Segir Theresu May reiðubúna til að fara í stríð til verndar Gíbraltar Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 2. apríl 2017 19:34 Gíbraltar klettur er fyrir sunnan Spán og hefur tilheyrt Bretlandi síðan 1713. Vísir/Getty Theresa May væri reiðubúin undir stríðsátök til verndar Gíbraltar, rétt eins og Margaret Thatcher var eitt sinn vegna Falklandseyja. Þessu heldur Michael Howard fram en hann er fyrrverandi leiðtogi Íhaldsflokksins. Ummælin koma í kjölfar þeirra upplýsinga sem má finna í samningsdrögum Evrópusambandsins fyrir komandi útgönguviðræður við Bretland, þar sem kemur fram að sambandið muni styðja tilkall Spánverja til Gíbraltar-skaga. Um er að ræða aldagamla deilu milli ríkjanna tveggja.Sjá einnig: ESB mun styðja Spán í deilunni við Breta um Gíbraltar„Fyrir 35 árum síðan í þessari viku, sendi annar kvenkyns forsætisráðherra, herlið þvert yfir hnöttinn, til þess að vernda þjóð breska heimsveldisins fyrir öðru spænskumælandi landi. Ég hef fulla trú á Theresu May til að gera slíkt hið sama.“ Ummælin hafa verið harðlega gagnrýnd af bresku stjórnarandstöðunni og segir leiðtogi frjálslyndra demókrata, Tim Farron, að það sé fáránlegt að leiðtogar Íhaldsflokksins séu minna en viku eftir að hafa virkjað 50. grein Lissabon-sáttmálans, farnir að tala um að heyja stríð gegn öðrum Evrópuþjóðum. Í tilkynningu frá breska forsætisráðuneytinu kemur fram að Theresa May hafi þegar haft samband við Fabian Picardo, æðsta ráðherra Gíbraltar og tjáð honum að Bretland myndi standa í einu og öllu með lýðræðislegum óskum íbúa Gíbraltar, sem kusu árið 2002 að halda áfram að vera þegnar breska ríkisins. Í viðræðum Guardian við diplómata Evrópusambandsins, kemur fram að þeir telja að Evrópusambandið muni ekki mildast í stuðningi sínum við Spánverja í deilunni. Spánn sé nú meðlimur Evrópusambandsins, Bretland ekki. Það hafi hins vegar komið á óvart að Theresa May hafi ekki minnst einu orði á stöðu Gíbraltar í bréfi sínu sem hún sendi Evrópusambandinu, þar sem hún lét vita af útgöngu landsins með formlegum hætti.„En jafnvel ef Theresu May þykir staða Gíbraltar og landamæri skagans við Spán ekki mikilvæg, er ESB ekki sama sinnis.“ Brexit Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Fleiri fréttir Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Sjá meira
Theresa May væri reiðubúin undir stríðsátök til verndar Gíbraltar, rétt eins og Margaret Thatcher var eitt sinn vegna Falklandseyja. Þessu heldur Michael Howard fram en hann er fyrrverandi leiðtogi Íhaldsflokksins. Ummælin koma í kjölfar þeirra upplýsinga sem má finna í samningsdrögum Evrópusambandsins fyrir komandi útgönguviðræður við Bretland, þar sem kemur fram að sambandið muni styðja tilkall Spánverja til Gíbraltar-skaga. Um er að ræða aldagamla deilu milli ríkjanna tveggja.Sjá einnig: ESB mun styðja Spán í deilunni við Breta um Gíbraltar„Fyrir 35 árum síðan í þessari viku, sendi annar kvenkyns forsætisráðherra, herlið þvert yfir hnöttinn, til þess að vernda þjóð breska heimsveldisins fyrir öðru spænskumælandi landi. Ég hef fulla trú á Theresu May til að gera slíkt hið sama.“ Ummælin hafa verið harðlega gagnrýnd af bresku stjórnarandstöðunni og segir leiðtogi frjálslyndra demókrata, Tim Farron, að það sé fáránlegt að leiðtogar Íhaldsflokksins séu minna en viku eftir að hafa virkjað 50. grein Lissabon-sáttmálans, farnir að tala um að heyja stríð gegn öðrum Evrópuþjóðum. Í tilkynningu frá breska forsætisráðuneytinu kemur fram að Theresa May hafi þegar haft samband við Fabian Picardo, æðsta ráðherra Gíbraltar og tjáð honum að Bretland myndi standa í einu og öllu með lýðræðislegum óskum íbúa Gíbraltar, sem kusu árið 2002 að halda áfram að vera þegnar breska ríkisins. Í viðræðum Guardian við diplómata Evrópusambandsins, kemur fram að þeir telja að Evrópusambandið muni ekki mildast í stuðningi sínum við Spánverja í deilunni. Spánn sé nú meðlimur Evrópusambandsins, Bretland ekki. Það hafi hins vegar komið á óvart að Theresa May hafi ekki minnst einu orði á stöðu Gíbraltar í bréfi sínu sem hún sendi Evrópusambandinu, þar sem hún lét vita af útgöngu landsins með formlegum hætti.„En jafnvel ef Theresu May þykir staða Gíbraltar og landamæri skagans við Spán ekki mikilvæg, er ESB ekki sama sinnis.“
Brexit Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Fleiri fréttir Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Sjá meira