Mercedes-AMG GT Sýning á Akureyri Finnur Thorlacius skrifar 7. apríl 2017 14:33 Mercedes-AMG GT bíllinn verður til sýnis hjá Höldi. Mercedes-Benz og Höldur bjóða til Mercedes-AMG GT sýningar í Hofi á laugardaginn kl. 12–16. Þar verða sýndir fjölmargir bílar og stjarna sýningarinnar er Mercedes-AMG GT sem vakti verðskuldaða athygli á Mercedes-AMG sýningu í Reykjavík á dögunum. ,,AMG sýningin okkar gekk ótrúlega vel og raunar framar vonum. Við fengum um fimm þúsund gesti á fjórum dögum. Við höfum því ákveðið að bjóða Norðlendingum einnig upp á glæsilega sýningu og erum ánægð og stolt að halda sýningu í höfuðstöð Norðurlands á laugardaginn. Við munum sýna þar fjölda glæsilegra bíla frá Mercedes-Benz, t.d með Plug-in Hybrid tækninni. Við munum bjóða upp á reynsluakstur á breiðri línu fólks– og atvinnubíla og stjarna sýningarinnar er hinn ótrúlegi Mercedes-AMG GT sportbíll. Þetta er án efa glæsilegasti bíll sem sýndur hefur verið hér á landi," segir Ásgrímur Helgi Einarsson, sölustjóri Mercedes-Benz fólksbíla hjá Bílaumboðinu Öskju. Mercedes-AMG GT vakti eins og gefur að skilja gríðarlega athygli á AMG sýningunni. Sportbíllinn er með fjögurra lítra V8 vél sem skilar feikilegu afli eða alls 476 hestöflum. Hámarkstog bílsins er alls 630 Nm. Bíllinn fer úr kyrrstöðu í hundraðið á aðeins 4 sekúndum. Hámarkshraði bílsins er skráður 304 km. ,,Höldur er viðurkenndur þjónustuaðili Mercedes-Benz en starfsfólk okkar hefur sótt sér þá sérþekkingu sem krafist er til þess. Við erum spennt fyrir að halda þessa sýningu í samstarfi við Mercedes-Benz og það er virkilega gaman að fá Mercedes-AMG GT sportbílinn á svæðið. Við höfum aldrei áður náð að bjóða upp á reynsluakstur á eins mörgum tegundum Mercedes-Benz bíla í einu og vonum að Akureyringar grípi tækifærið," segir Áskell Þór Gíslason, framkvæmdastjóri bílaþjónustu Hölds. Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent
Mercedes-Benz og Höldur bjóða til Mercedes-AMG GT sýningar í Hofi á laugardaginn kl. 12–16. Þar verða sýndir fjölmargir bílar og stjarna sýningarinnar er Mercedes-AMG GT sem vakti verðskuldaða athygli á Mercedes-AMG sýningu í Reykjavík á dögunum. ,,AMG sýningin okkar gekk ótrúlega vel og raunar framar vonum. Við fengum um fimm þúsund gesti á fjórum dögum. Við höfum því ákveðið að bjóða Norðlendingum einnig upp á glæsilega sýningu og erum ánægð og stolt að halda sýningu í höfuðstöð Norðurlands á laugardaginn. Við munum sýna þar fjölda glæsilegra bíla frá Mercedes-Benz, t.d með Plug-in Hybrid tækninni. Við munum bjóða upp á reynsluakstur á breiðri línu fólks– og atvinnubíla og stjarna sýningarinnar er hinn ótrúlegi Mercedes-AMG GT sportbíll. Þetta er án efa glæsilegasti bíll sem sýndur hefur verið hér á landi," segir Ásgrímur Helgi Einarsson, sölustjóri Mercedes-Benz fólksbíla hjá Bílaumboðinu Öskju. Mercedes-AMG GT vakti eins og gefur að skilja gríðarlega athygli á AMG sýningunni. Sportbíllinn er með fjögurra lítra V8 vél sem skilar feikilegu afli eða alls 476 hestöflum. Hámarkstog bílsins er alls 630 Nm. Bíllinn fer úr kyrrstöðu í hundraðið á aðeins 4 sekúndum. Hámarkshraði bílsins er skráður 304 km. ,,Höldur er viðurkenndur þjónustuaðili Mercedes-Benz en starfsfólk okkar hefur sótt sér þá sérþekkingu sem krafist er til þess. Við erum spennt fyrir að halda þessa sýningu í samstarfi við Mercedes-Benz og það er virkilega gaman að fá Mercedes-AMG GT sportbílinn á svæðið. Við höfum aldrei áður náð að bjóða upp á reynsluakstur á eins mörgum tegundum Mercedes-Benz bíla í einu og vonum að Akureyringar grípi tækifærið," segir Áskell Þór Gíslason, framkvæmdastjóri bílaþjónustu Hölds.
Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent