Ríkja þeir ungu áfram á Augusta? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. apríl 2017 06:30 Jordan Spieth kastaði frá sér sigrinum á Mastersmótinu í fyrra og þurfti síðan að klæða sigurvegarann, Danny Willett, í græna jakkann enda hlutverk sigurvegara ársins á undan. vísir/getty Aprílmánuður er runninn upp og um leið gósentíð fyrir golfáhugamenn úti um allan heim. Fyrsta risamót ársins er einn af hápunktum golfársins þar sem augu flestra íþróttaáhugamanna eru á Augusta-vellinum í Georgíu-fylki. Íslendingar fá þetta sögulega golfmót beint í æð á Golfstöðinni og er búist við spennandi keppni þar sem margir eru kallaðir. Golfáhugamenn eru fyrir löngu hættir að pæla í Tiger Woods sem missir af enn einu risamótinu vegna meiðsla en í hans stað eru komnir upp ungir frábærir kylfingar sem hafa fyrir löngu tekið við keflinu.Erfitt að standast pressuna Það er hins vegar ekki auðvelt að vera með pressuna á sér fyrir Mastersmótið sem sést vel á því að sá sigurstranglegasti hefur ekki unnið mótið síðan Tiger Woods vann árið 2005. Sá sem margir horfa til að þessu sinni er Dustin Johnson, efsti maður á heimslistanum. Dustin Johnson hefur spilað frábærlega undanfarna níu mánuði. Hann getur ekki hætt að vinna golfmót og er á toppi ferilsins bæði líkamlega og andlega. Dustin hefur líka verið meðal efstu mann á Mastersmótinu undanfarin tvö ár, varð í sjötta sæti 2015 og í fjórða sæti í fyrra. Dustin fylgdi eftir Mastersmótinu í fyrra með því að vinna sitt fyrsta risamót á opna bandaríska í júní. Hann hefur unnið sjö af 17 mótum sem hann hefur keppt á síðan.Golf er fyndin íþrótt „Golf er fyndin íþrótt. Það skiptir engu máli hversu vel þú ert að spila þú getur samt sem áður ekki unnið. Ef ég á að vinna hér þá verður allt að ganga upp hjá mér. Ég kem samt inn á mótið með mikið sjálfstraust eftir góða spilamennsku síðustu vikurnar,“ sagði Johnson. Dustin Johnson hefur ekki enn fengið að klæðast græna jakkanum og annar frábær kylfingur í þeim hópi er Norður-Írinn Rory McIlroy. Rory McIlroy hefur ekki aðeins tækifæri til að vinna Mastersmótið í fyrsta sinn því hann getur með sigri lokað risamótahringnum.Lokar hann hringnum? McIlroy hefur unnið öll hin risamótin eða opna bandaríska (2011), opna breska (2014) og PGA-meistaramótið (2012 og 2014). Það hefur aðeins fimm öðrum kylfingum tekist að vinna öll risamótin og þeir eru Jack Nicklaus, Tiger Woods, Gene Sarazen, Gary Player og Ben Hogan. McIlroy hefur verið á topp tíu á síðustu þremur Mastersmótum en besti árangur hans er fimmta sætið 2015. Rory McIlroy er aðeins 27 ára gamall og gæti því haldið við hefð síðustu tveggja ára þar sem sigurvegararnir hafa verið á þrítugsaldri. Það hefur aldrei gerst þrjú ár í röð í 83 ára sögu Mastersmótsins sem er nú haldið í 81. sinn. Menn búast ekki við miklu af Englendingnum Danny Willett sem vann mjög óvænt í fyrra. Það er hins vegar ekki sömu sögu að segja af Jordan Spieth, sigurvegaranum frá 2015.grafík/fréttablaðiðAlgjört klúður hjá Spieth Spieth var reyndar á góðri leið með að vinna annað árið í röð með fimm högga forskot á lokadeginum. Spieth brann yfir í lokin, tapaði sex höggum á aðeins þremur holum og missti titilinn til Willetts. Þessi 23 ára gamli kylfingur hafði ári fyrr jafnað met Tigers Woods með því að klára mótið á átján höggum undir pari. Spieth hefur samt aldrei endað neðar en í öðru sæti í þeim þremur Mastersmótum sem hann hefur tekið þátt í á ferlinum. Það fer ekkert á milli mála að Augusta-völlurinn var hans völlur eða alla vega fram á tíundu holu á fjórða hring fyrir einu ári. „Sama hvað gerist