Stefán Karl sektaður meðan hann skrapp í geislameðferð Jakob Bjarnar skrifar 3. apríl 2017 12:11 Stefán er ósáttur við dugnaðarforka í stöðumælavarðastétt: Ég keyrði fjóra hringi um sjúkrahúsið og ekkert stæði var laust nema þetta, hálfur upp á eyju en ekki fyrir nokkrum manni. Stefán Karl Stefánsson leikari, sem hefur verið að berjast við mein, segir farir sínar ekki sléttar eftir að hafa farið í sína hefðbundnu meðferð. „Fór í geislameðferð í morgun, eins og ég geri daglega, gleymdi símanum og var ekki með veskið svo ég hljóp bara inn enda tekur þetta um 20 mín. Ég passa þetta alltaf og hef gert frá upphafi. Kom út og þar biðu mín 10.000kr sekt. Minna má það ekki vera!“ skrifar Stefán Karl á Facebooksíðu sína. Mikil gremja hefur brotist út á Facebooksíðu leikarans vinsæla en svo virðist sem háar sektargreiðslur Bifreiðasjóðs gangi fram af mörgum, þó löghlýðnir megi teljast. Stefán sjálfur bendir á ófremdarástand í bílastæðamálum borgarinnar, sem ekkert virðast batna þó menn greiði stöðugt meira í Bílastæðasjóð Reykjavíkurborgar: „Það er ekki hægt að leggja fyrir utan LSH nema hálfur upp á stétt eða utan í umferðaeyjur, öll stæðin eru upptekin. Ég keyrði fjóra hringi um sjúkrahúsið og ekkert stæði var laust nema þetta, hálfur upp á eyju en ekki fyrir nokkrum manni.“ Fólk virðist því nauðbeygt til að brjóta reglur, fáir komast hjá því og þannig má segja að myndist veiðileyfi á borgara sem duglegir stöðumælaverðir nýta sér. Bílastæðasjóður var samkvæmt ársreikningi Reykjavíkurborgar fyrir árið 2015 með rúmlega milljarð í tekjur. Gjöld voru um 780 milljónir þannig að hagnaður af starfseminni það árið voru tæpar 240 milljónir.Uppfært 14:40Stefán Karl hefur nú tekið færslu sína út og greinir frá því á Facebooksíðu sinni, hvers vegna:„Ég tók færsluna mína um stöðumælasektina út þar sem ég hef ekki áhuga á að verða að frétt hjá veftímaritum landsins og lesa mis ömurleg komment frá einstaklingum sem gera lítið annað en að svívirða mig og kalla illum nöfnum.“ Tengdar fréttir Barist um bílastæði í Fossvogi: Sektir á fólk í neyð felldar niður Bílaplanið við Landspítalann í Fossvogi er nánast sprungið. 14. október 2015 13:52 Einlægt viðtal við Stefán Karl: "Maður brestur í grát, verður lítill og ósjálfbjarga“ Eftir tæpa viku undirgengst Stefán Karl Stefánsson leikari erfiða aðgerð sem tekur upp undir átta klukkustundir. 29. september 2016 09:52 Stefán Karl útskrifaður af Landspítalanum Stefán Karl Stefánsson leikari útskrifaðist í dag frá deild 13G á Landspítalanum þar sem hann hefur dvalið allt frá því að hann gekkst undir aðgerð þann 4. október síðastliðinn. 19. október 2016 17:17 Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira
Stefán Karl Stefánsson leikari, sem hefur verið að berjast við mein, segir farir sínar ekki sléttar eftir að hafa farið í sína hefðbundnu meðferð. „Fór í geislameðferð í morgun, eins og ég geri daglega, gleymdi símanum og var ekki með veskið svo ég hljóp bara inn enda tekur þetta um 20 mín. Ég passa þetta alltaf og hef gert frá upphafi. Kom út og þar biðu mín 10.000kr sekt. Minna má það ekki vera!“ skrifar Stefán Karl á Facebooksíðu sína. Mikil gremja hefur brotist út á Facebooksíðu leikarans vinsæla en svo virðist sem háar sektargreiðslur Bifreiðasjóðs gangi fram af mörgum, þó löghlýðnir megi teljast. Stefán sjálfur bendir á ófremdarástand í bílastæðamálum borgarinnar, sem ekkert virðast batna þó menn greiði stöðugt meira í Bílastæðasjóð Reykjavíkurborgar: „Það er ekki hægt að leggja fyrir utan LSH nema hálfur upp á stétt eða utan í umferðaeyjur, öll stæðin eru upptekin. Ég keyrði fjóra hringi um sjúkrahúsið og ekkert stæði var laust nema þetta, hálfur upp á eyju en ekki fyrir nokkrum manni.“ Fólk virðist því nauðbeygt til að brjóta reglur, fáir komast hjá því og þannig má segja að myndist veiðileyfi á borgara sem duglegir stöðumælaverðir nýta sér. Bílastæðasjóður var samkvæmt ársreikningi Reykjavíkurborgar fyrir árið 2015 með rúmlega milljarð í tekjur. Gjöld voru um 780 milljónir þannig að hagnaður af starfseminni það árið voru tæpar 240 milljónir.Uppfært 14:40Stefán Karl hefur nú tekið færslu sína út og greinir frá því á Facebooksíðu sinni, hvers vegna:„Ég tók færsluna mína um stöðumælasektina út þar sem ég hef ekki áhuga á að verða að frétt hjá veftímaritum landsins og lesa mis ömurleg komment frá einstaklingum sem gera lítið annað en að svívirða mig og kalla illum nöfnum.“
Tengdar fréttir Barist um bílastæði í Fossvogi: Sektir á fólk í neyð felldar niður Bílaplanið við Landspítalann í Fossvogi er nánast sprungið. 14. október 2015 13:52 Einlægt viðtal við Stefán Karl: "Maður brestur í grát, verður lítill og ósjálfbjarga“ Eftir tæpa viku undirgengst Stefán Karl Stefánsson leikari erfiða aðgerð sem tekur upp undir átta klukkustundir. 29. september 2016 09:52 Stefán Karl útskrifaður af Landspítalanum Stefán Karl Stefánsson leikari útskrifaðist í dag frá deild 13G á Landspítalanum þar sem hann hefur dvalið allt frá því að hann gekkst undir aðgerð þann 4. október síðastliðinn. 19. október 2016 17:17 Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira
Barist um bílastæði í Fossvogi: Sektir á fólk í neyð felldar niður Bílaplanið við Landspítalann í Fossvogi er nánast sprungið. 14. október 2015 13:52
Einlægt viðtal við Stefán Karl: "Maður brestur í grát, verður lítill og ósjálfbjarga“ Eftir tæpa viku undirgengst Stefán Karl Stefánsson leikari erfiða aðgerð sem tekur upp undir átta klukkustundir. 29. september 2016 09:52
Stefán Karl útskrifaður af Landspítalanum Stefán Karl Stefánsson leikari útskrifaðist í dag frá deild 13G á Landspítalanum þar sem hann hefur dvalið allt frá því að hann gekkst undir aðgerð þann 4. október síðastliðinn. 19. október 2016 17:17