Hryðjuverkasamtökin Íslamska ríkið ruddust fram á sjónarsviðið sumarið 2014. Þá lögðu vígamenn samtakanna stóra hluta Íraks og Sýrlands undir sig í einkar grimmilegri skyndisókn. Eftir einungis nokkrar vikur stjórnuðu samtökin gríðarlega stóru svæði og fjölda fólks. Ári síðar höfðu ISIS-liðar stækkað yfirráðasvæði þeirra enn frekar. Á meðan á skyndisókn þeirra stóð og næstu mánuði frömdu vígamenn ISIS fjölmörg ódæði og fóru ránshendi um yfirráðasvæði sín. Samtökin auðguðust verulega og urðu mun kraftmeiri. Í september 2014 var áætlað að yfirráðasvæði ISIS væri um 210 þúsund ferkílómetrar, eða svipað stórt og Bretland. Enn átti yfirsvæði þeirra eftir að stækka. Síðan þá hefur baráttan gegn ISIS orðið sífellt umfangsmeiri og kröftugri. Sótt er gegn vígamönnum Íslamska ríkisins úr nánast öllum áttum og þurfa þeir víða að gefa eftir. Táknræn höfuðborg þeirra, Raqqa í Sýrlandi, er nánast umkringd og írakski herinn sækir gegn samtökunum í Mosul í Írak. Götu fyrir götu, hús fyrir hús, hafa ISIS-liðar gefið eftir.Vígamenn ISIS eiga við ofurefli að etja.Vísir/AFPMannfall meðal borgara hefur verið svartur blettur á sókn stjórnarhersins í Mosul. ISIS-liðar eru sagðir skýla sér á bak við íbúa og nota þá til að forðast loftárásir. Um helmingur þess landsvæðis sem samtökin stjórnuðu í Írak hefur unnist til baka og svipaða sögu er að segja í Sýrlandi, þar sem sýrlenskir Kúrdar og bandamenn þeirra, hafa rekið ISIS-liða frá landamærum Sýrlands og Tyrklands. Erlendir vígamenn Íslamska ríkisins streymdu þar yfir áður en svæðinu var lokað. Samhliða því að tekjustofnar ISIS hafa verið gereyðilagðir hefur streymi vígamanna til samtakanna nánast stöðvast. Árið 2015 er talið að allt að tvö þúsund erlendir vígamenn hafi gengið til liðs við samtökin á mánuði hverjum. Árið 2016 var sú tala komin niður í um 50. Íslamska ríkið er að tapa og kalífadæmið sem samtökin stofnuðu mun líða undir lok. Nema eitthvað mikið komi upp á, er það aðeins spurning um tíma og mannfall. Vígamenn hafa ekki gefið eftir, berjast af miklum krafti og beita öllum leiðum til að valda andstæðingum sínum skaða. Því hefur verið haldið fram að árás Bandaríkjanna á Sharyrat flugvöllinn, muni í raun reynast ISIS vel þar sem Assad sé að berjast gegn samtökunum. Bardagar Assad-liða og ISIS hafa ávallt verið takmarkaðir. Að mestu hafa þeir bardagar átt sér stað í Palmyra og Deir-Ezzor, sem ISIS-liðar sitja um, en að öðru leyti hefur stjórnarherinn, Assad og Rússar einbeitt sér að uppreisnarhópum og vígahópum sem berjast með þeim í vesturhluta Sýrlands. Þá skemmdust flugbrautir lítið sem ekkert og var flugvöllurinn kominn í notkun nokkrum klukkustundum eftir árásina. En hvað tekur við þegar ISIS er búið að missa Kalífadæmið? Til að átta okkur á því þurfum við að snúa okkur að upphafi Íslamska ríkisins og velgengni þeirra í byrjun. Rætur ISIS má rekja til Jórdaníumannsins Abu Musab al-Zarqawi og innrásar Bandaríkjanna í Írak. Jafnvel innrás Sovétríkjanna í Afganistan árið 1979, þar sem Zarqawi barðist gegn innrásarhernum undir lok stríðsins.Slitu sig frá al-QaedaÁrið 2004, ári eftir innrás Bandaríkjanna í Írak, lýsti Zarqawi yfir hollustu við Osama Bin-Laden, þáverandi foringja al-Qaeda, og stofnaði al-Qaeda í Írak, eða AQÍ. Þeir börðust af mikilli hörku gegn Bandaríkjamönnum í Írak. Zarqawi