Innlent

Between Mountains unnu Músíktilraunir

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Dúettinn er skipaður af þeim Kötlu Vigdísi og Ástrósu Helgu.
Dúettinn er skipaður af þeim Kötlu Vigdísi og Ástrósu Helgu. mynd/músíktilraunir
Hljómsveitin Between Mountains vann í kvöld Músíktilraunir 2017. Keppnin var haldin í Silfurbergi í Hörpu í kvöld og kepptu tólf atriði til úrslita.

Um er að ræða vestfirskan dúett sem skipaður er af þeim Kötlu Vigdísi Vernharðsdóttur og Ásrósu Helgu Guðmundsdóttur en þær eru fjórtán og sextán ára.

Annað sætið hreppti Phlegm og í þriðja sæti var hljómsveitin Omotrack. Símakosninguna vann Misty.

Þá var Helgi Freyr Tómasson úr Hewki valinn gítarleikari Músíktilrauna sem og rafheili Músíktilrauna. Flemming Viðar Valmundsson úr Phlegm var bassaleikari ársins, píanó og hljómborðsleikari keppninnar var Dagur Bjarki Sigurðsson úr Adeptus og trommuleikari var Ögmundur Kárason úr Phlegm. Hillingar fengu viðurkenningu fyrir íslenska textagerð.

Sýnt var frá keppninni í beinni útsendingu á Facebook-síðu Músíktilrauna, líkt og sjá má hér að neðan.

Fyrri hluti. Seinni hluti.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×