„Sjálfstæðisflokkurinn er ekki útibú frá Viðreisn“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 3. apríl 2017 17:38 Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra. Vísir/Ernir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, furðaði sig á Alþingi í dag á misvísandi skilaboðum Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra og Benedikts Jóhannessonar fjármálaráðherra í erlendum fjölmiðlum í síðustu viku. Ólíkur málflutningur þeirra sé ekki til þess fallinn að auka trúverðugleika í íslensku efnahagslífi. Benedikt sagði í Financial Times á dögunum að hann væri þeirrar skoðunar að best væri að fasttengja annan gjaldmiðil við íslensku krónuna til að tryggja gengisstöðugleika. Bjarni sagðist þessu ósammála í viðtali við Bloomberg. „Nú er okkur öllum hér inni kunnugt um afstöðu hæstvirtur ráðherra, sem einnig er formaður í stjórnmálaflokki, hvaða afstöðu sá flokkur og ráðherrann hefur sem stjórnmálamaður gagnvart gjaldmiðlinum. En þegar hæstvirtur ráðherra lýsir því yfir í krafti síns embættis að staða peningamála og gjaldmiðilsins sé óforsvaranleg er það annað mál enda er ráðherra ekki aðeins stjórnmálamaður, hann er líka embættismaður,“ sagði Katrín.Veit að Bjarni hefur ekki sömu áherslur Benedikt sagðist hins vegar hafa verið að útskýra fyrir blaðamanni hvaða möguleikar væru í boði fyrir peningastefnunefnd og að hann hafi nefnt þetta í því samhengi. „Þá nefndi ég meðal annars að Viðreisn hefði bent á myntráð í baráttunni fyrir kosningar. Að hægt væri að tengja íslensku krónuna ýmsum stórum gjaldmiðlum,“ svaraði Benedikt. Evran væri langvænlegasti kosturinn en að afleit hugmynd sé að tengja krónuna við myntir eins og norsku krónuna og Kanadadollar. „Ég geri engar athugasemdir við að forsætisráðherra segi að þetta sé ekki yfirvofandi. Nefndin er ekki búin að skila niðurstöðu. Þegar hún skilar niðurstöðu munum við vinna úr þeim,“ sagði hann. „Ég veit að hæstvirtur forsætisráðherra hefur ekki nákvæmlega sömu áherslur og ég. En það sannar í raun og veru bara það að Sjálfstæðisflokkurinn er ekki útibú frá Viðreisn eins og sumir virðast halda.“ Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Fleiri fréttir Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, furðaði sig á Alþingi í dag á misvísandi skilaboðum Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra og Benedikts Jóhannessonar fjármálaráðherra í erlendum fjölmiðlum í síðustu viku. Ólíkur málflutningur þeirra sé ekki til þess fallinn að auka trúverðugleika í íslensku efnahagslífi. Benedikt sagði í Financial Times á dögunum að hann væri þeirrar skoðunar að best væri að fasttengja annan gjaldmiðil við íslensku krónuna til að tryggja gengisstöðugleika. Bjarni sagðist þessu ósammála í viðtali við Bloomberg. „Nú er okkur öllum hér inni kunnugt um afstöðu hæstvirtur ráðherra, sem einnig er formaður í stjórnmálaflokki, hvaða afstöðu sá flokkur og ráðherrann hefur sem stjórnmálamaður gagnvart gjaldmiðlinum. En þegar hæstvirtur ráðherra lýsir því yfir í krafti síns embættis að staða peningamála og gjaldmiðilsins sé óforsvaranleg er það annað mál enda er ráðherra ekki aðeins stjórnmálamaður, hann er líka embættismaður,“ sagði Katrín.Veit að Bjarni hefur ekki sömu áherslur Benedikt sagðist hins vegar hafa verið að útskýra fyrir blaðamanni hvaða möguleikar væru í boði fyrir peningastefnunefnd og að hann hafi nefnt þetta í því samhengi. „Þá nefndi ég meðal annars að Viðreisn hefði bent á myntráð í baráttunni fyrir kosningar. Að hægt væri að tengja íslensku krónuna ýmsum stórum gjaldmiðlum,“ svaraði Benedikt. Evran væri langvænlegasti kosturinn en að afleit hugmynd sé að tengja krónuna við myntir eins og norsku krónuna og Kanadadollar. „Ég geri engar athugasemdir við að forsætisráðherra segi að þetta sé ekki yfirvofandi. Nefndin er ekki búin að skila niðurstöðu. Þegar hún skilar niðurstöðu munum við vinna úr þeim,“ sagði hann. „Ég veit að hæstvirtur forsætisráðherra hefur ekki nákvæmlega sömu áherslur og ég. En það sannar í raun og veru bara það að Sjálfstæðisflokkurinn er ekki útibú frá Viðreisn eins og sumir virðast halda.“
Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Fleiri fréttir Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Sjá meira