Stokkað upp í stjórn Íslensku þjóðfylkingarinnar og stefnt á framboð til borgarstjórnar Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 2. apríl 2017 19:35 Nokkur átök hafa verið innan flokksins, en tveir lykilmenn; Gústaf Níelsson og Gunnlaugur Ingvarsson, sögðu sig úr flokknum rétt fyrir síðustu alþingiskosningar. vísir/stefán Uppstokkun varð í stjórn Íslensku þjóðfylkingarinnar á landsfundi flokksins sem haldinn var í Kiwanishúsinu í Hafnarfirði í dag. Flokkurinn stefnir á framboð í borgarstjórnarkosningunum á næsta ári. Alls voru fjórir í framboði til formanns en Guðmundur Þorleifsson stóð uppi sem sigurvegari. Guðmundur tekur við formennsku af Helga Helgasyni, stofnanda flokksins. Jens G. Garðarsson fékk næstflest atkvæði í formannskjörinu og þar á eftir komu Hjördís Diljá Bech og Jón Valur Jensson. Nýr varaformaður er Reynir Heiðarsson og tekur hann við af Birgi Eiríkssyni. Þá tekur Sverrir J. Sverrisson við starfi ritara, sem Sigurlaug Oddný Björnsdóttir gegndi áður. Þá voru tólf kjörnir í flokksstjórn og þrír varamenn, en flokksstjórnin mun skipa gjaldkera á aðalfundi flokksins.Helgi Helgason víkur fyrir nýjum formanni, Guðmundi Þorleifssyni. Hann segist hafa viljað leyfa öðrum að spreyta sig.Helgi Helgason, fyrrverandi formaður flokksins og stofnandi hans, segist afar ánægður með breytingarnar. „Það var góður andi á fundinum og þetta var allt í bróðerni. Það var tekist á og það voru kosningar og það var heilmikið líf í okkur en það voru líka 35 manns á fundinum. Þetta lofar mjög góðu, nú er nýtt fólk tekið við keflinu. Ég er núna bara í fótgönguliðinu eins og sagt er en mun halda áfram að vinna að framgangi mála, þó ég komi ekki að yfirstjórninni,“ segir Helgi í samtali við Vísi. Hann segir að stefnt verði að framboði til borgarstjórnarkosninga, en ekki hefur verið tekin ákvörðun um sveitarstjórnarkosningar. Helstu áherslumál flokksins verði að vinna gegn uppbyggingu mosku og að flugvöllurinn verði áfram í Vatnsmýri. Deilur innan flokksins urðu til þess að hann bauð ekki fram í Reykjavíkurkjördæmunum fyrir síðustu alþingiskosningar, líkt og fyrirhugað var. Oddvitar þjóðfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur, Gústaf Níelsson og Gunnlaugur Ingvarsson, drógu framboð sín til baka og sögðust ekki ætla fram fyrir flokkinn á meðan forysta hans væri í höndum Helga. Helgi segir þessar deilur ekki ástæðu þess að hann bauð sig ekki fram, heldur hafi hann margt á sínum snærum þessa dagana. „Mig langar að leyfa öðrum að spreyta sig og svo er ég bara í svo mörgu öðru. Ég tók þessa ákvörðun alls ekki út af þessu, heldur fyrst og fremst til að geta sinnt öðrum hlutum betur. Það er engin krafa um að ég víki.“ Tengdar fréttir Sakar Gústaf um stuld á gögnum Formaður Íslensku þjóðfylkingarinnar segir fullyrðingar Gústafs Níelssonar og Gunnlaugs Ingvarssonar um sig, vera undarlegar. 15. október 2016 07:00 Segir „fjórmenningaklíkuna“ hafa hótað að eyðileggja Þjóðfylkinguna Helgi Helgason, formaður Þjóðfylkingarinnar, segir flokksfólk slegið eftir innrás þriggja aðila á flokksstjórnarfund í gær. 21. október 2016 16:27 Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira
Uppstokkun varð í stjórn Íslensku þjóðfylkingarinnar á landsfundi flokksins sem haldinn var í Kiwanishúsinu í Hafnarfirði í dag. Flokkurinn stefnir á framboð í borgarstjórnarkosningunum á næsta ári. Alls voru fjórir í framboði til formanns en Guðmundur Þorleifsson stóð uppi sem sigurvegari. Guðmundur tekur við formennsku af Helga Helgasyni, stofnanda flokksins. Jens G. Garðarsson fékk næstflest atkvæði í formannskjörinu og þar á eftir komu Hjördís Diljá Bech og Jón Valur Jensson. Nýr varaformaður er Reynir Heiðarsson og tekur hann við af Birgi Eiríkssyni. Þá tekur Sverrir J. Sverrisson við starfi ritara, sem Sigurlaug Oddný Björnsdóttir gegndi áður. Þá voru tólf kjörnir í flokksstjórn og þrír varamenn, en flokksstjórnin mun skipa gjaldkera á aðalfundi flokksins.Helgi Helgason víkur fyrir nýjum formanni, Guðmundi Þorleifssyni. Hann segist hafa viljað leyfa öðrum að spreyta sig.Helgi Helgason, fyrrverandi formaður flokksins og stofnandi hans, segist afar ánægður með breytingarnar. „Það var góður andi á fundinum og þetta var allt í bróðerni. Það var tekist á og það voru kosningar og það var heilmikið líf í okkur en það voru líka 35 manns á fundinum. Þetta lofar mjög góðu, nú er nýtt fólk tekið við keflinu. Ég er núna bara í fótgönguliðinu eins og sagt er en mun halda áfram að vinna að framgangi mála, þó ég komi ekki að yfirstjórninni,“ segir Helgi í samtali við Vísi. Hann segir að stefnt verði að framboði til borgarstjórnarkosninga, en ekki hefur verið tekin ákvörðun um sveitarstjórnarkosningar. Helstu áherslumál flokksins verði að vinna gegn uppbyggingu mosku og að flugvöllurinn verði áfram í Vatnsmýri. Deilur innan flokksins urðu til þess að hann bauð ekki fram í Reykjavíkurkjördæmunum fyrir síðustu alþingiskosningar, líkt og fyrirhugað var. Oddvitar þjóðfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur, Gústaf Níelsson og Gunnlaugur Ingvarsson, drógu framboð sín til baka og sögðust ekki ætla fram fyrir flokkinn á meðan forysta hans væri í höndum Helga. Helgi segir þessar deilur ekki ástæðu þess að hann bauð sig ekki fram, heldur hafi hann margt á sínum snærum þessa dagana. „Mig langar að leyfa öðrum að spreyta sig og svo er ég bara í svo mörgu öðru. Ég tók þessa ákvörðun alls ekki út af þessu, heldur fyrst og fremst til að geta sinnt öðrum hlutum betur. Það er engin krafa um að ég víki.“
Tengdar fréttir Sakar Gústaf um stuld á gögnum Formaður Íslensku þjóðfylkingarinnar segir fullyrðingar Gústafs Níelssonar og Gunnlaugs Ingvarssonar um sig, vera undarlegar. 15. október 2016 07:00 Segir „fjórmenningaklíkuna“ hafa hótað að eyðileggja Þjóðfylkinguna Helgi Helgason, formaður Þjóðfylkingarinnar, segir flokksfólk slegið eftir innrás þriggja aðila á flokksstjórnarfund í gær. 21. október 2016 16:27 Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira
Sakar Gústaf um stuld á gögnum Formaður Íslensku þjóðfylkingarinnar segir fullyrðingar Gústafs Níelssonar og Gunnlaugs Ingvarssonar um sig, vera undarlegar. 15. október 2016 07:00
Segir „fjórmenningaklíkuna“ hafa hótað að eyðileggja Þjóðfylkinguna Helgi Helgason, formaður Þjóðfylkingarinnar, segir flokksfólk slegið eftir innrás þriggja aðila á flokksstjórnarfund í gær. 21. október 2016 16:27