Segir Theresu May reiðubúna til að fara í stríð til verndar Gíbraltar Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 2. apríl 2017 19:34 Gíbraltar klettur er fyrir sunnan Spán og hefur tilheyrt Bretlandi síðan 1713. Vísir/Getty Theresa May væri reiðubúin undir stríðsátök til verndar Gíbraltar, rétt eins og Margaret Thatcher var eitt sinn vegna Falklandseyja. Þessu heldur Michael Howard fram en hann er fyrrverandi leiðtogi Íhaldsflokksins. Ummælin koma í kjölfar þeirra upplýsinga sem má finna í samningsdrögum Evrópusambandsins fyrir komandi útgönguviðræður við Bretland, þar sem kemur fram að sambandið muni styðja tilkall Spánverja til Gíbraltar-skaga. Um er að ræða aldagamla deilu milli ríkjanna tveggja.Sjá einnig: ESB mun styðja Spán í deilunni við Breta um Gíbraltar„Fyrir 35 árum síðan í þessari viku, sendi annar kvenkyns forsætisráðherra, herlið þvert yfir hnöttinn, til þess að vernda þjóð breska heimsveldisins fyrir öðru spænskumælandi landi. Ég hef fulla trú á Theresu May til að gera slíkt hið sama.“ Ummælin hafa verið harðlega gagnrýnd af bresku stjórnarandstöðunni og segir leiðtogi frjálslyndra demókrata, Tim Farron, að það sé fáránlegt að leiðtogar Íhaldsflokksins séu minna en viku eftir að hafa virkjað 50. grein Lissabon-sáttmálans, farnir að tala um að heyja stríð gegn öðrum Evrópuþjóðum. Í tilkynningu frá breska forsætisráðuneytinu kemur fram að Theresa May hafi þegar haft samband við Fabian Picardo, æðsta ráðherra Gíbraltar og tjáð honum að Bretland myndi standa í einu og öllu með lýðræðislegum óskum íbúa Gíbraltar, sem kusu árið 2002 að halda áfram að vera þegnar breska ríkisins. Í viðræðum Guardian við diplómata Evrópusambandsins, kemur fram að þeir telja að Evrópusambandið muni ekki mildast í stuðningi sínum við Spánverja í deilunni. Spánn sé nú meðlimur Evrópusambandsins, Bretland ekki. Það hafi hins vegar komið á óvart að Theresa May hafi ekki minnst einu orði á stöðu Gíbraltar í bréfi sínu sem hún sendi Evrópusambandinu, þar sem hún lét vita af útgöngu landsins með formlegum hætti.„En jafnvel ef Theresu May þykir staða Gíbraltar og landamæri skagans við Spán ekki mikilvæg, er ESB ekki sama sinnis.“ Brexit Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Sjá meira
Theresa May væri reiðubúin undir stríðsátök til verndar Gíbraltar, rétt eins og Margaret Thatcher var eitt sinn vegna Falklandseyja. Þessu heldur Michael Howard fram en hann er fyrrverandi leiðtogi Íhaldsflokksins. Ummælin koma í kjölfar þeirra upplýsinga sem má finna í samningsdrögum Evrópusambandsins fyrir komandi útgönguviðræður við Bretland, þar sem kemur fram að sambandið muni styðja tilkall Spánverja til Gíbraltar-skaga. Um er að ræða aldagamla deilu milli ríkjanna tveggja.Sjá einnig: ESB mun styðja Spán í deilunni við Breta um Gíbraltar„Fyrir 35 árum síðan í þessari viku, sendi annar kvenkyns forsætisráðherra, herlið þvert yfir hnöttinn, til þess að vernda þjóð breska heimsveldisins fyrir öðru spænskumælandi landi. Ég hef fulla trú á Theresu May til að gera slíkt hið sama.“ Ummælin hafa verið harðlega gagnrýnd af bresku stjórnarandstöðunni og segir leiðtogi frjálslyndra demókrata, Tim Farron, að það sé fáránlegt að leiðtogar Íhaldsflokksins séu minna en viku eftir að hafa virkjað 50. grein Lissabon-sáttmálans, farnir að tala um að heyja stríð gegn öðrum Evrópuþjóðum. Í tilkynningu frá breska forsætisráðuneytinu kemur fram að Theresa May hafi þegar haft samband við Fabian Picardo, æðsta ráðherra Gíbraltar og tjáð honum að Bretland myndi standa í einu og öllu með lýðræðislegum óskum íbúa Gíbraltar, sem kusu árið 2002 að halda áfram að vera þegnar breska ríkisins. Í viðræðum Guardian við diplómata Evrópusambandsins, kemur fram að þeir telja að Evrópusambandið muni ekki mildast í stuðningi sínum við Spánverja í deilunni. Spánn sé nú meðlimur Evrópusambandsins, Bretland ekki. Það hafi hins vegar komið á óvart að Theresa May hafi ekki minnst einu orði á stöðu Gíbraltar í bréfi sínu sem hún sendi Evrópusambandinu, þar sem hún lét vita af útgöngu landsins með formlegum hætti.„En jafnvel ef Theresu May þykir staða Gíbraltar og landamæri skagans við Spán ekki mikilvæg, er ESB ekki sama sinnis.“
Brexit Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Sjá meira