í ár, hvort sem ég vinn græna jakkann aftur eða næ ekki niðurskurðinum þá verður gott að komast í gegnum Mastersmótið í ár. Mastersmótið lifir í eitt ár og það dregur fólk að skjánum sem almennt horfir ekki á golf. Það verður því gott að ljúka af mótinu í ár,“ segir Jordan Spieth og það fer ekkert á milli mála að martraðarendirinn í fyrra hefur plagað hann í tólf mánuði. Á sama tíma hefur hann dottið niður í sjötta sæti heimslistans en fær nú frábært tækifæri til að eyða út slæmum minningum frá sunnudeginum 10. apríl 2016. Annar sterkur kylfingur sem er hvorki orðinn þrítugur eða hefur fengið að klæðast græna jakkanum er Ástralinn Jason Day. Day er 29 ára gamall en hann brotnaði niður fyrir aðeins tveimur vikum þegar hann dró sig úr keppni til að verja tíma með móður sinni sem glímir við lungnakrabbamein. „Það hefur verið mikið í gangi hjá mér á þessu ári sem hefur tekið huga minn frá golfinu. Golf var það síðasta sem ég var að hugsa um þegar ég frétti af veikindum móður minnar en ég er á miklu betri stað núna,“ sagði Jason Day. Hann hefur verið í öðru sæti (2011) og þriðja sæti (2013) á Mastersmótinu en aldrei unnið.18 af 94 kylfingum eiga jakka Margir fleiri koma til greina eins og reynsluboltarnir Phil Mickelson og Justin Rose. Bubba Watson hefur unnið Mastersmótið tvisvar (2012 og 2014) og Adam Scott vann í millitíðinni. Alls frá 94 kylfingar tækifæri í ár til að komast yfir græna jakkann eftirsótta en átján af þeim hafa unnið hann áður. Í íþróttum er einna erfiðast að spá fyrir um sigurvegara á risamóti og Mastersmótið er langt frá því að vera það auðveldasta af þeim fjórum. Sigurvegarinn í fyrra, Englendingurinn Danny Willett, er gott dæmi um það. Ævintýrin á Augusta eru mörg og þótt þá stóru dreymi um græna jakkann þá endar hann oft á herðum lítt þekktra kylfinga. Hvernig sem fer þá fylgjast allir golfáhugamenn spenntir með. Golf Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Aprílmánuður er runninn upp og um leið gósentíð fyrir golfáhugamenn úti um allan heim. Fyrsta risamót ársins er einn af hápunktum golfársins þar sem augu flestra íþróttaáhugamanna eru á Augusta-vellinum í Georgíu-fylki. Íslendingar fá þetta sögulega golfmót beint í æð á Golfstöðinni og er búist við spennandi keppni þar sem margir eru kallaðir. Golfáhugamenn eru fyrir löngu hættir að pæla í Tiger Woods sem missir af enn einu risamótinu vegna meiðsla en í hans stað eru komnir upp ungir frábærir kylfingar sem hafa fyrir löngu tekið við keflinu.Erfitt að standast pressuna Það er hins vegar ekki auðvelt að vera með pressuna á sér fyrir Mastersmótið sem sést vel á því að sá sigurstranglegasti hefur ekki unnið mótið síðan Tiger Woods vann árið 2005. Sá sem margir horfa til að þessu sinni er Dustin Johnson, efsti maður á heimslistanum. Dustin Johnson hefur spilað frábærlega undanfarna níu mánuði. Hann getur ekki hætt að vinna golfmót og er á toppi ferilsins bæði líkamlega og andlega. Dustin hefur líka verið meðal efstu mann á Mastersmótinu undanfarin tvö ár, varð í sjötta sæti 2015 og í fjórða sæti í fyrra. Dustin fylgdi eftir Mastersmótinu í fyrra með því að vinna sitt fyrsta risamót á opna bandaríska í júní. Hann hefur unnið sjö af 17 mótum sem hann hefur keppt á síðan.Golf er fyndin íþrótt „Golf er fyndin íþrótt. Það skiptir engu máli hversu vel þú ert að spila þú getur samt sem áður ekki unnið. Ef ég á að vinna hér þá verður allt að ganga upp hjá mér. Ég kem samt inn á mótið með mikið sjálfstraust eftir góða spilamennsku síðustu vikurnar,“ sagði Johnson. Dustin Johnson hefur ekki enn fengið að klæðast græna