var þó felldur í loftárás árið 2006 og samtökin voru að mestu brotin á bak aftur.Abu Bakr al-Baghdadi, eða Ibrahim Awad Ibrahim al-Badri al-Samarrai, tók við stjórn AQÍ, sem þá hét Islamic State in Iraq, ISI, árið 2010. Byggði hann samtökin hratt og örugglega upp að nýju. Þá sendi hann skósveina sína til Sýrlands, þar sem þeir stofnuðu deild al-Qaeda í Sýrlandi sem hét al-Nusra Front. Á næstu árum framdi ISI fjölmargar mannskæðar árásir í Írak sem beindust aðallega gegn sjítum. Í apríl 2013 lýsti Baghdadi yfir samruna ISIS og ANF og stofnun samtakanna Islamic State in Iraq and the Levant, eða ISIS. Leiðtogar ANF og móðursamtakanna al-Qaeda voru þó mótfallnir þessu og höfnuðu samrunanum.Hér má sjá útskýringarmyndband VOX sem fjallar um hverjir eru að berjast í Sýrlandi og á móti hverjum.Baghdadi átti þó marga hauka í horni hjá ANF og slitu margir vígamenn sig frá samtökunum og gengu til liðs við ISIS. Þannig voru ítök samtakanna enn sterk í austurhluta Sýrlands.Kalífadæmið stofnaðÍ desember 2013 náðu ISIS-liðar völdum í Falluja, en það var sumarið 2014 sem kom þeim á kortið, bókstaflega. Vígamenn samtakanna sóttu fram að landamærum sjálfstjórnarsvæðis Kúrda í norðri og nánast að útjaðri Bagdad í suðri. ISIS-liðar frömdu fjölmörg ódæði í skyndisókninni og mánuðina sem fylgdu. Þeir ógnuðu jafnvel tilveru minnihlutahópa eins og Jasída. Þúsundir kvenna og barna voru hneppt í ánauð. Þá frömdu þeir fjöldamorð á andstæðingum sínum og hafa margar fjöldagrafir fundist í norðurhluta Írak.Sjá einnig: Raunir Jasída - Kynlífsþrælkun, þjóðarmorð og misþyrming Eftir sigra ISIS sumarið 2014 steig Baghdadi í pontu í Nour al-Din moskunni í Mosul og lýsti yfir stofnun kalífadæmis Íslamska ríkisins í Írak og Sýrlandi.Að neðan má sjá þáttaröð VICE News um ISIS sem birt var í ágúst 2014. Þættirnir veita góða innsýn í aðstæður ISIS-liða þá. Vert er að vara við því að myndefnið gæti vakið óhug lesenda.Reynsla fólks af því að búa undir stjórn ISIS hefur ekki reynst jafn góð og margir reiknuðu með. Upprunalega var þeim víða tekið fagnandi af súnnítum í Írak vegna mikillar spillingar og innri átaka súnníta og sjíta í landinu. Súnnítar hafa lengi kvartað yfir því að stjórnvöld í Bagdad, sem leidd eru af sjítum, hafi ekki staðið sig nægilega vel í því að vernda súnníta.Vasarnir fullir af peningumÞegar írakski herinn flúði undan vígamönnunum skyldu þeir eftir brynvarða bíla, skriðdreka, vopn og ýmislegt fleira sem reyndist ISIS-liðum vel. Fram að áramótum stækkuðu þeir yfirráðasvæði sitt verulega. Þeir fóru ránshendi yfir yfirráðasvæði sín, rændu banka, fornminjum, íbúa öllu sem þeir komu höndum yfir. Þeir söfnuðu lausnarfé fyrir gísla og seldu jafnvel þræla. Þá nýttu samtökin ríkar olíulindir á yfirráðasvæðum sínum og seldu meðal annars í gegnum áratugagamalt smyglkerfi sem Saddam Hussein hafði komið upp til að komast hjá viðskiptaþvingunum. Tekjur ISIS voru gífurlega miklar og samtökin reyndu einnig að taka upp skattheimtu á yfirráðasvæðum sínum, byggja upp innviði, opna skóla og ýmislegt fleira. Samtökin nutu mikillar athygli á heimsvísu og áttu mikla peninga. Þau dreifðu áróðri víða á samfélagsmiðlum sem náði til margra og erlendir vígamenn streymdu til Sýrlands og Írak til að ganga til liðs við ISIS. Síðan þá hefur pressan á Íslamska ríkið aukist