Wehrlein ekki með í Kína Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 4. apríl 2017 17:15 Antonio Giovinazzi í Sauber bílnum í Ástralíu. Vísir/Getty Pascal Wehrlein, ökumaður Sauber liðsins í Formúlu 1, verður ekki með í kínverska kappakstrinum um komandi helgi. Antonio Giovinazzi fær því annað tækifæri eftir frábæra fumraun í Ástralíu. Wehrlein varð fyrir meiðslum í keppni meistaranna í upphafi árs og missti úr æfingum sínum fyrir tímabilið í kjölfarið. Ökumaðurinn segir að hann sé ekki fullkomlega undirbúinn og því vilji hann ekki taka þátt í keppni fyrr en hann viti að hann geti gert sitt besta. Wehrlein mun taka þátt á föstudagsæfingum en ekki meira en það. Antonio Giovinazzi færi því annað tækifæri til að sýna hvað í honum býr. Ítalski ökumaðurinn er að stíga sín fyrstu skref í Formúlu 1. Hann er á samning hjá Ferrari sem þriðji ökumaður liðsins. Giovinazzi þykir hafa staðið sig með eindæmu vel í Ástralíu þar sem hann hafði lítinn sem engan fyrirvara fyrir keppnina til að undirbúa sig og var næstum búinn að koma Sauber bílnum í aðra lotu tímatökunnar. Í keppninni endaði hann 12. Það verður spennandi að sjá hvort Giovinazzi geti gert enn betur um helgina. Formúla Tengdar fréttir Wolff: Ferrari bíllinn var fljótari Liðsstjóri Mercedes, Toto Wolff segir að Ferrari bíllinn hafi verið fljótari en Mercedes bíllinn í Ástralíu í fyrstu keppni tímabilsins. 30. mars 2017 17:15 FIA fundar um framtíð véla í Formúlu 1 FIA, alþjóða akstursíþróttasambandið boðar til fundar með núverandi og mögulegum framtíðar vélaframleiðendum í Formúlu 1. Efni fundarins eru vélar framtíðarinnar. 31. mars 2017 17:45 Bílskúrinn: Ágætis byrjun í Ástralíu Formúlu 1 tímabilið hófst á nýjan leik í Ástralíu um helgina. Sebastian Vettel á Ferrari kom fyrstur í mark í spennandi keppni sem lofar góðu fyrir tímabilið. 29. mars 2017 17:00 Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Enski boltinn Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Sport Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Pascal Wehrlein, ökumaður Sauber liðsins í Formúlu 1, verður ekki með í kínverska kappakstrinum um komandi helgi. Antonio Giovinazzi fær því annað tækifæri eftir frábæra fumraun í Ástralíu. Wehrlein varð fyrir meiðslum í keppni meistaranna í upphafi árs og missti úr æfingum sínum fyrir tímabilið í kjölfarið. Ökumaðurinn segir að hann sé ekki fullkomlega undirbúinn og því vilji hann ekki taka þátt í keppni fyrr en hann viti að hann geti gert sitt besta. Wehrlein mun taka þátt á föstudagsæfingum en ekki meira en það. Antonio Giovinazzi færi því annað tækifæri til að sýna hvað í honum býr. Ítalski ökumaðurinn er að stíga sín fyrstu skref í Formúlu 1. Hann er á samning hjá Ferrari sem þriðji ökumaður liðsins. Giovinazzi þykir hafa staðið sig með eindæmu vel í Ástralíu þar sem hann hafði lítinn sem engan fyrirvara fyrir keppnina til að undirbúa sig og var næstum búinn að koma Sauber bílnum í aðra lotu tímatökunnar. Í keppninni endaði hann 12. Það verður spennandi að sjá hvort Giovinazzi geti gert enn betur um helgina.
Formúla Tengdar fréttir Wolff: Ferrari bíllinn var fljótari Liðsstjóri Mercedes, Toto Wolff segir að Ferrari bíllinn hafi verið fljótari en Mercedes bíllinn í Ástralíu í fyrstu keppni tímabilsins. 30. mars 2017 17:15 FIA fundar um framtíð véla í Formúlu 1 FIA, alþjóða akstursíþróttasambandið boðar til fundar með núverandi og mögulegum framtíðar vélaframleiðendum í Formúlu 1. Efni fundarins eru vélar framtíðarinnar. 31. mars 2017 17:45 Bílskúrinn: Ágætis byrjun í Ástralíu Formúlu 1 tímabilið hófst á nýjan leik í Ástralíu um helgina. Sebastian Vettel á Ferrari kom fyrstur í mark í spennandi keppni sem lofar góðu fyrir tímabilið. 29. mars 2017 17:00 Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Enski boltinn Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Sport Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Wolff: Ferrari bíllinn var fljótari Liðsstjóri Mercedes, Toto Wolff segir að Ferrari bíllinn hafi verið fljótari en Mercedes bíllinn í Ástralíu í fyrstu keppni tímabilsins. 30. mars 2017 17:15
FIA fundar um framtíð véla í Formúlu 1 FIA, alþjóða akstursíþróttasambandið boðar til fundar með núverandi og mögulegum framtíðar vélaframleiðendum í Formúlu 1. Efni fundarins eru vélar framtíðarinnar. 31. mars 2017 17:45
Bílskúrinn: Ágætis byrjun í Ástralíu Formúlu 1 tímabilið hófst á nýjan leik í Ástralíu um helgina. Sebastian Vettel á Ferrari kom fyrstur í mark í spennandi keppni sem lofar góðu fyrir tímabilið. 29. mars 2017 17:00