Sport

Má ekki keppa í UFC 210 vegna brjóstapúða

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Pearl Gonzalez átti að þreyta frumraun sína í UFC á morgun.
Pearl Gonzalez átti að þreyta frumraun sína í UFC á morgun. vísir/getty
Pearl Gonzalez fær ekki að keppa í sínum fyrsta bardaga í UFC á ferlinum vegna ansi sérstakrar ástæðu.

Gonzalez átti að mæta Cynthiu Calvillo í UFC 210 á morgun en eftir vigtunina fyrr í dag var henni tjáð að hún mætti ekki keppa þar sem hún er með brjóstapúða.

Það var fulltrúi íþróttasambands New York sem færði Gonzalez fréttirnar en samkvæmt reglum þess mega konur með brjóstapúða ekki keppa í bardagaíþróttum í ríkinu.

Þetta eru eðlilega mikil vonbrigði fyrir Gonzalez sem var búin að hafa mikið fyrir því að ná vigt.

Ekki hefur verið ákveðið hvað kemur í stað bardaga Gonzalez og Calvillo á dagskrá UFC 210 á morgun.

MMA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×