Allir í spreng í Útvarpshúsinu Jakob Bjarnar skrifar 4. apríl 2017 11:01 Vart má á milli sjá hvort óvirk klósett eða kaffileysi fari meira fyrir brjóstið á RUV-urum. Vísir/Ernir Neyðarástand ríkir nú í Útvarpshúsinu við Efstaleiti. Kaldavatnið er farið af húsinu en gröfumenn tóku í sundur leiðslu í framkvæmdum sem eru við húsið, eftir að RUV ohf seldi bita af lóð sinni til að fjármagna starfsemina. Ekkert kalt vatn er í klósetti né vöskum. Þetta kom fram í orðsendingu sem starfsmenn RUV fengu í morgunsárið og var ekki vitað hvenær viðgerð lýkur. Við frekari eftirgrennslan, þá samkvæmt samtali við Orkuveituna, er talið að viðgerð geti tekið allt að fjóra tíma. Starfsmenn RUV eru um 300 auk þess sem Reykjavíkurborg er með starfsemi í húsinu, á efri hæðum. RUV-arar verða því að halda í sér, því klósettin í húsinu eru ekki virk. Nema menn bregði sér út undir húsvegg að gömlum góðum sið. Í samtali við ónefndan RUV-ara er það þó ekki síst sú staðreynd að vatnsleysið gerir allar kaffivélar óvirkar. „Menn reita hár sitt og skegg,“ segir starfsmaðurinn. Þetta setur alla starfsemi í uppnám. Hlustendur útvarpsrása Ríkisútvarpsins ættu því ekki láta sér það koma á óvart þó gremju gæti í tóni útvarpsfólksins á öldum ljósvakans.Uppfært klukkan 13:30Tveir ferðakamrar hafa verið settir upp til að hjálpa þeim sem brátt er í brók á meðan kalda vatnsins nýtur ekki við.Þjóðhátíðin kom snemma í ár! Það er verið að setja upp útiklósett fyrir utan RÚV. #kaldavatnið— Edda Sif Pálsdóttir (@EddaSifPalsd) April 4, 2017 Þessir kamrar eru komnir til að bjarga málunum í Efstaleiti.Vísir/Ernir Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira
Neyðarástand ríkir nú í Útvarpshúsinu við Efstaleiti. Kaldavatnið er farið af húsinu en gröfumenn tóku í sundur leiðslu í framkvæmdum sem eru við húsið, eftir að RUV ohf seldi bita af lóð sinni til að fjármagna starfsemina. Ekkert kalt vatn er í klósetti né vöskum. Þetta kom fram í orðsendingu sem starfsmenn RUV fengu í morgunsárið og var ekki vitað hvenær viðgerð lýkur. Við frekari eftirgrennslan, þá samkvæmt samtali við Orkuveituna, er talið að viðgerð geti tekið allt að fjóra tíma. Starfsmenn RUV eru um 300 auk þess sem Reykjavíkurborg er með starfsemi í húsinu, á efri hæðum. RUV-arar verða því að halda í sér, því klósettin í húsinu eru ekki virk. Nema menn bregði sér út undir húsvegg að gömlum góðum sið. Í samtali við ónefndan RUV-ara er það þó ekki síst sú staðreynd að vatnsleysið gerir allar kaffivélar óvirkar. „Menn reita hár sitt og skegg,“ segir starfsmaðurinn. Þetta setur alla starfsemi í uppnám. Hlustendur útvarpsrása Ríkisútvarpsins ættu því ekki láta sér það koma á óvart þó gremju gæti í tóni útvarpsfólksins á öldum ljósvakans.Uppfært klukkan 13:30Tveir ferðakamrar hafa verið settir upp til að hjálpa þeim sem brátt er í brók á meðan kalda vatnsins nýtur ekki við.Þjóðhátíðin kom snemma í ár! Það er verið að setja upp útiklósett fyrir utan RÚV. #kaldavatnið— Edda Sif Pálsdóttir (@EddaSifPalsd) April 4, 2017 Þessir kamrar eru komnir til að bjarga málunum í Efstaleiti.Vísir/Ernir
Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira