Aung San Suu Kyi vísar ásökunum um þjóðernishreinsanir á bug Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar 5. apríl 2017 23:54 Aung San Suu Kyi er handhafi friðarverðlauna Nóbels. Mynd:AFP Aung San Suu Kyi, leiðtogi Myanmar, hefur vísað ásökunum um kerfisbundna útrýmingu Rohingya-múslima í landinu á bug. Rohingya-múslimar eru minnihlutahópur sem hefst við í Rakhine héraði í Myanmar (áður Búrma). Greint hefur verið frá ofsóknum í þeirra garð í fjölmiðlum undanfarin misseri en samkvæmt heimildum BBC hafa 70 þúsund Rohingya-múslimar þurft að flýja yfir landamærin til Bangladesh vegna aðgerða búrmíska hersins. Þess auki hafa að minnsta kosti 86 verið myrtir. Suu Kyi viðurkenndi í einkaviðtali við BBC í dag að vandamál væru til staðar í Rakhine héraði en taldi að ekki væri um þjóðernishreinsanir að ræða. „Það er allt of djúpt tekið í árinni að kalla þetta þjóðernishreinsanir,“ sagði hún. Suu Kyi bætti því við að fjandskapur ríkti almennt í héraðinu og þá einnig meðal múslima innbyrðis. Þá taldi Suu Kyi að ekki væri óalgengt að múslimar myrtu aðra múslima ef þeir teldu að þeir væru stjórnvöldum hliðhollir. Suu Kyi hefur hingað til þagað um meintar þjóðernishreinsanir og hefur fálæti hennar verið gagnrýnt. Í viðtalinu við BBC kvaðst Suu Kiy margsinnis hafa svarað spurningum blaðamanna um þjóðernishreinsanirnar og að ekki væri satt að hún hafi þagað um þær. „Ég hef verið spurð þessara spurninga frá því að hrina af vandamálum braust út í Rakhine héraði. Þeir [blaðamennirnir] spurðu mig spurninga og ég svaraði þeim. Samt segir fólk að ég hefði þagað. Ástæðan er einfaldlega sú að yfirlýsingar mínar voru fólkinu ekki að skapi enda fólu þær ekki í sér að ég fordæmdi einn þjóðflokk eða annan,“ sagði Suu Kiy í viðtalinu. Aung San Suu Kiy hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 1991 en sat í stofufangelsi þegar hún veitti verðlaununum viðtöku. Verðlaunin fékk hún vegna áratugalangrar baráttu gegn herforingjastjórnni í Myanmar (þá Búrma). Sameinuðu þjóðirnar tilkynntu í síðasta mánuði að málið yrði tekið til sérstakrar rannsóknar vegna meintra mannréttindabrota. Mjanmar Róhingjar Tengdar fréttir Sögulegur landvinningur Coca-Cola Stærsti gosdrykkjaframleiðandi veraldar, Coca-Cola, mun hefja innflutning og sölu á gosdrykknum sívinsæla í Myanmar (áður Búrma) á næstu vikum. 14. júní 2012 23:30 Aung San Suui Kyi hugsanlega frjáls í dag Stuðningsmenn Aung San Suui Kyi leiðtoga lýðræðissinna í Búrma, eða Myanmar, hafa safnast saman skammt frá heimili hennar eftir að fregnir bárust af því að hún kynni að verða látin laus út stofufangelsi. 13. nóvember 2010 09:47 Gylfi ávarpaði Aung San Suu Kyi Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ ávarpaði í dag friðarverðlaunahafa Nóbels, Aung San Suu Kyi fyrrum leiðtoga stjórnarandstöðunnar í Búrma (nú Myanmar). 14. júní 2012 22:00 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Sjá meira
Aung San Suu Kyi, leiðtogi Myanmar, hefur vísað ásökunum um kerfisbundna útrýmingu Rohingya-múslima í landinu á bug. Rohingya-múslimar eru minnihlutahópur sem hefst við í Rakhine héraði í Myanmar (áður Búrma). Greint hefur verið frá ofsóknum í þeirra garð í fjölmiðlum undanfarin misseri en samkvæmt heimildum BBC hafa 70 þúsund Rohingya-múslimar þurft að flýja yfir landamærin til Bangladesh vegna aðgerða búrmíska hersins. Þess auki hafa að minnsta kosti 86 verið myrtir. Suu Kyi viðurkenndi í einkaviðtali við BBC í dag að vandamál væru til staðar í Rakhine héraði en taldi að ekki væri um þjóðernishreinsanir að ræða. „Það er allt of djúpt tekið í árinni að kalla þetta þjóðernishreinsanir,“ sagði hún. Suu Kyi bætti því við að fjandskapur ríkti almennt í héraðinu og þá einnig meðal múslima innbyrðis. Þá taldi Suu Kyi að ekki væri óalgengt að múslimar myrtu aðra múslima ef þeir teldu að þeir væru stjórnvöldum hliðhollir. Suu Kyi hefur hingað til þagað um meintar þjóðernishreinsanir og hefur fálæti hennar verið gagnrýnt. Í viðtalinu við BBC kvaðst Suu Kiy margsinnis hafa svarað spurningum blaðamanna um þjóðernishreinsanirnar og að ekki væri satt að hún hafi þagað um þær. „Ég hef verið spurð þessara spurninga frá því að hrina af vandamálum braust út í Rakhine héraði. Þeir [blaðamennirnir] spurðu mig spurninga og ég svaraði þeim. Samt segir fólk að ég hefði þagað. Ástæðan er einfaldlega sú að yfirlýsingar mínar voru fólkinu ekki að skapi enda fólu þær ekki í sér að ég fordæmdi einn þjóðflokk eða annan,“ sagði Suu Kiy í viðtalinu. Aung San Suu Kiy hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 1991 en sat í stofufangelsi þegar hún veitti verðlaununum viðtöku. Verðlaunin fékk hún vegna áratugalangrar baráttu gegn herforingjastjórnni í Myanmar (þá Búrma). Sameinuðu þjóðirnar tilkynntu í síðasta mánuði að málið yrði tekið til sérstakrar rannsóknar vegna meintra mannréttindabrota.
Mjanmar Róhingjar Tengdar fréttir Sögulegur landvinningur Coca-Cola Stærsti gosdrykkjaframleiðandi veraldar, Coca-Cola, mun hefja innflutning og sölu á gosdrykknum sívinsæla í Myanmar (áður Búrma) á næstu vikum. 14. júní 2012 23:30 Aung San Suui Kyi hugsanlega frjáls í dag Stuðningsmenn Aung San Suui Kyi leiðtoga lýðræðissinna í Búrma, eða Myanmar, hafa safnast saman skammt frá heimili hennar eftir að fregnir bárust af því að hún kynni að verða látin laus út stofufangelsi. 13. nóvember 2010 09:47 Gylfi ávarpaði Aung San Suu Kyi Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ ávarpaði í dag friðarverðlaunahafa Nóbels, Aung San Suu Kyi fyrrum leiðtoga stjórnarandstöðunnar í Búrma (nú Myanmar). 14. júní 2012 22:00 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Sjá meira
Sögulegur landvinningur Coca-Cola Stærsti gosdrykkjaframleiðandi veraldar, Coca-Cola, mun hefja innflutning og sölu á gosdrykknum sívinsæla í Myanmar (áður Búrma) á næstu vikum. 14. júní 2012 23:30
Aung San Suui Kyi hugsanlega frjáls í dag Stuðningsmenn Aung San Suui Kyi leiðtoga lýðræðissinna í Búrma, eða Myanmar, hafa safnast saman skammt frá heimili hennar eftir að fregnir bárust af því að hún kynni að verða látin laus út stofufangelsi. 13. nóvember 2010 09:47
Gylfi ávarpaði Aung San Suu Kyi Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ ávarpaði í dag friðarverðlaunahafa Nóbels, Aung San Suu Kyi fyrrum leiðtoga stjórnarandstöðunnar í Búrma (nú Myanmar). 14. júní 2012 22:00