Rory treystir á ráð frá Jack Nicklaus Henry Birgir Gunnarsson skrifar 5. apríl 2017 16:00 Rory æfir á Augusta í gær en þar er hann nánast búinn að tjalda síðustu tvær vikur. vísir/getty Norður-Írinn Rory McIlroy er tilbúinn fyrir fyrsta risamót ársins í golfinu, Masters, sem hefst á morgun. Þessi magnaði kylfingur hefur æft eins og brjálæðingur fyrir mótið og er búinn að ná 99 holum á Augusta síðustu daga. Masters er eina risamótið sem hann hefur ekki unnið. Rory hefur misst þó nokkuð úr af árinu vegna meiðsla en segir að sér líði vel núna. „Mér líður mjög vel og hef æft mjög vel síðustu tíu daga. Ég er búinn að ná 99 holum hérna á tveim vikum og finnst ég vera tilbúinn í þessa áskorun,“ sagði McIlroy en hann sótti líka góð ráð til goðsagnarinnar Jack Nicklaus sem var hlutskarpastur á Masters sex sinnum á sínum ferli. „Ég hef verið að reyna of mikið á þessu móti í stað þess að halda ró minni. Jack sagði það líka við mig og það hefur líklega orðið þess valdandi að ég missti af tveimur grænum jökkum. Jack segir að völlurinn freisti manns til að taka of miklar áhættur og það verður að passa.“ Mótið verður í beinni á Golfstöðinni. Par 3 mótið er í kvöld og hefst útsending klukkan 19.00. Útsending frá mótinu sjálfu hefst svo klukkan 18.45 á morgun. Þá verður 15 mínútna kynningarþáttur áður en byrjað verður að sýna beint. Golf Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Glugginn lokast: Landar Arsenal framherja? Enski boltinn Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Handbolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Norður-Írinn Rory McIlroy er tilbúinn fyrir fyrsta risamót ársins í golfinu, Masters, sem hefst á morgun. Þessi magnaði kylfingur hefur æft eins og brjálæðingur fyrir mótið og er búinn að ná 99 holum á Augusta síðustu daga. Masters er eina risamótið sem hann hefur ekki unnið. Rory hefur misst þó nokkuð úr af árinu vegna meiðsla en segir að sér líði vel núna. „Mér líður mjög vel og hef æft mjög vel síðustu tíu daga. Ég er búinn að ná 99 holum hérna á tveim vikum og finnst ég vera tilbúinn í þessa áskorun,“ sagði McIlroy en hann sótti líka góð ráð til goðsagnarinnar Jack Nicklaus sem var hlutskarpastur á Masters sex sinnum á sínum ferli. „Ég hef verið að reyna of mikið á þessu móti í stað þess að halda ró minni. Jack sagði það líka við mig og það hefur líklega orðið þess valdandi að ég missti af tveimur grænum jökkum. Jack segir að völlurinn freisti manns til að taka of miklar áhættur og það verður að passa.“ Mótið verður í beinni á Golfstöðinni. Par 3 mótið er í kvöld og hefst útsending klukkan 19.00. Útsending frá mótinu sjálfu hefst svo klukkan 18.45 á morgun. Þá verður 15 mínútna kynningarþáttur áður en byrjað verður að sýna beint.
Golf Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Glugginn lokast: Landar Arsenal framherja? Enski boltinn Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Handbolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira