Evrópusambandið birti á föstudaginn samningsdrög fyrir komandi útgönguviðræður við Bretland, þar sem kemur fram að sambandið muni styðja standi við bakið á Spánverjum vegna deilna þeirra við Bretland um Gíbraltar.
Michael Howard, fyrrverandi leiðtogi Íhaldsflokksins, brást við með því að segja Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, tilbúna til þess að beita hernum fyrir Gíbraltar.
Fabian Picardo, æðsti embættismaður Gíbraltar, segir deilurnar um Gíbraltar ekki eiga heima í úrsagnarviðræðum Bretlands. Íbúar sjálfstjórnarsvæðisins vilji vera Breskir. Hann sakar Donald Tusk, formann framkvæmdastjórnar ESB, um að hjálpa Spánverjum að níðast á Gíbraltar.
May segir sömuleiðis að Gíbraltar sé ekki til umræðu og minntist hún ekkert á skagann í úrsagnarbréfi sínu til Donald Tusk.
Árið 2002 var haldin þjóðaratkvæðagreiðsla á Gíbraltar um fullveldi þeirra. Þar var spurt hvort að Bretar ættu að deila stjórn Gíbraltar með Spánverjum. Niðurstaðan var sú að 99 prósent þeirra, 30 þúsund íbúa sem þar búa, sem kusu sögðu nei. Hins vegar kaus meirihluti þeirra að vera áfram í ESB í fyrra.