með hverri viku. Ódæði samtakanna leiddu til þess að vestræn ríki og bandamenn þeirra í Mið-Austurlöndum mynduðu bandalag gegn ISIS og hafa gert loftárásir á vígamann samtakanna. Írakskir Kúrdar, svokallaðar Peshmerga sveitir, stöðvuðu sókn þeirra í norðurhluta landsins og tóku jafnvel mikilvæg svæði af þeim eins og borgina Kirkuk og ríkar olíulindir. Írakski herinn og bandamenn þeirra hafa sótt fram gegn ISIS úr suðri og frelsað borgir eins og Fallujah, Tikrit og fleiri. Í Sýrlandi hafa ISIS-liðar barist við Sýrlenska Kúrda, YPG, uppreisnarmenn og stjórnarher Bashar al-Assad. Hér að neðan má sjá yfirlit yfir það hve miklu svæði íslamska ríkið tapaði í fyrra.How much territory has Daesh lost in 2016? Have a look at the @IHS Conflict Monitor map in our #MSCreport for #MSC2017! pic.twitter.com/nIwhfxFOpE— Security Conference (@MunSecConf) February 14, 2017 Íslamska ríkið hefur gripið til þess að hefna fyrir loftárásir gegn samtökunum með því að fremja hryðjuverkaárásir í vesturlöndum og víðar. Þar að auki hafa samtökin gripið til þess að hvetja aðila sem aðhyllast boðskap þeirra að fremja svokallaðar „Lone wolf“ árásir. Til þess beittu samtökin sömu leiðum og al-Qaeda hafði áður gert með því að birta og dreifa leiðbeiningum þar sem stuðningsmenn þeirra gátu lært að gera sprengjur og jafnvel valda sem mestum skaða með bílum, hnífum og öðrum aðferðum.Sumsé hófu samtökin að beita sömu aðferðum og þau beittu þegar Baghdadi byggði þau aftur upp eftir fall Zarqawi.Einbeita sér að Lone wolf árásum Írakski herinn vinnur nú að því að frelsa borgina Mosul, stærstu borgina sem ISIS hefur stjórnað. Sýrlenskir Kúrdar og bandamenn þeirra sitja um höfuðborg ISIS, Raqqa, í Sýrlandi. Tyrkir og bandamenn þeirra tóku borgina al-Bab af ISIS í norðvesturhluta Sýrlands og stjórnarher Bashar al-Assad og bandamenn þeirra hafa sótt gegn ISIS úr vestri. Stór hluti þeirrar sóknar var að króa Tyrki af.Sjá einnig: Bandaríkin fjölga hermönnum í Sýrlandi Olíuvinnsla ISIS hefur verið eyðilögð og aðrar tekjulindir þeirra eru að miklu leyti uppurnar. Skjöl sem hafa lent í höndum á aðilum sem berjast gegn samtökunum hafa sýnt að þau hafa átt í basli með að greiða vígamönnum sínum. Eins og áður hefur komið fram hefur dregið gífurlega úr flæði vígamanna til Sýrlands og Írak. Eftir því sem pressan hefur aukist gegn samtökunum hefur geta þeirra til að fremja hryðjuverkaárásir í Vesturlöndum farið minnkandi, en Lone wolf árásir hafa þó haldið áfram. Árásir samtakanna í Mið-Austurlöndum og þó sérstaklega í Írak hafa verið fjölmargar og mannskæðar.Upprisa ISIS og baráttan gegn samtökunum hefur komið verulega niður á almennum borgurum í Sýrlandi og í Írak.Vísir/AFPÞrengt er að Kalífadæminu úr öllum áttum og útlit er fyrir að endalok tilraunar Íslamska ríkisins, við rekstur ríkis, séu að nálgast. Því er vert að velta því fyrir sér hvað gerist næst. Munu hryðjuverkasamtökin deyja með Kalífadæminu? Eða munu þau hverfa aftur í skuggana og halda árásum sínum áfram á nýjan leik? Sérfræðingar sem hafa fylgst með samtökunum segja þau þegar byrjuð að vinna að því að færast yfir í skuggana og einbeita sér að því að fremja hryðjuverkaárásir. Skjöl sem hafa fundist á skrifstofum Kalífadæmisins gefa í skyn að forsvarsmenn ISIS vilji fremja árásir í þeim ríkjum sem hafa hvað helst verið að gera loftárásir gegn þeim. Það eru meðal annars Bandaríkin, Bretland og Ástralía. Takmarkað fjármagn þýðir þó að ISIS mun eiga erfitt með að skipuleggja og framkvæma slíkar árásir. Því hafa ISIS-liðar varið meiri tíma og orku í að kalla eftir áðurnefndum Lone wolf árásum, sem fela ekki í sér mikla skipulagningu og taka í raun lítið sem ekkert frá samtökunum sjálfum.Nýtir ISIS sér reynslu al-Qaeda?Einn möguleiki er að ISIS notfæri sér reynslu al-Qaeda í kjölfar innrásar Bandaríkjanna í Afganistan og margra ára stríði ríkisins gegn samtökunum. Fyrir árásirnar í New York í september 2001 voru hryðjuverkasamtökin nokkuð miðstýrð og samheldin. Í kjölfar árangurs Bandaríkjanna gegn AQ skiptust samtökin upp í marga smærri hópa og dreifðust allt frá Norður-Afríku til suðaustur Asíu. Það gæti reynst ISIS vel þar sem fjölmargir erlendir vígamenn gengu til liðs við samtökin. Þeir gætu mögulega snúið aftur heim til sín í Evrópu og Asíu og unnið að því að halda uppi nokkurs konar útibúum í heimalöndum sínum og framið þar hryðjuverkaárásir. Þá hafa vígahópar um heim allan lýst yfir hollustu við ISIS. Þar á meðal eru þrír hópar í Líbíu, Jemen, Egyptalandi, Boko Haram í Afríku, nokkrir hópar í Kákasusfjöllum, Filippseyjum og víðar. Hvernig framtíð Íslamska ríkisins lítur út veltur á gangi aðgerða gegn þeim í Sýrlandi og Írak og þá sérstaklega hve vel gengur að ná til leiðtoga samtakanna og handsama þá eða drepa. Baghdadi og aðrir æðstu leiðtogar samtakanna eru taldir vera í felum í eyðimörkinni á milli Írak og Sýrlands. Það er sama svæði og samtökin litu til, þegar þau hétu al-Qaeda in Iraq og voru nánast útmáð af Bandaríkjunum. Þaðan byggði Baghdadi samtökin upp í þá mynd sem við þekkjum í dag. Nú þegar vinna embættismenn í Bandaríkjunum og Írak að undirbúningi fyrir það að Íslamska ríkið hverfi aftur í skuggana. Þá hafa fregnir borist af því að ISIS-liðar séu að snúa sér aftur að hjartlandi sínu í Anbar héraði í Írak, þar sem meirihluti íbúa eru súnnítar. Það var í þessu héraði, og borgum eins og Fallujah og Ramadi, þar sem ISIS náði sinni upprunalegu fótfestu í Írak og þar sem AQÍ barðist hvað harðast gegn bandaríska hernum í kjölfar innrásarinnar árið 2003. Þar má finna borgir eins og Fallujah og Ramadi. Baghdadi og aðrir forsvarsmenn ISIS eru sagðir vera í felum í Anbarhéraði, nærri landamærum Sýrlands.Það mun ekki reynast nóg að berjast eingöngu gegn Íslamska ríkinu á vígvöllunum. Takast þarf á við aðstæðurnar sem leiða til þess að ungir súnnítar snúa sér til hryðjuverkasamtakanna. Sérstaklega þá gífurlegu spillingu sem grasserar í Írak og undirliggjandi átök á milli súnníta og sjíta. Sérfræðingar telja útlit fyrir mikil átök milli fylkinga í Írak og það eru átök sem ISIS-liðar vilja taka þátt í og magna upp. Framtíð ISIS veltur að miklu leyti á því hvernig stjórnvöldum í Bagdad gengur að sameina þjóðina og draga úr spillingu. Auk þess að nýta sér ástandið í Írak er talið að ISIS muni snúa sér að systursamtökum sínum víða um heim og leita skjóls meðal þeirra. Það má færa rök fyrir því að erfitt verði að útmá Íslamska ríkið að fullu, ef það er hægt yfir höfuð. Snákurinn hefur mörg höfuð, en framtíð ISIS mun velta á því hve mörg höfuð verða höggvin af þessum tiltekna snáki. Fréttaskýringar Hryðjuverk í Evrópu Mið-Austurlönd Sýrland Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent
