Skíðasvæði Dalvíkur verður opnað aftur Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 6. apríl 2017 23:17 Stjórnin ætlar að yfirfara verkferla og öryggismál, að sögn formanns félagsins. Félagið sér nú fram á áframhaldandi rekstrargrundvöll. Vísir Stjórn Skíðafélags Dalvíkur hefur ákveðið að opna skíðasvæðið í Böggvisstaðafjalli að nýju frá og með næsta mánudegi. Áður hafði verið ákveðið að loka svæðinu um óákveðinn tíma vegna dóms þar sem félaginu var gert að greiða skíðakonu, varaformanni félagsins, 7,7 milljónir króna í skaðabætur. Félagið taldi því að mögulega væri rekstrargrundvöllur svæðisins brostinn. „Við erum búin að taka fundi með okkar starfsfólki og einnig með bænum. Við erum búin að taka ákvörðun um næstu skref sem eru að yfirfara allar verklagsreglur á svæðinu, öryggisbúnað og slíkt. Það er vinna sem við munum fara í á næstu dögum,“ segir Snæþór Arnþórsson, formaður Skíðafélags Dalvíkur, í samtali við Vísi. Aðspurður segir Snæþór það hugsanlegt að bærinn muni koma að málinu, en vill að öðru leyti ekki tjá sig frekar um það. Ýmislegt sé hins vegar í farvatninu. Þá segir hann niðurstöðu stjórnarinnar, um að opna svæðið aftur, afar ánægjulega. „Þetta er mjög ánægjulegt og við treystum okkur til þess að gera þetta. Núna vonumst við bara til þess að það komi snjór um helgina,“ segir hann, en sem fyrr segir er stefnt á að opna svæðið næstkomandi mánudag, 10. apríl.Þaulreynd skíðakona slasaðistStjórn félagsins tilkynnti síðastliðinn mánudag um að skíðasvæðinu yrði lokað um óákveðinn tíma. Sú ákvörðun var tekin eftir að dómur féll í máli þaulreyndrar skíðakonu sem slasaðist á svæðinu árið 2013, en hún var jafnframt varaformaður félagsins á þeim tíma. Konan var metin með 20 prósent varanlega örorku og var frá vinnu í tvö ár. Hún fór fram á ellefu og hálfa milljón króna í skaðabætur, en Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi henni 7,7 milljónir króna í bætur. Á skíðasvæðinu starfa sjö starfsmenn í fimm stöðugildum. Rúmlega 100 börn og unglingar stunda æfingar hjá félaginu og eru fjórir þjálfarar auk aðstoðarfólks sem sjá um kennslu og þjálfun. Tengdar fréttir Skíðasvæðinu á Dalvík lokað vegna dómsmáls Stjórn Skíðafélags Dalvíkur hefur tekið þá ákvörðun að loka skíðasvæðinu í Böggvisstaðafjalli um óákveðin tíma frá og með morgundeginum. 3. apríl 2017 21:22 Mest lesið Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Innlent Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Innlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands Innlent Fleiri fréttir Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Sjá meira
Stjórn Skíðafélags Dalvíkur hefur ákveðið að opna skíðasvæðið í Böggvisstaðafjalli að nýju frá og með næsta mánudegi. Áður hafði verið ákveðið að loka svæðinu um óákveðinn tíma vegna dóms þar sem félaginu var gert að greiða skíðakonu, varaformanni félagsins, 7,7 milljónir króna í skaðabætur. Félagið taldi því að mögulega væri rekstrargrundvöllur svæðisins brostinn. „Við erum búin að taka fundi með okkar starfsfólki og einnig með bænum. Við erum búin að taka ákvörðun um næstu skref sem eru að yfirfara allar verklagsreglur á svæðinu, öryggisbúnað og slíkt. Það er vinna sem við munum fara í á næstu dögum,“ segir Snæþór Arnþórsson, formaður Skíðafélags Dalvíkur, í samtali við Vísi. Aðspurður segir Snæþór það hugsanlegt að bærinn muni koma að málinu, en vill að öðru leyti ekki tjá sig frekar um það. Ýmislegt sé hins vegar í farvatninu. Þá segir hann niðurstöðu stjórnarinnar, um að opna svæðið aftur, afar ánægjulega. „Þetta er mjög ánægjulegt og við treystum okkur til þess að gera þetta. Núna vonumst við bara til þess að það komi snjór um helgina,“ segir hann, en sem fyrr segir er stefnt á að opna svæðið næstkomandi mánudag, 10. apríl.Þaulreynd skíðakona slasaðistStjórn félagsins tilkynnti síðastliðinn mánudag um að skíðasvæðinu yrði lokað um óákveðinn tíma. Sú ákvörðun var tekin eftir að dómur féll í máli þaulreyndrar skíðakonu sem slasaðist á svæðinu árið 2013, en hún var jafnframt varaformaður félagsins á þeim tíma. Konan var metin með 20 prósent varanlega örorku og var frá vinnu í tvö ár. Hún fór fram á ellefu og hálfa milljón króna í skaðabætur, en Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi henni 7,7 milljónir króna í bætur. Á skíðasvæðinu starfa sjö starfsmenn í fimm stöðugildum. Rúmlega 100 börn og unglingar stunda æfingar hjá félaginu og eru fjórir þjálfarar auk aðstoðarfólks sem sjá um kennslu og þjálfun.
Tengdar fréttir Skíðasvæðinu á Dalvík lokað vegna dómsmáls Stjórn Skíðafélags Dalvíkur hefur tekið þá ákvörðun að loka skíðasvæðinu í Böggvisstaðafjalli um óákveðin tíma frá og með morgundeginum. 3. apríl 2017 21:22 Mest lesið Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Innlent Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Innlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands Innlent Fleiri fréttir Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Sjá meira
Skíðasvæðinu á Dalvík lokað vegna dómsmáls Stjórn Skíðafélags Dalvíkur hefur tekið þá ákvörðun að loka skíðasvæðinu í Böggvisstaðafjalli um óákveðin tíma frá og með morgundeginum. 3. apríl 2017 21:22