Breski auðkýfingurinn vill varpa ljósi á hvað fyrir honum vakir Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 19. apríl 2017 16:19 Landeigandinn Jim Ratcliffe. vísir/epa „Á síðustu vikum hefur mér orðið æ ljósara að hlutdeild mín í veiðiklúbbnum Streng hefur vakið athygli fjölmiðla og ég taldi ráðlegt að ég varpaði ljósi á hvað fyrir okkur vakir,“ segir breski milljarðamæringurinn Jim Ratcliffe í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag. Ratcliffe hefur vakið nokkra athygli vegna kaupa hans á jörðum hér á landi. Hann keypti til að mynda í Grímsstöðum á Fjöllum og jörðum í Vopnafirði, en tilraunir hans til jarðakaupa tengjast þekktum laxveiðiám. Umhverfismál og varðveisla villta laxins í Norður-Atlantshafi er uppgefin ástæða Ratcliffe fyrir kaupunum. Ratcliffe á í veiðifélaginu Streng og í pistli sínum segir hann félagið hafa eitt meginmarkmið – að vernda þá einstöku tegund sem laxinn sé, líkt og hann orðar það. „Í stuttu máli er verndunarstefna okkar að halda í hreinleika landslags og áa, hvetja til búskapar í sátt og samlyndi við ár og ástundun ábyrgrar sportveiði sem styrkir sjálfbærni til framtíðar. Við í Streng vitum að við getum lítið gert við ofveiði á laxi í sjó – slíkt er á ábyrgð stjórnvalda. En við getum skapað náttúrulegan griðastað fyrir lax á þessu afar sérstæða horni á norðaustur Íslandi og vonandi bjargað þessari einstæðu tegund,“ segir hann í pistlinum.Rekur stóra efnaframleiðslu Ratcliffe á og rekur fyrirtækið Ineos Group Limited, sem er efnaframleiðslurisi með umsvif í öllum heimshlutum og er fyrirtækið talið velta milljörðum punda á ári. Erlendir fjölmiðlar hafa því efast um að umhverfismálin séu manninum sérstaklega hugleikin. Ratcliffe fullyrðir hins vegar að markmið Strengs sé að finna sjálfbæra lausn til langs tíma. Fáein góðgerðafélög séu ekki lausnin. „[L]axinn hefur átt erfitt uppdráttar síðustu 100 árin. Samspil mengunar og ofveiði hefur gengið nærri stofnum og þurrkað tegundina algjörlega út í mörgum ám.“ Hann segir að kaup sín á jörðum í nágrenni við ár á Norðurausturlandi, þá sérstaklega í kringum Vopnafjörð, séu til þess að eiga atkvæðisrétt í veiðifélögum. „Þar sem við höfum keypt jarðir höfum við hvatt bændur til að halda áfram búskap á þessum fjarlæga hluta Íslands.“ Þá segir hann tilganginn með kaupunum á Grímsstöðum að vernda og varðveita viðkvæmt vistkerfi mikilvægra áa.Hálfgerður huldumaður Jafnframt tekur Ratcliffe það fram að hann hafi skapað sína auðlegð sjálfur. Hann hafi alist upp í fátækum hluta Manchester en borið gæfu til þess að byggja upp farsælt fyrirtæki. Á grundvelli þess árangurs sé hann í aðstöðu til að hjálpa á sviðum sem hann tleji að eigi skilið athygli.Ítarlega hefur verið fjallað um Jim Ratcliffe, kaup hans á jörðum hér á landi og fyrirtæki hans úti í heimi, í Fréttablaðinu. Þar var greint frá því að Ratcliffe sé hálfgerður huldumaður í alþjóðlegu viðskiptalífi og að lítið beri á honum persónulega, öfugt við umsvif viðskiptaveldis hans. Þá fjallaði breska blaðið Guardian um Ineos, fyrirtæki Ratcliffe, í september síðastliðnum og áform þess um að hefja vinnslu á jarðgasi í Bretlandi með svokölluðu bergbroti, sem hefur verið umdeild aðferð við orkuöflun víða um heim.Lesa má pistil Jim Ratcliffe í heild hér. Tengdar fréttir Jörðin á Grímsstöðum seld til bresks milljarðamærings: „Fengu svakalega góða tölu fyrir þetta“ Jóhann Friðgeir Valdimarsson fasteignasali segir Jim Ratcliffe ætla að gera ekki neitt við Grímsstaði. 19. desember 2016 22:53 Nýi eigandi Grímsstaða: Umdeildur huldumaður með vasa fulla af seðlum Jarðakaup breska iðnjöfursins Jims Ratcliffe vekja spurningar um undirliggjandi ástæður þeirra. Vernd villta laxastofnsins á Íslandi segir hann sjálfur. Utan Íslands er fyrirtæki hans gagnrýnt vegna umhverfismála. 