Sport

Nurmagomedov: Það geta allir dáið

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Khabib Nurmagomedov.
Khabib Nurmagomedov. vísir/getty
UFC-kappinn Khabib Nurmagomedov afsökunar á því að hafa þurft að draga sig úr bardaganum gegn Tony Ferguson á dögunum þar sem hann veiktist illa í niðurskurðinum.

Rússinn var fluttur á sjúkrahús nóttina fyrir vigtunina enda sárþjáður í vandræðum með lifrina. Sjálfur segist hann lítið muna eftir þessari örlagaríku nótt.

„Ef ég á að vera heiðarlegur þá man ég lítið eftir þessu. Ég vissi bara að ég væri veikur og á leiðinni á sjúkrahús. Ég veit að aðdáendur eru reiðir út í mig og ég skil það vel,“ sagði Nurmagomedov í sínu fyrsta viðtali eftir að hann veiktist.

„Þetta átti að vera stærsti bardagi fyrir rússneska MMA-samfélagið frá upphafi. Þetta var bardagi um bráðabirgðatitilinn. Ég hefði getað skrifað söguna en fór þess í stað upp á sjúkrahús.“

Niðurskurður UFC-kappa er mjög umdeildur og stundum sagt að það sé í raun tímaspursmál hvenær einhver muni deyja.

„Stundum veikjast menn, stundum deyja menn. Það geta allir veikst og dáið. Ég þarf að hvíla mig í þrjá mánuði en eftir það get ég æft á ný. Ég hef sett stefnuna á að fá bardaga í september. Þetta er samt allt mér að kenna. Ekki neinum öðrum.“

Þetta var í þriðja sinn sem það þurfti að blása af bardaga milli Khabib og Ferguson.

MMA

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×