Passíusálmarnir nær djassinum en margir halda Magnús Guðmundsson skrifar 1. apríl 2017 13:00 Anna Gréta Sigurðardóttir djasspíanisti hefur í mörg horn að líta í stuttu Íslandsstoppi um þessar mundir. Fréttablaðið/Ernir Anna Gréta Sigurðardóttir djasspíanísti er alin upp á tónlistarheimili og hefur fengið djassinn beint í æð allt frá barnæsku en hún er dóttir Sigurðar Flosasonar saxófónleikara, eins kunnasta djassista þjóðarinnar. „Það hafa að mörgu leyti verið forréttindi að fá að alast upp á svona tónlistarheimili og fá með því ákveðna innsýn í bransann,“ segir Anna Gréta sem þekkir tónlistarlífið á Íslandi vel en bætir þó við að hún hafi aldrei átt von á því að halda fyrirlestur undir yfirskriftinni Konur og jazz í hátíðarsal FÍH eins og hún ætlar að gera næsta mánudagskvöld. „Já, ég ætla svona aðeins að tala um það hvernig er að vera ung kona í þessum bransa og af hverju það getur verið erfiðara að vera kona en karl og hvaða vandamál ég hef rekið mig á og ekki síður hvernig má leysa þau. ég ætla líka að koma aðeins inn á efni eins og kynjakvóta og hvernig hann hefur gengið fyrir sig í Svíþjóð þar sem ég er í framhaldsnámi við Konunglega tónlistarskólann í Stokkhólmi um þessar mundir.“ Anna Gréta segir að óneitanlega sé djassheimurinn mjög karllægur. „Fyrir þremur árum bjóst ég aldrei við því að þetta mundi vera vandamál. Ef ég hefði vitað það þá að ég ætti eftir að koma heim til þess að halda fyrirlestur um jafnrétti en ekki tónlist, því ég tónlistarkona fyrst og fremst, þá hefði ég ekki trúað því. Þannig að ég mundi segja að þetta hafi verið blaut tuska í andlitið síðustu ár.“ En skyldi vera munur á þessu í djassbransanum hér og í Svíþjóð? „Þetta er mismunandi. Það sem ég tek eftir sem er jákvætt í Svíþjóð er að strákar eru mjög meðvitaðir um kynjavandamálið. Á Íslandi eru mjög flottir hlutir að gerast í grasrótinni með verkefnum eins og Stelpur rokka, almennar hreyfingar á borð við Free the Nipple og annað slíkt en það væri gaman að sjá meiri viðleitni að ofan. Þannig að þetta eru svona plúsar og mínusar.“Tvennir tónleikar Anna Gréta tekur þátt í tónleikaröðinni Freyjujazz sem Sunna Gunnlaugsdóttir kom á laggirnar fyrir skömmu til þess að koma á framfæri konum í djasstónlist. Freyjujazz er hádegistónleikaröð á þriðjudögum á Listasafni Íslands og Anna Gréta segir að það sé gaman að fá að taka þátt í þessu verkefni. „Þetta er frábært framtak hjá Sunnu, að auka sýnileika kvenna í djassi með þessum hætti. Sunna er mér vissulega fyrirmynd sem kona á tónlistarsenunni og svo er pabbi líka tónlistarmaður og hann ætlar að spila með mér þriðjudaginn. Við ætlum að fókusera á tónsmíðar kvenna og spilum að miklu leyti tónlist eftir mig en henda líka jafnvel inn lagi eftir Björk Guðmundsdóttur og Cörlu Bley og þetta verður bara gaman.“ Næstu helgi, sunnudaginn 9. apríl kl. 17, eru svo stórtónleikar fyrir dyrum í Hörpu hjá Önnu Grétu þar sem hún mætir með sitt tríó sem samanstendur af henni, Valdimar Kolbeini Sigurjónssyni á bassa og Einari Scheving á trommur, en hún segir að það séu tónleikar sem hún sé ekki síður spennt fyrir. „Kórinn Fjárlaganefnd úr Tónó ætlar að syngja vel valda Passíusálma og það er hún Hlín Pétursdóttir sem er að stýra þessari tónleikaseríu sem gengur út á að gefa ungu tónlistarfólki sem hefur verið í námi erlendis tækifæri til þess að kynna sig jafnt sem áhugasömum að kynnast tónlist þeirra. Hlín gaf mér frjálsar hendur með hvað ég mundi gera en sagði mér að þau kæmu til með að syngja þessa Passíusálma svo ég ákvað að koma með að borðinu mínar tónlistarlegu hugleiðingar í kringum þessa sálma. Ég er búin að semja nokkur ný lög sem eru innblásin af Passíusálmunum og mér fannst ótrúlega skemmtilegt að vinna með þessa sálma. Þessar laglínur eru módal, þær eru í þessum kirkjutóntegundum og djassinn vinnur mikið með þær og við eigum sitthvað sameiginlegt. Svo er ég búin að vera að lesa sálmana og þeir eru svo ótrúlega ástríðufullir og það skína svo í gegn þessar sterku tilfinningar gagnvart svona universal þemum eins og iðrun og fyrirgefningu. Þannig að Passíusálmarnir eru í rauninni ekki eins fjarri djassinum og margir halda, heldur er þetta fyrst og fremst mjög inspírerandi stöff.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. apríl. Menning Mest lesið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Khalid kemur út úr skápnum Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
Anna Gréta Sigurðardóttir djasspíanísti er alin upp á tónlistarheimili og hefur fengið djassinn beint í æð allt frá barnæsku en hún er dóttir Sigurðar Flosasonar saxófónleikara, eins kunnasta djassista þjóðarinnar. „Það hafa að mörgu leyti verið forréttindi að fá að alast upp á svona tónlistarheimili og fá með því ákveðna innsýn í bransann,“ segir Anna Gréta sem þekkir tónlistarlífið á Íslandi vel en bætir þó við að hún hafi aldrei átt von á því að halda fyrirlestur undir yfirskriftinni Konur og jazz í hátíðarsal FÍH eins og hún ætlar að gera næsta mánudagskvöld. „Já, ég ætla svona aðeins að tala um það hvernig er að vera ung kona í þessum bransa og af hverju það getur verið erfiðara að vera kona en karl og hvaða vandamál ég hef rekið mig á og ekki síður hvernig má leysa þau. ég ætla líka að koma aðeins inn á efni eins og kynjakvóta og hvernig hann hefur gengið fyrir sig í Svíþjóð þar sem ég er í framhaldsnámi við Konunglega tónlistarskólann í Stokkhólmi um þessar mundir.“ Anna Gréta segir að óneitanlega sé djassheimurinn mjög karllægur. „Fyrir þremur árum bjóst ég aldrei við því að þetta mundi vera vandamál. Ef ég hefði vitað það þá að ég ætti eftir að koma heim til þess að halda fyrirlestur um jafnrétti en ekki tónlist, því ég tónlistarkona fyrst og fremst, þá hefði ég ekki trúað því. Þannig að ég mundi segja að þetta hafi verið blaut tuska í andlitið síðustu ár.“ En skyldi vera munur á þessu í djassbransanum hér og í Svíþjóð? „Þetta er mismunandi. Það sem ég tek eftir sem er jákvætt í Svíþjóð er að strákar eru mjög meðvitaðir um kynjavandamálið. Á Íslandi eru mjög flottir hlutir að gerast í grasrótinni með verkefnum eins og Stelpur rokka, almennar hreyfingar á borð við Free the Nipple og annað slíkt en það væri gaman að sjá meiri viðleitni að ofan. Þannig að þetta eru svona plúsar og mínusar.“Tvennir tónleikar Anna Gréta tekur þátt í tónleikaröðinni Freyjujazz sem Sunna Gunnlaugsdóttir kom á laggirnar fyrir skömmu til þess að koma á framfæri konum í djasstónlist. Freyjujazz er hádegistónleikaröð á þriðjudögum á Listasafni Íslands og Anna Gréta segir að það sé gaman að fá að taka þátt í þessu verkefni. „Þetta er frábært framtak hjá Sunnu, að auka sýnileika kvenna í djassi með þessum hætti. Sunna er mér vissulega fyrirmynd sem kona á tónlistarsenunni og svo er pabbi líka tónlistarmaður og hann ætlar að spila með mér þriðjudaginn. Við ætlum að fókusera á tónsmíðar kvenna og spilum að miklu leyti tónlist eftir mig en henda líka jafnvel inn lagi eftir Björk Guðmundsdóttur og Cörlu Bley og þetta verður bara gaman.“ Næstu helgi, sunnudaginn 9. apríl kl. 17, eru svo stórtónleikar fyrir dyrum í Hörpu hjá Önnu Grétu þar sem hún mætir með sitt tríó sem samanstendur af henni, Valdimar Kolbeini Sigurjónssyni á bassa og Einari Scheving á trommur, en hún segir að það séu tónleikar sem hún sé ekki síður spennt fyrir. „Kórinn Fjárlaganefnd úr Tónó ætlar að syngja vel valda Passíusálma og það er hún Hlín Pétursdóttir sem er að stýra þessari tónleikaseríu sem gengur út á að gefa ungu tónlistarfólki sem hefur verið í námi erlendis tækifæri til þess að kynna sig jafnt sem áhugasömum að kynnast tónlist þeirra. Hlín gaf mér frjálsar hendur með hvað ég mundi gera en sagði mér að þau kæmu til með að syngja þessa Passíusálma svo ég ákvað að koma með að borðinu mínar tónlistarlegu hugleiðingar í kringum þessa sálma. Ég er búin að semja nokkur ný lög sem eru innblásin af Passíusálmunum og mér fannst ótrúlega skemmtilegt að vinna með þessa sálma. Þessar laglínur eru módal, þær eru í þessum kirkjutóntegundum og djassinn vinnur mikið með þær og við eigum sitthvað sameiginlegt. Svo er ég búin að vera að lesa sálmana og þeir eru svo ótrúlega ástríðufullir og það skína svo í gegn þessar sterku tilfinningar gagnvart svona universal þemum eins og iðrun og fyrirgefningu. Þannig að Passíusálmarnir eru í rauninni ekki eins fjarri djassinum og margir halda, heldur er þetta fyrst og fremst mjög inspírerandi stöff.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. apríl.
Menning Mest lesið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Khalid kemur út úr skápnum Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira