Íhuga alvarlega úrsögn úr BSRB Jóhann K. Jóhannsson skrifar 3. apríl 2017 23:31 Tvö fagfélög til viðbótar við Landssamband lögreglumanna skoða nú stöðu sína með tilliti til úrsagnar úr BSRB eftir að Alþingi samþykkti lög um breytingar á lífeyrissjóðum opinberra starfsmanna. Félögin eru afar ósátt við breytingarnar sem taka gildi í sumar. Fjögur fagfélög mótmæltu síðastliðið haust að formaður BSRB myndi skrifa undir samkomulag við ríki og sveitarfélög um breytingar á lífeyrissjóðum opinberra starfsmanna. Samkomulagið fór þó í gegn og var að lögum á alþingi skömmu fyrir síðustu jól og taka gildi nú í sumar. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi sagði Snorri Magnússon, formaður Landssamband lögreglumanna, að sambandið vinni nú að því að hefja úrsagnarferli úr BSRB í byrjun maí. Sjá: Landssamband lögreglumanna vinnur að úrsögn úr BSRBMikið hitamálStefán Pétursson, formaður Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, segir að málið hafi verið rætt innan stjórnar og í lok apríl verður málið tekið fyrir á ársfundi sambandsins. Í framhaldi af því verður hugur félagsmanna kortlagður. „Þing Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna hefur barist fyrir því í 20 ár að lækka lífeyristökualdur sinna félagsmanna,“ segir Stefán. Hann segir það íþyngjandi fyrir atvinnurekendur á þessu sviði að vera með starfsmenn sem nálgast eftirlaunaaldur með tilliti til starfsgetu. „Þetta er mikið hitamál innan okkar raða og sérstaklega þessi hækkun á lífeyristökualdri. Mér finnst því ekki ólíklegt að niðurstaðan yrði eitthvað á þá leið sem að lögreglan er að fara í núna.“Tollverðir reiðir yfir stöðunniTollvarðafélag Íslands hefur einnig verið mótfallið breytingunum og í mars síðastliðnum mótmælti félagið á aðalfundi sínum stefnuleysi og linkind BSRB í garð samningsaðila, ekki síst í málum er tengjast breytingum á lífeyrisréttindum opinberra starfsmanna. Jafnframt lýsti félagið yfir vantrausti á stjórn BSRB og sérstaklega á formann bandalagsins. „Félagsmenn eru mjög ósáttir með þá stöðu sem að tollverðir eru í í dag vegna breytinga á lífeyrisréttindum okkar,“ segir Ársæll Ársælsson, formaður Tollvarðafélags Íslands. Segir hann að félagsmenn hafi óskað eftir líkt og hjá hinum félögunum að staða þeirra innan BSRB yrði könnuð. Tollverðir séu mjög reiðir yfir stöðu sinni og ekki sé ólíklegt að þeir myndu fylgja Landsambandi lögreglumanna fari þeir úr BRSB.Engar breytingar á lífeyrisréttindumBSRB sendu inn breytingartillögu á frumvarpi fjármálaráðherra áður en það varð að lögum en Alþingi hefur ekki fallist á tillögu bandalagsins. „Við höldum áfram í því að láta uppfylla það samkomulag sem gert var en það er ekki komið í höfn ennþá,“segir Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB. Þá segir hún formann Landssambands lögreglumanna ekki hafa farið með rétt mál í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi um að við gildistöku laganna í sumar komi lífeyrisréttindi opinberra starfsmanna til með að skerðast. „Það er byggt á einhverjum misskilningi vegna þess að það verða engar breytingar á lífeyrisréttindum." Tengdar fréttir Landssamband lögreglumanna vinnur að úrsagnarferli úr BSRB Formaður landssambandsins segir ljóst að skerðing verður á lífeyrisréttindum þegar lögin taka gildi í sumar. 2. apríl 2017 18:45 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Fleiri fréttir Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Sjá meira
