994 fóru nýir hluthafar inn í Samskip og var þýska skipafyrirtækið Bruno Bischoff í þeim hópi ásamt VÍS, Olíufélagi Íslands (ESSO), Samvinnulífeyrissjóðnum og fleirum. Í umfjöllun Frjálsrar verslunar í febrúar 1996 var fullyrt að Ólafur og Landsbankinn hafi „plottað“ saman um söluna með þeim formerkjum að bankinn og þáverandi forstjóri Samskipa hafi engu að síður haldið utan um meirihlutann í félaginu og stýrt því eins og þeim þóknaðist. Bruno Bischoff átti í Samskipum í gegnum helmingshlut sinn í eignarhaldsfélaginu NAT, North Atlantic Transport GmbH, sem átti aftur 29 prósent í Samskipum. Nokkru síðar var upplýst að Ólafur átti helming í því félagi. Sagnfræðingurinn Björn Jón Bragason hefur bent á, fyrst í tímariti Sögufélagsins árið 2011, að aðkoma Hauck & Aufhäuser að Búnaðarbankanum minni um margt á fjárfestingu Bruno Bischoff í Samskipum. Í báðum tilvikunum, líkt og í Al Thani-málinu þar sem Ólafur var dæmdur sekur fyrir markaðsmisnotkun, hafi Íslendingar verið blekktir um aðkomu útlendinga að kaupum á stórum hlut í annars vegar Samskipum og hins vegar Búnaðarbankanum. Ólafur náði síðar yfirhöndinni í Samskipum, er aðaleigandi skipafélagsins í dag, og hefur byggt úr því stórt og mikið evrópskt viðskiptaveldi.Ólafur Ólafsson var forstjóri Samskipa.Tók þátt í kaupunum Tryggingafélag SÍS, Samvinnutryggingar, kemur einnig ítrekað fyrir í skýrslu rannsóknarnefndarinnar eða sá hluti þess sem síðar varð Eignarhaldsfélagið Samvinnutryggingar. Það félag varð til eftir sameiningu tryggingahluta Samvinnutrygginga og Brunabótafélags Íslands árið 1989 í Vátryggingafélag Íslands eða VÍS. Aðrar eignir Samvinnutrygginga, sem voru stofnaðar fyrir forgöngu Sambandsins árið 1946, runnu þá inn í eignarhaldsfélagið sem tók síðar þátt í kaupum S-hópsins svokallaða á 45,8 prósenta hlut íslenska ríkisins í Búnaðarbankanum. Félög samvinnumanna og þekktir Framsóknarmenn voru áberandi í S-hópnum við kaupin á hlut ríkisins en þar mátti, eins og í endurfjármögnun Samskipa árið 1994, finna Samvinnulífeyrissjóðinn og VÍS. Finnur Ingólfsson, fyrrverandi ráðherra Framsóknarflokksins, var þá nýlega orðinn forstjóri tryggingafélagsins. Þegar rannsóknarnefnd Alþingis kynnti skýrslu sína í síðustu viku var tekið fram að ekkert hefði komið fram um að aðrir einstaklingar sem voru í forsvari fyrir aðila inna S-hópsins hefðu vitað að aðkoma Hauck & Aufhäuser að kaupunum á Búnaðarbankanum hafi einungis verið til málamynda. Eignarhaldsfélaginu Samvinnutryggingum var slitið í júní 2007 og eignir þess og skuldir þá færðar til dótturfélagsins Giftar fjárfestingarfélags ehf. Félagið hélt áfram að fjárfesta á markaði með eignir Samvinnutrygginga og þá meðal annars í félögum sem tengdust stjórnendum Giftar. Arion banki samþykkti að veita Gift nauðasamning árið 2011 en síðarnefnda félagið var áður stærsti hluthafi Eignarhaldsfélagsins Andvöku. Það félag byggði á líftryggingafélaginu Andvöku sem Samvinnutryggingar ráku fram að sameiningunni í VÍS. Eignarhaldsfélaginu Andvöku var slitið í febrúar 2015 og var eigið fé þess þá greitt út til eigenda. Samband íslenskra samvinnufélaga, sem enn er til en í formi eignarhaldsfélags, fékk þá 49 milljónir króna vegna slitanna eins og fjallað var um í DV í september það ár. Var sú ákvörðun rökstudd með vísun í að kaupfélögin í landinu hefðu verið viðskiptavinir Samvinnutrygginga allt frá stofnun þess og þangað til félagið sameinaðist VÍS árið 1989 og úr varð stærsta tryggingafélag landsins..Samvinnutryggingar fögnuðu 40 ára afmæli í ágúst 1986Mynd/Ljósmyndasafn RVKSambandið lifir Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis var kynnt rétt tæpum 25 árum eftir að Landsbankinn bútaði SÍS niður eftir að ljóst varð að félagið rambaði á barmi gjaldþrots. Sambandið fagnaði 115 ára afmæli sínu í febrúar síðastliðnum og stjórnendur þess halda aðalfund á hverju ári. Um tuttugu samvinnufélög eru enn virk hér á landi og má þar nefna Kaupfélag Suðurnesja, KEA, Sláturfélag Suðurlands og Kaupfélag Skagfirðinga. Mikil breyting varð á eignastöðu SÍS árið 2015 þegar greitt var úr Andvökusjóðnum. Eignir þess hækkuðu þá úr fjórtán milljónum króna í 58 og skuldirnar námu einungis 250 þúsund krónum. Síðasti aðalfundur félagsins var haldinn í nóvember á Grand Hóteli. „Þar ræddum við möguleg framtíðarverkefni SÍS. Það er engin niðurstaða komin í það en þessi vinna er í gangi og menn horfa bæði til Skandinavíu og Bretlands og samvinnufélaganna þar. Ég bendi til dæmis á að Airbnb er samvinnufélag,“ segir Hannes Karlsson, stjórnarformaður SÍS. „Við höldum líka reglulega stjórnarfundi og erum með ákveðið verkefni í gangi núna varðandi stefnumótun til lengri tíma og þá í samstarfi við kaupfélögin og þau samvinnufélög sem eru í landinu. Við erum aftur á móti ekkert að flýta okkur og höfum nægan tíma.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Andri Sævar og Svava til Daga Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Greiðsluáskorun Birgir til Banana Nálgast samkomulag um TikTok Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Play sé ekki að fara á hausinn Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Sjá meira