Seðlabankinn vissi ekkert um samkomulag við Deutsche Þorbjörn Þórðarson skrifar 1. apríl 2017 10:56 Arnór Sighvatsson aðstoðarseðlabankastjóri og Már Guðmundsson seðlabankastjóri. Vísir/Vilhelm Seðlabankinn segir í svari við fyrirspurn að starfsfólk bankans hafi enga vitneskju haft um samkomulag milli Deutsche Bank og Eignarhaldsfélagsins Kaupþings fyrr en mörgum vikum eftir að Seðlabankinn seldi skuldabréf sín á Kaupþing. Seðlabankinn fór á mis við 4-5 milljarða vegna hækkunar sem varð á bréfunum eftir samkomulagið. Eignarhaldsfélagið Kaupþing var stofnað á grunni slitabús Kaupþings banka eftir nauðasamninga. Kröfuhafar bankans eignuðust hlutabréf í hinu nýja félagi í samræmi við kröfur sínar eftir samþykkt nauðasamninganna. Seðlabanki Íslands eignaðist 6 prósenta hlut í hinu nýja félagi sem rann inn í Eignasafn Seðlabanka Íslands. Haustið 2016 færðist eignarhluturinn aftur í vörslu Seðlabankans frá dótturfélaginu ESÍ og var þar í eiginlegu söluferli. Í nóvember seldi síðan Seðlabankinn rúmlega 6 prósenta hlut sinn í Kaupþingi til vogunarsjóða, þeirra sömu og eru nú í hluthafahópi Arion banka, fyrir 19 milljarða króna. Upplýst var í Markaðnum, viðskiptahluta Fréttablaðsins, að rúmlega sex prósenta hlutur sem Seðlabanki Íslands seldi í Kaupþingi til vogunarsjóða hafði aðeins um tveimur mánuðum síðar hækkað í virði um 4 til 5 milljarða. Kaupendur bréfa Seðlabankans í Kaupþingi voru sömu sjóðir og eru núna komnir í eigendahóp Arion banka. Fram kemur í fjárfestakynningu Deutsche Bank á afkomu fyrir árið 2016, sem var birt 2. febrúar 2017 að samkomulag vegna ágreiningsmálss við Kaupþing hafi verið frágengið í október í fyrra enda þótt bankinn hafi ekki upplýst um það fyrr en nærri þremur mánuðum síðar. Samkomulagið fól í sér að Deutsche Bank greiddi 50 milljarða króna eingreiðslu til Eignarhaldsfélagsins Kaupþings. Á þessum tímapunkti lá fyrir að Kaupþing væri í miðjum klíðum að ljúka ágreiningi við Deutsche Bank sem var líklegt til að skila félaginu háum fjárhæðum þótt ekki liggi fyrir hvort einhverjir aðrir hafi búið yfir þessum upplýsingum en starfsfólk Kaupþings og Deutsche. Þegar samkomulagið var kynnt opinberlega varð snörp hækkun á óreglulegum markaði með þessi bréf í Eignarhaldsfélaginu Kaupþingi og hækkuðu þau um 10 prósent sama dag. Síðan héldu þá áfram að hækka í viðskiptum og þagar uppi var staðið höfðu þau hækkað um tæplega þriðjung frá þeim tímapunkti er Seðlabankinn seldi. Það er mikilvægt álitaefni hvort Seðlabanki Íslands hefði getað haldið á hagsmunum sínum betur í þesu máli. Máttu starfsmenn Seðlabankans vita að verið væri að ganga frá sátt frá Deutsche sem gæti skilað Kaupþingi háum fjárhæðum? Hefði þá verið eðlilegra að bíða aðeins með að selja vogunarsjóðunum þessi hlutabréf í Eignarhaldsfélaginu Kaupþingi? Fram kom í Markaðnum í Fréttablaðinu að Seðlabankinn hafi ekki haft upplýsingar á þessum tíma um að Kaupþing hefði átt í viðræðum við fulltrúa Deutsche Bank um mögulegt samkomulag sem yrði til þess fallið að auka verulega virði þess hlutar sem Seðlabankinn átti í Eignarhaldsfélaginu Kaupþingi. Í skriflegu svari við fyrirspurn Stöðvar 2 og Vísis segir Seðlabankinn að starfsfólk bankans hafi engar upplýsingar haft um þetta samkomulag eða drög þess. „Seðlabankinn hafði engar upplýsingar um umrædd viðskipti Kaupþings og Deutsche Bank fyrr en þau voru gerð opinber mörgum vikum eftir að Seðlabankinn seldi skuldabréf sín á Kaupþing,“ segir í svari bankans. Mest lesið Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Andri Sævar og Svava til Daga Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Sjá meira