Hryðjuverkasamtökin Íslamska ríkið ruddust fram á sjónarsviðið sumarið 2014. Þá lögðu vígamenn samtakanna stóra hluta Íraks og Sýrlands undir sig í einkar grimmilegri skyndisókn. Eftir einungis nokkrar vikur stjórnuðu samtökin gríðarlega stóru svæði og fjölda fólks. Ári síðar höfðu ISIS-liðar stækkað yfirráðasvæði þeirra enn frekar. Á meðan á skyndisókn þeirra stóð og næstu mánuði frömdu vígamenn ISIS fjölmörg ódæði og fóru ránshendi um yfirráðasvæði sín. Samtökin auðguðust verulega og urðu mun kraftmeiri. Í september 2014 var áætlað að yfirráðasvæði ISIS væri um 210 þúsund ferkílómetrar, eða svipað stórt og Bretland. Enn átti yfirsvæði þeirra eftir að stækka. Síðan þá hefur baráttan gegn ISIS orðið sífellt umfangsmeiri og kröftugri. Sótt er gegn vígamönnum Íslamska ríkisins úr nánast öllum áttum og þurfa þeir víða að gefa eftir. Táknræn höfuðborg þeirra, Raqqa í Sýrlandi, er nánast umkringd og írakski herinn sækir gegn samtökunum í Mosul í Írak. Götu fyrir götu, hús fyrir hús, hafa ISIS-liðar gefið eftir.Vígamenn ISIS eiga við ofurefli að etja.Vísir/AFPMannfall meðal borgara hefur verið svartur blettur á sókn stjórnarhersins í Mosul. ISIS-liðar eru sagðir skýla sér á bak við íbúa og nota þá til að forðast loftárásir. Um helmingur þess landsvæðis sem samtökin stjórnuðu í Írak hefur unnist til baka og svipaða sögu er að segja í Sýrlandi, þar sem sýrlenskir Kúrdar og bandamenn þeirra, hafa rekið ISIS-liða frá landamærum Sýrlands og Tyrklands. Erlendir vígamenn Íslamska ríkisins streymdu þar yfir áður en svæðinu var lokað. Samhliða því að tekjustofnar ISIS hafa verið gereyðilagðir hefur streymi vígamanna til samtakanna nánast stöðvast. Árið 2015 er talið að allt að tvö þúsund erlendir vígamenn hafi gengið til liðs við samtökin á mánuði hverjum. Árið 2016 var sú tala komin niður í um 50. Íslamska ríkið er að tapa og kalífadæmið sem samtökin stofnuðu mun líða undir lok. Nema eitthvað mikið komi upp á, er það aðeins spurning um tíma og mannfall. Vígamenn hafa ekki gefið eftir, berjast af miklum krafti og beita öllum leiðum til að valda andstæðingum sínum skaða. Því hefur verið haldið fram að árás Bandaríkjanna á Sharyrat flugvöllinn, muni í raun reynast ISIS vel þar sem Assad sé að berjast gegn samtökunum. Bardagar Assad-liða og ISIS hafa ávallt verið takmarkaðir. Að mestu hafa þeir bardagar átt sér stað í Palmyra og Deir-Ezzor, sem ISIS-liðar sitja um, en að öðru leyti hefur stjórnarherinn, Assad og Rússar einbeitt sér að uppreisnarhópum og vígahópum sem berjast með þeim í vesturhluta Sýrlands. Þá skemmdust flugbrautir lítið sem ekkert og var flugvöllurinn kominn í notkun nokkrum klukkustundum eftir árásina. En hvað tekur við þegar ISIS er búið að missa Kalífadæmið? Til að átta okkur á því þurfum við að snúa okkur að upphafi Íslamska ríkisins og velgengni þeirra í byrjun. Rætur ISIS má rekja til Jórdaníumannsins Abu Musab al-Zarqawi og innrásar Bandaríkjanna í Írak. Jafnvel innrás Sovétríkjanna í Afganistan árið 1979, þar sem Zarqawi barðist gegn innrásarhernum undir lok stríðsins.Slitu sig frá al-QaedaÁrið 2004, ári eftir innrás Bandaríkjanna í Írak, lýsti Zarqawi yfir hollustu við Osama Bin-Laden, þáverandi foringja al-Qaeda, og stofnaði al-Qaeda í Írak, eða AQÍ. Þeir börðust af mikilli hörku gegn Bandaríkjamönnum í Írak. Zarqawi var þó felldur í loftárás árið 2006 og samtökin voru að mestu brotin á bak aftur.Abu Bakr al-Baghdadi, eða Ibrahim Awad Ibrahim al-Badri al-Samarrai, tók við stjórn AQÍ, sem þá hét Islamic State in Iraq, ISI, árið 2010. Byggði hann samtökin hratt og örugglega upp að nýju. Þá sendi hann skósveina sína til Sýrlands, þar sem þeir stofnuðu deild al-Qaeda í Sýrlandi sem hét al-Nusra Front. Á næstu árum framdi ISI fjölmargar mannskæðar árásir í Írak sem beindust aðallega gegn sjítum. Í apríl 2013 lýsti Baghdadi yfir samruna ISIS og ANF og stofnun samtakanna Islamic State in Iraq and the Levant, eða ISIS. Leiðtogar ANF og móðursamtakanna al-Qaeda voru þó mótfallnir þessu og höfnuðu samrunanum.Hér má sjá útskýringarmyndband VOX sem fjallar um hverjir eru að berjast í Sýrlandi og á móti hverjum.Baghdadi átti þó marga hauka í horni hjá ANF og slitu margir vígamenn sig frá samtökunum og gengu til liðs við ISIS. Þannig voru ítök samtakanna enn sterk í austurhluta Sýrlands.Kalífadæmið stofnaðÍ desember 2013 náðu ISIS-liðar völdum í Falluja, en það var sumarið 2014 sem kom þeim á kortið, bókstaflega. Vígamenn samtakanna sóttu fram að landamærum sjálfstjórnarsvæðis Kúrda í norðri og nánast að útjaðri Bagdad í suðri. ISIS-liðar frömdu fjölmörg ódæði í skyndisókninni og mánuðina sem fylgdu. Þeir ógnuðu jafnvel tilveru minnihlutahópa eins og Jasída. Þúsundir kvenna og barna voru hneppt í ánauð. Þá frömdu þeir fjöldamorð á andstæðingum sínum og hafa margar fjöldagrafir fundist í norðurhluta Írak.Sjá einnig: Raunir Jasída - Kynlífsþrælkun, þjóðarmorð og misþyrming Eftir sigra ISIS sumarið 2014 steig Baghdadi í pontu í Nour al-Din moskunni í Mosul og lýsti yfir stofnun kalífadæmis Íslamska ríkisins í Írak og Sýrlandi.Að neðan má sjá þáttaröð VICE News um ISIS sem birt var í ágúst 2014. Þættirnir veita góða innsýn í aðstæður ISIS-liða þá. Vert er að vara við því að myndefnið gæti vakið óhug lesenda.Reynsla fólks af því að búa undir stjórn ISIS hefur ekki reynst jafn góð og margir reiknuðu með. Upprunalega var þeim víða tekið fagnandi af súnnítum í Írak vegna mikillar spillingar og innri átaka súnníta og sjíta í landinu. Súnnítar hafa lengi kvartað yfir því að stjórnvöld í Bagdad, sem leidd eru af sjítum, hafi ekki staðið sig nægilega vel í því að vernda súnníta.Vasarnir fullir af peningumÞegar írakski herinn flúði undan vígamönnunum skyldu þeir eftir brynvarða bíla, skriðdreka, vopn og ýmislegt fleira sem reyndist ISIS-liðum vel. Fram að áramótum stækkuðu þeir yfirráðasvæði sitt verulega. Þeir fóru ránshendi yfir yfirráðasvæði sín, rændu banka, fornminjum, íbúa öllu sem þeir komu höndum yfir. Þeir söfnuðu lausnarfé fyrir gísla og seldu jafnvel þræla. Þá nýttu samtökin ríkar olíulindir á yfirráðasvæðum sínum og seldu meðal annars í gegnum áratugagamalt smyglkerfi sem Saddam Hussein hafði komið upp til að komast hjá viðskiptaþvingunum. Tekjur ISIS voru gífurlega miklar og samtökin reyndu einnig að taka upp skattheimtu á yfirráðasvæðum sínum, byggja upp innviði, opna skóla og ýmislegt fleira. Samtökin nutu mikillar athygli á heimsvísu og áttu mikla peninga. Þau dreifðu áróðri víða á samfélagsmiðlum sem náði til margra og erlendir vígamenn streymdu til Sýrlands og Írak til að ganga til liðs