Tvö fagfélög til viðbótar við Landssamband lögreglumanna skoða nú stöðu sína með tilliti til úrsagnar úr BSRB eftir að Alþingi samþykkti lög um breytingar á lífeyrissjóðum opinberra starfsmanna. Félögin eru afar ósátt við breytingarnar sem taka gildi í sumar. Fjögur fagfélög mótmæltu síðastliðið haust að formaður BSRB myndi skrifa undir samkomulag við ríki og sveitarfélög um breytingar á lífeyrissjóðum opinberra starfsmanna. Samkomulagið fór þó í gegn og var að lögum á alþingi skömmu fyrir síðustu jól og taka gildi nú í sumar. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi sagði Snorri Magnússon, formaður Landssamband lögreglumanna, að sambandið vinni nú að því að hefja úrsagnarferli úr BSRB í byrjun maí. Sjá: Landssamband lögreglumanna vinnur að úrsögn úr BSRBMikið hitamálStefán Pétursson, formaður Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, segir að málið hafi verið rætt innan stjórnar og í lok apríl verður málið tekið fyrir á ársfundi sambandsins. Í framhaldi af því verður hugur félagsmanna kortlagður. „Þing Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna hefur barist fyrir því í 20 ár að lækka lífeyristökualdur sinna félagsmanna,“ segir Stefán. Hann segir það íþyngjandi fyrir atvinnurekendur á þessu sviði að vera með starfsmenn sem nálgast eftirlaunaaldur með tilliti til starfsgetu. „Þetta er mikið hitamál innan okkar raða og sérstaklega þessi hækkun á lífeyristökualdri. Mér finnst því ekki ólíklegt að niðurstaðan yrði eitthvað á þá leið sem að lögreglan er að fara í núna.“Tollverðir reiðir yfir stöðunniTollvarðafélag Íslands hefur einnig verið mótfallið breytingunum og í mars síðastliðnum mótmælti félagið á aðalfundi sínum stefnuleysi og linkind BSRB í garð samningsaðila, ekki síst í málum er tengjast breytingum á lífeyrisréttindum opinberra starfsmanna. Jafnframt lýsti félagið yfir vantrausti á stjórn BSRB og sérstaklega á formann bandalagsins. „Félagsmenn eru mjög ósáttir með þá stöðu sem að tollverðir eru í í dag vegna breytinga á lífeyrisréttindum okkar,“ segir Ársæll Ársælsson, formaður Tollvarðafélags Íslands. Segir hann að félagsmenn hafi óskað eftir líkt og hjá hinum félögunum að staða þeirra innan BSRB yrði könnuð. Tollverðir séu mjög reiðir yfir stöðu sinni og ekki sé ólíklegt að þeir myndu fylgja Landsambandi lögreglumanna fari þeir úr BRSB.Engar breytingar á lífeyrisréttindumBSRB sendu inn breytingartillögu á frumvarpi fjármálaráðherra áður en það varð að lögum en Alþingi hefur ekki fallist á tillögu bandalagsins. „Við höldum áfram í því að láta uppfylla það samkomulag sem gert var en það er ekki komið í höfn ennþá,“segir Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB. Þá segir hún formann Landssambands lögreglumanna ekki hafa farið með rétt mál í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi um að við gildistöku laganna í sumar komi lífeyrisréttindi opinberra starfsmanna til með að skerðast. „Það er byggt á einhverjum misskilningi vegna þess að það verða engar breytingar á lífeyrisréttindum."
Tengdar fréttir Landssamband lögreglumanna vinnur að úrsagnarferli úr BSRB Formaður landssambandsins segir ljóst að skerðing verður á lífeyrisréttindum þegar lögin taka gildi í sumar. 2. apríl 2017 18:45 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Fleiri fréttir Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Sjá meira
Landssamband lögreglumanna vinnur að úrsagnarferli úr BSRB Formaður landssambandsins segir ljóst að skerðing verður á lífeyrisréttindum þegar lögin taka gildi í sumar. 2. apríl 2017 18:45