Erlent

Fyrirskipa rannsókn vegna aurskriðanna í Kólumbíu

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Á þriðja hundrað manns létust eftir að aurskriðan féll síðastliðinn laugardag.
Á þriðja hundrað manns létust eftir að aurskriðan féll síðastliðinn laugardag. vísir/afp
Yfirvöld í Kólumbíu hafa fyrirskipað rannsókn vegna aurskriðanna sem féllu í suðurhluta landsins um síðastliðna helgi. Rannsakað verður hvort byggingarreglugerð hafi verið framfylgt og hvort stjórnvöld hafi haft sig nógu mikið í frammi við fyrirbyggjandi aðgerðir vegna hugsanlegra náttúruhamfara.

Minnst 290 eru látnir eftir aurskriðuna sem féll á laugardag. Yfir 330 manns eru slasaðir og sama fjölda er saknað. Þá hafa á þriðja þúsund manns misst heimili sín .

Önnur aðskilin rannsókn er þegar hafin en hún snýr að því hvort héraðsstjórinn, borgarstjórinn og forverar þeirra hafi sinnt skyldum sínum með fullnægjandi hætti.

Sérfræðingar, ríkisstofnanir og náttúrusamtök höfðu varað við mögulegum flóðum um árabil. Íbúar eru sagðir hafa verið meðvitaðir um viðvaranirnar, en hunsað þær.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×