við ISIS. Síðan þá hefur pressan á Íslamska ríkið aukist með hverri viku. Ódæði samtakanna leiddu til þess að vestræn ríki og bandamenn þeirra í Mið-Austurlöndum mynduðu bandalag gegn ISIS og hafa gert loftárásir á vígamann samtakanna. Írakskir Kúrdar, svokallaðar Peshmerga sveitir, stöðvuðu sókn þeirra í norðurhluta landsins og tóku jafnvel mikilvæg svæði af þeim eins og borgina Kirkuk og ríkar olíulindir. Írakski herinn og bandamenn þeirra hafa sótt fram gegn ISIS úr suðri og frelsað borgir eins og Fallujah, Tikrit og fleiri. Í Sýrlandi hafa ISIS-liðar barist við Sýrlenska Kúrda, YPG, uppreisnarmenn og stjórnarher Bashar al-Assad. Hér að neðan má sjá yfirlit yfir það hve miklu svæði íslamska ríkið tapaði í fyrra.How much territory has Daesh lost in 2016? Have a look at the @IHS Conflict Monitor map in our #MSCreport for #MSC2017! pic.twitter.com/nIwhfxFOpE— Security Conference (@MunSecConf) February 14, 2017 Íslamska ríkið hefur gripið til þess að hefna fyrir loftárásir gegn samtökunum með því að fremja hryðjuverkaárásir í vesturlöndum og víðar. Þar að auki hafa samtökin gripið til þess að hvetja aðila sem aðhyllast boðskap þeirra að fremja svokallaðar „Lone wolf“ árásir. Til þess beittu samtökin sömu leiðum og al-Qaeda hafði áður gert með því að birta og dreifa leiðbeiningum þar sem stuðningsmenn þeirra gátu lært að gera sprengjur og jafnvel valda sem mestum skaða með bílum, hnífum og öðrum aðferðum.Sumsé hófu samtökin að beita sömu aðferðum og þau beittu þegar Baghdadi byggði þau aftur upp eftir fall Zarqawi.Einbeita sér að Lone wolf árásum Írakski herinn vinnur nú að því að frelsa borgina Mosul, stærstu borgina sem ISIS hefur stjórnað. Sýrlenskir Kúrdar og bandamenn þeirra sitja um höfuðborg ISIS, Raqqa, í Sýrlandi. Tyrkir og bandamenn þeirra tóku borgina al-Bab af ISIS í norðvesturhluta Sýrlands og stjórnarher Bashar al-Assad og bandamenn þeirra hafa sótt gegn ISIS úr vestri. Stór hluti þeirrar sóknar var að króa Tyrki af.Sjá einnig: Bandaríkin fjölga hermönnum í Sýrlandi Olíuvinnsla ISIS hefur verið eyðilögð og aðrar tekjulindir þeirra eru að miklu leyti uppurnar. Skjöl sem hafa lent í höndum á aðilum sem berjast gegn samtökunum hafa sýnt að þau hafa átt í basli með að greiða vígamönnum sínum. Eins og áður hefur komið fram hefur dregið gífurlega úr flæði vígamanna til Sýrlands og Írak. Eftir því sem pressan hefur aukist gegn samtökunum hefur geta þeirra til að fremja hryðjuverkaárásir í Vesturlöndum farið minnkandi, en Lone wolf árásir hafa þó haldið áfram. Árásir samtakanna í Mið-Austurlöndum og þó sérstaklega í Írak hafa verið fjölmargar og mannskæðar.Upprisa ISIS og baráttan gegn samtökunum hefur komið verulega niður á almennum borgurum í Sýrlandi og í Írak.Vísir/AFPÞrengt er að Kalífadæminu úr öllum áttum og útlit er fyrir að endalok tilraunar Íslamska ríkisins, við rekstur ríkis, séu að nálgast. Því er vert að velta því fyrir sér hvað gerist næst. Munu hryðjuverkasamtökin deyja með Kalífadæminu? Eða munu þau hverfa aftur í skuggana og halda árásum sínum áfram á nýjan leik? Sérfræðingar sem hafa fylgst með samtökunum segja þau þegar byrjuð að vinna að því að færast yfir í skuggana og einbeita sér að því að fremja hryðjuverkaárásir. Skjöl sem hafa fundist á skrifstofum Kalífadæmisins gefa í skyn að forsvarsmenn ISIS