Hagfræðiprófessor: Óþarfi að hafa miklar áhyggjur af ferðaþjónustufyrirtækjum Jón Hákon Halldórsson skrifar 4. apríl 2017 07:00 Breytingar á virðisaukaskatti munu ekki skapa samdrátt í ferðaþjónustu að mati hagfræðinga. vísir/vilhelm Hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustu upp í efra þrep mun ekki hafa alvarleg áhrif á afkomu ferðaþjónustu á Íslandi. Þetta er mat Daða Más Kristóferssonar, prófessors í hagfræði. „Þessi tegund gjaldheimtu, hvort sem það er virðisaukaskattur, komugjöld eða gistináttaskattur þyrfti að vera gríðarlega há ef hún ætti að hafa áhrif á eftirspurn eftir Íslandi sem ferðamannalandi, alveg sama hvað ferðaþjónustan segir,“ fullyrðir Daði í samtali við Fréttablaðið. „Ef hún lifði af 20 til 30 prósenta hækkun krónunnar þá er hækkun á virðisaukaskatti tæplega til að setja hana á hliðina,“ bætir hann við. Í fimm ára fjármálaáætlun ríkisins er gert ráð fyrir að færa virðisaukaskatt á ferðaþjónustu upp í efra þrep. Á hinn bóginn verður efra þrepið lækkað úr 24 prósentum í 22,5 prósent. Þessar fyrirætlanir byggja á tillögum sem verkefnisstjórn um breytingar og umbætur á skattkerfinu skilaði til Samráðsvettvangs um aukna hagsæld í haust. Daði Már er formaður verkefnastjórnarinnar.Við lögðum til að þetta yrði gert. Vegna þess að það er ódýrara að reka skattkerfið þegar það eru fáar undanþágur í því. Það er minna til að verja í eftirlit og svo er þetta niðurgreiðsla á einni atvinnugrein sem ég sé enga ástæðu fyrir. Hann bætir við að það sé alltaf einhver kostnaður sem hlýst af ferðaþjónustunni fyrir hið opinbera sem sé eðlilegt að fjármagna með hækkun skatta. Í þessu tilfelli hafi þó verið ákveðið að verja andvirðinu til þess að lækka efra skattþrepið og þar með lækka skatta á aðra. Hrafn Steinarsson, sérfræðingur í Greiningardeild Arion, segir jákvætt að verið sé að einfalda virðisaukaskattskerfið og um leið dempa vöxt. Undir það tekur Ingólfur Bender, forstöðumaður Greiningar Íslandsbanka. „Þetta getur dregið úr fjölgun og líklegast mun það gera það að einhverju leyti. En þetta snýr því ekki í neinn samdrátt,“ segir Ingólfur. Hann telur að skattlagningin muni að einhverju leyti draga úr hækkun á gengi krónunnar og þar með draga úr þeim ruðningsáhrifum sem gengishækkun krónunnar hefði ellegar haft á aðrar útflutningsgreinar, til dæmis sjávarútveg. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Ný fjármálaáætlun: Einfaldara skattkerfi og aukin útgjöld til heilbrigðis-og menntamála Benedikt Jóhannesson, fjármála-og efnahagsráðherra, kynnti fjármálaáætlun hins opinbera til næstu fimm ára, það er frá 2018 til 2022, á blaðamannafundi í fjármálaráðuneytinu í morgun. 31. mars 2017 10:13 „Ferðaþjónustan hefur slitið barnskónum“ Flestar greinar ferðaþjónustunnar munu fara upp í efra þrep virðisaukaskatts um áramótin. 31. mars 2017 15:00 Ferðamálaráðherra: Ekki lengur rök fyrir því að stærsta atvinnugreinin sé á undanþágu Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, segir að ekki séu lengur rök fyrir því að stærsti atvinnuvegur landsins, ferðamannaþjónustan, sé á sérstökum undanþágum varðandi virðisaukaskatt. 2. apríl 2017 16:00 Mest lesið Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Andri Sævar og Svava til Daga Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Sjá meira
Hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustu upp í efra þrep mun ekki hafa alvarleg áhrif á afkomu ferðaþjónustu á Íslandi. Þetta er mat Daða Más Kristóferssonar, prófessors í hagfræði. „Þessi tegund gjaldheimtu, hvort sem það er virðisaukaskattur, komugjöld eða gistináttaskattur þyrfti að vera gríðarlega há ef hún ætti að hafa áhrif á eftirspurn eftir Íslandi sem ferðamannalandi, alveg sama hvað ferðaþjónustan segir,“ fullyrðir Daði í samtali við Fréttablaðið. „Ef hún lifði af 20 til 30 prósenta hækkun krónunnar þá er hækkun á virðisaukaskatti tæplega til að setja hana á hliðina,“ bætir hann við. Í fimm ára fjármálaáætlun ríkisins er gert ráð fyrir að færa virðisaukaskatt á ferðaþjónustu upp í efra þrep. Á hinn bóginn verður efra þrepið lækkað úr 24 prósentum í 22,5 prósent. Þessar fyrirætlanir byggja á tillögum sem verkefnisstjórn um breytingar og umbætur á skattkerfinu skilaði til Samráðsvettvangs um aukna hagsæld í haust. Daði Már er formaður verkefnastjórnarinnar.Við lögðum til að þetta yrði gert. Vegna þess að það er ódýrara að reka skattkerfið þegar það eru fáar undanþágur í því. Það er minna til að verja í eftirlit og svo er þetta niðurgreiðsla á einni atvinnugrein sem ég sé enga ástæðu fyrir. Hann bætir við að það sé alltaf einhver kostnaður sem hlýst af ferðaþjónustunni fyrir hið opinbera sem sé eðlilegt að fjármagna með hækkun skatta. Í þessu tilfelli hafi þó verið ákveðið að verja andvirðinu til þess að lækka efra skattþrepið og þar með lækka skatta á aðra. Hrafn Steinarsson, sérfræðingur í Greiningardeild Arion, segir jákvætt að verið sé að einfalda virðisaukaskattskerfið og um leið dempa vöxt. Undir það tekur Ingólfur Bender, forstöðumaður Greiningar Íslandsbanka. „Þetta getur dregið úr fjölgun og líklegast mun það gera það að einhverju leyti. En þetta snýr því ekki í neinn samdrátt,“ segir Ingólfur. Hann telur að skattlagningin muni að einhverju leyti draga úr hækkun á gengi krónunnar og þar með draga úr þeim ruðningsáhrifum sem gengishækkun krónunnar hefði ellegar haft á aðrar útflutningsgreinar, til dæmis sjávarútveg.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Ný fjármálaáætlun: Einfaldara skattkerfi og aukin útgjöld til heilbrigðis-og menntamála Benedikt Jóhannesson, fjármála-og efnahagsráðherra, kynnti fjármálaáætlun hins opinbera til næstu fimm ára, það er frá 2018 til 2022, á blaðamannafundi í fjármálaráðuneytinu í morgun. 31. mars 2017 10:13 „Ferðaþjónustan hefur slitið barnskónum“ Flestar greinar ferðaþjónustunnar munu fara upp í efra þrep virðisaukaskatts um áramótin. 31. mars 2017 15:00 Ferðamálaráðherra: Ekki lengur rök fyrir því að stærsta atvinnugreinin sé á undanþágu Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, segir að ekki séu lengur rök fyrir því að stærsti atvinnuvegur landsins, ferðamannaþjónustan, sé á sérstökum undanþágum varðandi virðisaukaskatt. 2. apríl 2017 16:00 Mest lesið Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Andri Sævar og Svava til Daga Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Sjá meira
Ný fjármálaáætlun: Einfaldara skattkerfi og aukin útgjöld til heilbrigðis-og menntamála Benedikt Jóhannesson, fjármála-og efnahagsráðherra, kynnti fjármálaáætlun hins opinbera til næstu fimm ára, það er frá 2018 til 2022, á blaðamannafundi í fjármálaráðuneytinu í morgun. 31. mars 2017 10:13
„Ferðaþjónustan hefur slitið barnskónum“ Flestar greinar ferðaþjónustunnar munu fara upp í efra þrep virðisaukaskatts um áramótin. 31. mars 2017 15:00
Ferðamálaráðherra: Ekki lengur rök fyrir því að stærsta atvinnugreinin sé á undanþágu Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, segir að ekki séu lengur rök fyrir því að stærsti atvinnuvegur landsins, ferðamannaþjónustan, sé á sérstökum undanþágum varðandi virðisaukaskatt. 2. apríl 2017 16:00