IKEA byggir blokk til að missa ekki starfsfólk Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 5. apríl 2017 14:35 Svona mun blokkin koma til með að líta út. Mynd/Íbúðalánasjóður IKEA á Íslandi stendur nú fyrir byggingu fjölbýlishúss með 36 litlum og hagkvæmum leiguíbúðum í Urriðaholtinu í Garðabæ fyrir starfsfólk sitt. Einnig kemur til greina að leigja stúdentum og jafnvel starfsfólki Costco íbúðir í húsinu. Áætlað er að blokkin verði tilbúin á næsta ári. Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA, sagði frá verkefninu á nýafstöðnu málþingi Íbúðalánasjóðs um byggingu hagkvæmra íbúða. Tilgangurinn með byggingunni er að halda í starfsfólk og mæta vanda þess fyrir húsnæði.Dæmi um teikningu af íbúðum í blokkinni.Mynd/ÍbúðalánasjóðurÞórarinn segir húsnæðismál starfsfólks einnig vera mál atvinnurekenda. „Framtíðarvígvöllur fyrirtækja í framlínurekstri, t.a.m smásölufyrirtækja, verður um hæft starfsfólk. Sá sem nær til sín og heldur hæfasta starfsfólkinu stendur uppi sem sigurvegari. Við höfum ítrekað orðið fyrir því að hæft starfsfólk hefur látið af störfum hjá okkur vegna vandamála sem tengjast húsnæði á einn eða annan hátt,“ sagði Þórarinn meðal annars í erindi sínu. „Fólk hefur hætt hjá okkur af því að það hefur þurft að flytja og endað á stað þar sem það nær ekki lengur strætó í vinnuna. Ef manni er annt um starfsfólkið sitt þá vill maður aðstoða það á þessum erfiða húsnæðismarkaði.“Minnstu íbúðirnar á 100 þúsund á mánuði Hjá IKEA starfa 350 manns og hyggst fyrirtækið fjölga starfsfólki í 450 á næstu árum. Þórarinn sagði hátt hlutfall starfsfólksins vera ungt fólk eða innflytjendur og væru margir á hrakhólum varðandi húsnæði. Fjölbýlishúsið sem IKEA hyggst láta reisa mun standa við Urriðaholtsstræti 10-12. Fasteignafélag tengt fyrirtækinu á og rekur húsið og gert er ráð fyrir að það verði tilbúið á síðari hluta næsta árs. Um er að ræða fimm hæða hús þar sem fjórar efstu hæðirnar eru með smáíbúðum en sú neðsta er atvinnuhúsnæði í bland við geymslur fyrir íbúðirnar á efri hæð. Leiguverð minnstu íbúðanna verður undir 100 þúsund krónum. „Það er minna en fólk er að greiða fyrir greni hér og þar í bænum,“ segir Þórarinn.Þórarinn Ævarsson framkvæmdastjóri IKEA á ÍslandiMynd/ÍbúðalánasjóðurFrá málþingi Íbúðalánasjóðs.Mynd/Íbúðalánasjóður Mest lesið Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Andri Sævar og Svava til Daga Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Sjá meira
IKEA á Íslandi stendur nú fyrir byggingu fjölbýlishúss með 36 litlum og hagkvæmum leiguíbúðum í Urriðaholtinu í Garðabæ fyrir starfsfólk sitt. Einnig kemur til greina að leigja stúdentum og jafnvel starfsfólki Costco íbúðir í húsinu. Áætlað er að blokkin verði tilbúin á næsta ári. Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA, sagði frá verkefninu á nýafstöðnu málþingi Íbúðalánasjóðs um byggingu hagkvæmra íbúða. Tilgangurinn með byggingunni er að halda í starfsfólk og mæta vanda þess fyrir húsnæði.Dæmi um teikningu af íbúðum í blokkinni.Mynd/ÍbúðalánasjóðurÞórarinn segir húsnæðismál starfsfólks einnig vera mál atvinnurekenda. „Framtíðarvígvöllur fyrirtækja í framlínurekstri, t.a.m smásölufyrirtækja, verður um hæft starfsfólk. Sá sem nær til sín og heldur hæfasta starfsfólkinu stendur uppi sem sigurvegari. Við höfum ítrekað orðið fyrir því að hæft starfsfólk hefur látið af störfum hjá okkur vegna vandamála sem tengjast húsnæði á einn eða annan hátt,“ sagði Þórarinn meðal annars í erindi sínu. „Fólk hefur hætt hjá okkur af því að það hefur þurft að flytja og endað á stað þar sem það nær ekki lengur strætó í vinnuna. Ef manni er annt um starfsfólkið sitt þá vill maður aðstoða það á þessum erfiða húsnæðismarkaði.“Minnstu íbúðirnar á 100 þúsund á mánuði Hjá IKEA starfa 350 manns og hyggst fyrirtækið fjölga starfsfólki í 450 á næstu árum. Þórarinn sagði hátt hlutfall starfsfólksins vera ungt fólk eða innflytjendur og væru margir á hrakhólum varðandi húsnæði. Fjölbýlishúsið sem IKEA hyggst láta reisa mun standa við Urriðaholtsstræti 10-12. Fasteignafélag tengt fyrirtækinu á og rekur húsið og gert er ráð fyrir að það verði tilbúið á síðari hluta næsta árs. Um er að ræða fimm hæða hús þar sem fjórar efstu hæðirnar eru með smáíbúðum en sú neðsta er atvinnuhúsnæði í bland við geymslur fyrir íbúðirnar á efri hæð. Leiguverð minnstu íbúðanna verður undir 100 þúsund krónum. „Það er minna en fólk er að greiða fyrir greni hér og þar í bænum,“ segir Þórarinn.Þórarinn Ævarsson framkvæmdastjóri IKEA á ÍslandiMynd/ÍbúðalánasjóðurFrá málþingi Íbúðalánasjóðs.Mynd/Íbúðalánasjóður
Mest lesið Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Andri Sævar og Svava til Daga Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Sjá meira