vilji fremja árásir í þeim ríkjum sem hafa hvað helst verið að gera loftárásir gegn þeim. Það eru meðal annars Bandaríkin, Bretland og Ástralía. Takmarkað fjármagn þýðir þó að ISIS mun eiga erfitt með að skipuleggja og framkvæma slíkar árásir. Því hafa ISIS-liðar varið meiri tíma og orku í að kalla eftir áðurnefndum Lone wolf árásum, sem fela ekki í sér mikla skipulagningu og taka í raun lítið sem ekkert frá samtökunum sjálfum.Nýtir ISIS sér reynslu al-Qaeda?Einn möguleiki er að ISIS notfæri sér reynslu al-Qaeda í kjölfar innrásar Bandaríkjanna í Afganistan og margra ára stríði ríkisins gegn samtökunum. Fyrir árásirnar í New York í september 2001 voru hryðjuverkasamtökin nokkuð miðstýrð og samheldin. Í kjölfar árangurs Bandaríkjanna gegn AQ skiptust samtökin upp í marga smærri hópa og dreifðust allt frá Norður-Afríku til suðaustur Asíu. Það gæti reynst ISIS vel þar sem fjölmargir erlendir vígamenn gengu til liðs við samtökin. Þeir gætu mögulega snúið aftur heim til sín í Evrópu og Asíu og unnið að því að halda uppi nokkurs konar útibúum í heimalöndum sínum og framið þar hryðjuverkaárásir. Þá hafa vígahópar um heim allan lýst yfir hollustu við ISIS. Þar á meðal eru þrír hópar í Líbíu, Jemen, Egyptalandi, Boko Haram í Afríku, nokkrir hópar í Kákasusfjöllum, Filippseyjum og víðar. Hvernig framtíð Íslamska ríkisins lítur út veltur á gangi aðgerða gegn þeim í Sýrlandi og Írak og þá sérstaklega hve vel gengur að ná til leiðtoga samtakanna og handsama þá eða drepa. Baghdadi og aðrir æðstu leiðtogar samtakanna eru taldir vera í felum í eyðimörkinni á milli Írak og Sýrlands. Það er sama svæði og samtökin litu til, þegar þau hétu al-Qaeda in Iraq og voru nánast útmáð af Bandaríkjunum. Þaðan byggði Baghdadi samtökin upp í þá mynd sem við þekkjum í dag. Nú þegar vinna embættismenn í Bandaríkjunum og Írak að undirbúningi fyrir það að Íslamska ríkið hverfi aftur í skuggana. Þá hafa fregnir borist af því að ISIS-liðar séu að snúa sér aftur að hjartlandi sínu í Anbar héraði í Írak, þar sem meirihluti íbúa eru súnnítar. Það var í þessu héraði, og borgum eins og Fallujah og Ramadi, þar sem ISIS náði sinni upprunalegu fótfestu í Írak og þar sem AQÍ barðist hvað harðast gegn bandaríska hernum í kjölfar innrásarinnar árið 2003. Þar má finna borgir eins og Fallujah og Ramadi. Baghdadi og aðrir forsvarsmenn ISIS eru sagðir vera í felum í Anbarhéraði, nærri landamærum Sýrlands.Það mun ekki reynast nóg að berjast eingöngu gegn Íslamska ríkinu á vígvöllunum. Takast þarf á við aðstæðurnar sem leiða til þess að ungir súnnítar snúa sér til hryðjuverkasamtakanna. Sérstaklega þá gífurlegu spillingu sem grasserar í Írak og undirliggjandi átök á milli súnníta og sjíta. Sérfræðingar telja útlit fyrir mikil átök milli fylkinga í Írak og það eru átök sem ISIS-liðar vilja taka þátt í og magna upp. Framtíð ISIS veltur að miklu leyti á því hvernig stjórnvöldum í Bagdad gengur að sameina þjóðina og draga úr spillingu. Auk þess að nýta sér ástandið í Írak er talið að ISIS muni snúa sér að systursamtökum sínum víða um heim og leita skjóls meðal þeirra. Það má færa rök fyrir því að erfitt verði að útmá Íslamska ríkið að fullu, ef það er hægt yfir höfuð. Snákurinn hefur mörg höfuð, en framtíð ISIS mun velta á því hve mörg höfuð verða höggvin af þessum tiltekna snáki.