Seðlabankinn segir í svari við fyrirspurn að starfsfólk bankans hafi enga vitneskju haft um samkomulag milli Deutsche Bank og Eignarhaldsfélagsins Kaupþings fyrr en mörgum vikum eftir að Seðlabankinn seldi skuldabréf sín á Kaupþing. Seðlabankinn fór á mis við 4-5 milljarða vegna hækkunar sem varð á bréfunum eftir samkomulagið. Eignarhaldsfélagið Kaupþing var stofnað á grunni slitabús Kaupþings banka eftir nauðasamninga. Kröfuhafar bankans eignuðust hlutabréf í hinu nýja félagi í samræmi við kröfur sínar eftir samþykkt nauðasamninganna. Seðlabanki Íslands eignaðist 6 prósenta hlut í hinu nýja félagi sem rann inn í Eignasafn Seðlabanka Íslands. Haustið 2016 færðist eignarhluturinn aftur í vörslu Seðlabankans frá dótturfélaginu ESÍ og var þar í eiginlegu söluferli. Í nóvember seldi síðan Seðlabankinn rúmlega 6 prósenta hlut sinn í Kaupþingi til vogunarsjóða, þeirra sömu og eru nú í hluthafahópi Arion banka, fyrir 19 milljarða króna. Upplýst var í Markaðnum, viðskiptahluta Fréttablaðsins, að rúmlega sex prósenta hlutur sem Seðlabanki Íslands seldi í Kaupþingi til vogunarsjóða hafði aðeins um tveimur mánuðum síðar hækkað í virði um 4 til 5 milljarða. Kaupendur bréfa Seðlabankans í Kaupþingi voru sömu sjóðir og eru núna komnir í eigendahóp Arion banka. Fram kemur í fjárfestakynningu Deutsche Bank á afkomu fyrir árið 2016, sem var birt 2. febrúar 2017 að samkomulag vegna ágreiningsmálss við Kaupþing hafi verið frágengið í október í fyrra enda þótt bankinn hafi ekki upplýst um það fyrr en nærri þremur mánuðum síðar. Samkomulagið fól í sér að Deutsche Bank greiddi 50 milljarða króna eingreiðslu til Eignarhaldsfélagsins Kaupþings. Á þessum tímapunkti lá fyrir að Kaupþing væri í miðjum klíðum að ljúka ágreiningi við Deutsche Bank sem var líklegt til að skila félaginu háum fjárhæðum þótt ekki liggi fyrir hvort einhverjir aðrir hafi búið yfir þessum upplýsingum en starfsfólk Kaupþings og Deutsche. Þegar samkomulagið var kynnt opinberlega varð snörp hækkun á óreglulegum markaði með þessi bréf í Eignarhaldsfélaginu Kaupþingi og hækkuðu þau um 10 prósent sama dag. Síðan héldu þá áfram að hækka í viðskiptum og þagar uppi var staðið höfðu þau hækkað um tæplega þriðjung frá þeim tímapunkti er Seðlabankinn seldi. Það er mikilvægt álitaefni hvort Seðlabanki Íslands hefði getað haldið á hagsmunum sínum betur í þesu máli. Máttu starfsmenn Seðlabankans vita að verið væri að ganga frá sátt frá Deutsche sem gæti skilað Kaupþingi háum fjárhæðum? Hefði þá verið eðlilegra að bíða aðeins með að selja vogunarsjóðunum þessi hlutabréf í Eignarhaldsfélaginu Kaupþingi? Fram kom í Markaðnum í Fréttablaðinu að Seðlabankinn hafi ekki haft upplýsingar á þessum tíma um að Kaupþing hefði átt í viðræðum við fulltrúa Deutsche Bank um mögulegt samkomulag sem yrði til þess fallið að auka verulega virði þess hlutar sem Seðlabankinn átti í Eignarhaldsfélaginu Kaupþingi. Í skriflegu svari við fyrirspurn Stöðvar 2 og Vísis segir Seðlabankinn að starfsfólk bankans hafi engar upplýsingar haft um þetta samkomulag eða drög þess. „Seðlabankinn hafði engar upplýsingar um umrædd viðskipti Kaupþings og Deutsche Bank fyrr en þau voru gerð opinber mörgum vikum eftir að Seðlabankinn seldi skuldabréf sín á Kaupþing,“ segir í svari bankans.
Mest lesið Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Andri Sævar og Svava til Daga Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Sjá meira