jakkanum og annar frábær kylfingur í þeim hópi er Norður-Írinn Rory McIlroy. Rory McIlroy hefur ekki aðeins tækifæri til að vinna Mastersmótið í fyrsta sinn því hann getur með sigri lokað risamótahringnum.Lokar hann hringnum? McIlroy hefur unnið öll hin risamótin eða opna bandaríska (2011), opna breska (2014) og PGA-meistaramótið (2012 og 2014). Það hefur aðeins fimm öðrum kylfingum tekist að vinna öll risamótin og þeir eru Jack Nicklaus, Tiger Woods, Gene Sarazen, Gary Player og Ben Hogan. McIlroy hefur verið á topp tíu á síðustu þremur Mastersmótum en besti árangur hans er fimmta sætið 2015. Rory McIlroy er aðeins 27 ára gamall og gæti því haldið við hefð síðustu tveggja ára þar sem sigurvegararnir hafa verið á þrítugsaldri. Það hefur aldrei gerst þrjú ár í röð í 83 ára sögu Mastersmótsins sem er nú haldið í 81. sinn. Menn búast ekki við miklu af Englendingnum Danny Willett sem vann mjög óvænt í fyrra. Það er hins vegar ekki sömu sögu að segja af Jordan Spieth, sigurvegaranum frá 2015.grafík/fréttablaðiðAlgjört klúður hjá Spieth Spieth var reyndar á góðri leið með að vinna annað árið í röð með fimm högga forskot á lokadeginum. Spieth brann yfir í lokin, tapaði sex höggum á aðeins þremur holum og missti titilinn til Willetts. Þessi 23 ára gamli kylfingur hafði ári fyrr jafnað met Tigers Woods með því að klára mótið á átján höggum undir pari. Spieth hefur samt aldrei endað neðar en í öðru sæti í þeim þremur Mastersmótum sem hann hefur tekið þátt í á ferlinum. Það fer ekkert á milli mála að Augusta-völlurinn var hans völlur eða alla vega fram á tíundu holu á fjórða hring fyrir einu ári. „Sama hvað gerist í ár, hvort sem ég vinn græna jakkann aftur eða næ ekki niðurskurðinum þá verður gott að komast í gegnum Mastersmótið í ár. Mastersmótið lifir í eitt ár og það dregur fólk að skjánum sem almennt horfir ekki á golf. Það verður því gott að ljúka af mótinu í ár,“ segir Jordan Spieth og það fer ekkert á milli mála að martraðarendirinn í fyrra hefur plagað hann í tólf mánuði. Á sama tíma hefur hann dottið niður í sjötta sæti heimslistans en fær nú frábært tækifæri til að eyða út slæmum minningum frá sunnudeginum 10. apríl 2016. Annar sterkur kylfingur sem er hvorki orðinn þrítugur eða hefur fengið að klæðast græna jakkanum er Ástralinn Jason Day. Day er 29 ára gamall en hann brotnaði niður fyrir aðeins tveimur vikum þegar hann dró sig úr keppni til að verja tíma með móður sinni sem glímir við lungnakrabbamein. „Það hefur verið mikið í gangi hjá mér á þessu ári sem hefur tekið huga minn frá golfinu. Golf var það síðasta sem ég var að hugsa um þegar ég frétti af veikindum móður minnar en ég er á miklu betri stað núna,“ sagði Jason Day. Hann hefur verið í öðru sæti (2011) og þriðja sæti (2013) á Mastersmótinu en aldrei unnið.18 af 94 kylfingum eiga jakka Margir fleiri koma til greina eins og reynsluboltarnir Phil Mickelson og Justin Rose. Bubba Watson hefur unnið Mastersmótið tvisvar (2012 og 2014) og Adam Scott vann í millitíðinni. Alls frá 94 kylfingar tækifæri í ár til að komast yfir græna jakkann eftirsótta en átján af þeim hafa unnið hann áður. Í íþróttum er einna erfiðast að spá fyrir um sigurvegara á risamóti og Mastersmótið er langt frá því að vera það auðveldasta af þeim fjórum. Sigurvegarinn í fyrra, Englendingurinn Danny Willett, er gott dæmi um það. Ævintýrin á Augusta eru mörg og þótt þá stóru dreymi um græna jakkann þá endar hann oft á herðum lítt þekktra kylfinga. Hvernig sem fer þá fylgjast allir golfáhugamenn spenntir með.
Golf Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira