Segir tillögu um þjóðaratkvæðagreiðslu vegna flugvallarins skrítna Jóhann K. Jóhannsson skrifar 1. apríl 2017 20:15 Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. Vísir/Ernir Átján þingmenn úr röðum Sjálfstæðismanna, Framsóknar, Pírata og Vinstri grænna hafa lagt fram þingsályktunartillögu um að efnt skuli til þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort flugvöllur og miðstöð innanlands- og sjúkraflugs skuli áfram vera í Vatnsmýrinni í Reykjavík. Formaður Samfylkingarinnar segir tillöguna vera skrítna og að byrjað sé á vitlausum enda. Fyrstu flutningsmaður tillögunnar, Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag að Íslensk stjórnsýsla hafi brugðist í málefnum flugvallarins og að nú væri kominn tími til að þjóðin fái að grípa inn í og segja sinn hug. Atkvæðagreiðslan gæti farið fram samhliða sveitarstjórnarkosningum sem verða eftir fjórtán mánuði. Ágreiningur hefur verið lengi um flugvöllinn í Vatnsmýri og ekki fyrirséð hvenær sættir nást. Nú er spurning hvort þingsályktunartillagan um framtíðaráform vallarins komi til með að slá á þann ágreining, það er að þjóðin fái að ákveða í þjóðaratkvæðagreiðslu hvort Reykjavíkurflugvöllur verði til frambúðar í Vatnsmýri eða ekki.Ekki er farið fram á bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu heldur einungis ráðgefandi en athylgi vekur að Björt framtíð, Viðreisn og Samfylking koma ekki að tillögunni og segir formaður Samfylkingarinnar að byrjað sé á vitlausum enda.vísir/jóikÞingsályktunartillagan er endurflutt frá síðasta þingi en Ögmundur Jónasson fór fyrir umræðunni þá. Þingmennirnir átján sem koma að málinu flestir af landsbyggðinni. Fjórir koma frá Norðausturkjördæmi, fjórir frá Norðvestur, þrír frá Suðvesturkjördæmi, fimm frá Suðurkjördæmi, og tveir frá Reykjavíkurkjördæmi suður. Ekki er farið fram á bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu heldur einungis ráðgefandi en athylgi vekur að Björt framtíð, Viðreisn og Samfylking koma ekki að tillögunni og segir Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, að byrjað sé á vitlausum enda. „Okkur finnst hún nú bara skrítin. Í fyrsta lagi er það nú mín skoðun að menn þurfa að leysa svona stórt og mikilvægt mál í sátt og ég held að ef að menn gera það og taka mið að Rögnunefndinni og halda áfram að vinna málið þaðan að þá sé hægt að koma með lausn sem er bæði betri fyrir landsbyggðina og höfuðborgina,“ segir Logi. Í kjölfar dóms Hæstaréttar frá 9. júní á síðasta ári var íslenska ríkinu gert skylt að loka norðaustur-suðvestur-flugbraut vallarins í samræmi við samkomulag þáverandi innanríkisráðherra og borgarstjórans í Reykjavík sem undirritað var 2013. Í tillögunni kemur fram að eftir sem áður ríkir ekki einhugur um framtíðarstaðsetningu Reykjavíkurflugvallar og hlutverk hans sem samgöngumiðstöðvar til framtíðar, en aðalskipulag Reykjavíkur gerir ráð fyrir því að flugvöllurinn víki í áföngum eftir árið 2022.Það bárust fregnir af því þegar þingsályktunartillagan kom fram að þú vildir að nafn þitt yrði tekið af henni. Er það rétt? „Já, við skoðuðu þetta í þingflokki Pírata. Ég setti mig á málið um leið og málið kom fram útaf því að ég hef alltaf verið fylgjandi því að þetta er atriði sem varðar alla landsmenn og þar af leiðandi samkvæmt grunnstefnu Pírata hafa allir landsmenn að koma að ákvörðun að því,“ segir Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata og einn flutningsmanna tillögunnar. Jón Þór útilokar ekki að breytingar verði gerðar á tillögunni. „Ég hafði hafi samband við Njál í áðan og hann tók bara vel í það að skoða þessa möguleika um að binda ráðherra betur og ég geri ekki ráð fyrir öðru og líka bara til að víkka út kostunum þannig að þetta séu upplýst ákvörðun sem landsmenn geta tekið,“ segir Jón Þór.Er þjóðin tilbúin til þess að taka svona veigamikla ákvörðun sjálf áður en að deilumálin eru leyst? „Hún var það í Icesave, spurðu þjóðina um það,“ segir Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata. Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Fleiri fréttir Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Sjá meira
Átján þingmenn úr röðum Sjálfstæðismanna, Framsóknar, Pírata og Vinstri grænna hafa lagt fram þingsályktunartillögu um að efnt skuli til þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort flugvöllur og miðstöð innanlands- og sjúkraflugs skuli áfram vera í Vatnsmýrinni í Reykjavík. Formaður Samfylkingarinnar segir tillöguna vera skrítna og að byrjað sé á vitlausum enda. Fyrstu flutningsmaður tillögunnar, Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag að Íslensk stjórnsýsla hafi brugðist í málefnum flugvallarins og að nú væri kominn tími til að þjóðin fái að grípa inn í og segja sinn hug. Atkvæðagreiðslan gæti farið fram samhliða sveitarstjórnarkosningum sem verða eftir fjórtán mánuði. Ágreiningur hefur verið lengi um flugvöllinn í Vatnsmýri og ekki fyrirséð hvenær sættir nást. Nú er spurning hvort þingsályktunartillagan um framtíðaráform vallarins komi til með að slá á þann ágreining, það er að þjóðin fái að ákveða í þjóðaratkvæðagreiðslu hvort Reykjavíkurflugvöllur verði til frambúðar í Vatnsmýri eða ekki.Ekki er farið fram á bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu heldur einungis ráðgefandi en athylgi vekur að Björt framtíð, Viðreisn og Samfylking koma ekki að tillögunni og segir formaður Samfylkingarinnar að byrjað sé á vitlausum enda.vísir/jóikÞingsályktunartillagan er endurflutt frá síðasta þingi en Ögmundur Jónasson fór fyrir umræðunni þá. Þingmennirnir átján sem koma að málinu flestir af landsbyggðinni. Fjórir koma frá Norðausturkjördæmi, fjórir frá Norðvestur, þrír frá Suðvesturkjördæmi, fimm frá Suðurkjördæmi, og tveir frá Reykjavíkurkjördæmi suður. Ekki er farið fram á bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu heldur einungis ráðgefandi en athylgi vekur að Björt framtíð, Viðreisn og Samfylking koma ekki að tillögunni og segir Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, að byrjað sé á vitlausum enda. „Okkur finnst hún nú bara skrítin. Í fyrsta lagi er það nú mín skoðun að menn þurfa að leysa svona stórt og mikilvægt mál í sátt og ég held að ef að menn gera það og taka mið að Rögnunefndinni og halda áfram að vinna málið þaðan að þá sé hægt að koma með lausn sem er bæði betri fyrir landsbyggðina og höfuðborgina,“ segir Logi. Í kjölfar dóms Hæstaréttar frá 9. júní á síðasta ári var íslenska ríkinu gert skylt að loka norðaustur-suðvestur-flugbraut vallarins í samræmi við samkomulag þáverandi innanríkisráðherra og borgarstjórans í Reykjavík sem undirritað var 2013. Í tillögunni kemur fram að eftir sem áður ríkir ekki einhugur um framtíðarstaðsetningu Reykjavíkurflugvallar og hlutverk hans sem samgöngumiðstöðvar til framtíðar, en aðalskipulag Reykjavíkur gerir ráð fyrir því að flugvöllurinn víki í áföngum eftir árið 2022.Það bárust fregnir af því þegar þingsályktunartillagan kom fram að þú vildir að nafn þitt yrði tekið af henni. Er það rétt? „Já, við skoðuðu þetta í þingflokki Pírata. Ég setti mig á málið um leið og málið kom fram útaf því að ég hef alltaf verið fylgjandi því að þetta er atriði sem varðar alla landsmenn og þar af leiðandi samkvæmt grunnstefnu Pírata hafa allir landsmenn að koma að ákvörðun að því,“ segir Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata og einn flutningsmanna tillögunnar. Jón Þór útilokar ekki að breytingar verði gerðar á tillögunni. „Ég hafði hafi samband við Njál í áðan og hann tók bara vel í það að skoða þessa möguleika um að binda ráðherra betur og ég geri ekki ráð fyrir öðru og líka bara til að víkka út kostunum þannig að þetta séu upplýst ákvörðun sem landsmenn geta tekið,“ segir Jón Þór.Er þjóðin tilbúin til þess að taka svona veigamikla ákvörðun sjálf áður en að deilumálin eru leyst? „Hún var það í Icesave, spurðu þjóðina um það,“ segir Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata.
Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Fleiri fréttir Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Sjá meira