21. desember 2016 07:45 Ósátt við ágang eins ríkasta manns heims: „Eru augljóslega að reyna að ná Hafralónsá“ Breski iðnjöfurinn Jim Ratcliffe reynir að kaupa jarðir við laxveiðiperluna Hafralónsá – til viðbótar við stóran hluta Grímsstaða á Fjöllum og jarðir í Vopnafirði. Heimamenn lýsa þungum áhyggjum og segja hart gengið fram. 12. janúar 2017 07:00 Veiðiklúbburinn Strengur Á síðustu vikum hefur mér orðið æ ljósara að hlutdeild mín í veiðiklúbbnum Streng hefur vakið athygli fjölmiðla og ég taldi ráðlegt að ég varpaði ljósi á hvað fyrir okkur vakir. 18. apríl 2017 07:00 Ögmundur segir sölu Grímsstaða mark um vesaldóm stjórnvalda Ögmundur Jónasson er harðorður um sölu Grímsstaða á Fjöllum til breska auðkýfingsins Jim Ratcliffe. 20. desember 2016 14:45 Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Innlent Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Erlent Fleiri fréttir Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Sjá meira
„Á síðustu vikum hefur mér orðið æ ljósara að hlutdeild mín í veiðiklúbbnum Streng hefur vakið athygli fjölmiðla og ég taldi ráðlegt að ég varpaði ljósi á hvað fyrir okkur vakir,“ segir breski milljarðamæringurinn Jim Ratcliffe í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag. Ratcliffe hefur vakið nokkra athygli vegna kaupa hans á jörðum hér á landi. Hann keypti til að mynda í Grímsstöðum á Fjöllum og jörðum í Vopnafirði, en tilraunir hans til jarðakaupa tengjast þekktum laxveiðiám. Umhverfismál og varðveisla villta laxins í Norður-Atlantshafi er uppgefin ástæða Ratcliffe fyrir kaupunum. Ratcliffe á í veiðifélaginu Streng og í pistli sínum segir hann félagið hafa eitt meginmarkmið – að vernda þá einstöku tegund sem laxinn sé, líkt og hann orðar það. „Í stuttu máli er verndunarstefna okkar að halda í hreinleika landslags og áa, hvetja til búskapar í sátt og samlyndi við ár og ástundun ábyrgrar sportveiði sem styrkir sjálfbærni til framtíðar. Við í Streng vitum að við getum lítið gert við ofveiði á laxi í sjó – slíkt er á ábyrgð stjórnvalda. En við getum skapað náttúrulegan griðastað fyrir lax á þessu afar sérstæða horni á norðaustur Íslandi og vonandi bjargað þessari einstæðu tegund,“ segir hann í pistlinum.Rekur stóra efnaframleiðslu Ratcliffe á og rekur fyrirtækið Ineos Group Limited, sem er efnaframleiðslurisi með umsvif í öllum heimshlutum og er fyrirtækið talið velta milljörðum punda á ári. Erlendir fjölmiðlar hafa því efast um að umhverfismálin séu manninum sérstaklega hugleikin. Ratcliffe fullyrðir hins vegar að markmið Strengs sé að finna sjálfbæra lausn til langs tíma. Fáein góðgerðafélög séu ekki lausnin. „[L]axinn hefur átt erfitt uppdráttar síðustu 100 árin. Samspil mengunar og ofveiði hefur gengið nærri stofnum og þurrkað tegundina algjörlega út í mörgum ám.“ Hann segir að kaup sín á jörðum í nágrenni við ár á Norðurausturlandi, þá sérstaklega í kringum Vopnafjörð, séu til þess að eiga atkvæðisrétt í veiðifélögum. „Þar sem við höfum keypt jarðir höfum við hvatt bændur til að halda áfram búskap á þessum fjarlæga hluta Íslands.“ Þá segir hann tilganginn með kaupunum á Grímsstöðum að vernda og varðveita viðkvæmt vistkerfi mikilvægra áa.Hálfgerður huldumaður Jafnframt tekur Ratcliffe það fram að hann hafi skapað sína auðlegð sjálfur. Hann hafi alist upp í fátækum hluta Manchester en borið gæfu til þess að byggja upp farsælt fyrirtæki. Á grundvelli þess árangurs sé hann í aðstöðu til að hjálpa á sviðum sem hann tleji að eigi skilið athygli.Ítarlega hefur verið fjallað um Jim Ratcliffe, kaup hans á jörðum hér á landi og fyrirtæki hans úti í heimi, í Fréttablaðinu. Þar var greint frá því að Ratcliffe sé hálfgerður huldumaður í alþjóðlegu viðskiptalífi og að lítið beri á honum persónulega, öfugt við umsvif viðskiptaveldis hans. Þá fjallaði breska blaðið Guardian um Ineos, fyrirtæki Ratcliffe, í september síðastliðnum og áform þess um að hefja vinnslu á jarðgasi í Bretlandi með svokölluðu bergbroti, sem hefur verið umdeild aðferð við orkuöflun víða um heim.Lesa má pistil Jim Ratcliffe í heild hér.
Tengdar fréttir Jörðin á Grímsstöðum seld til bresks milljarðamærings: „Fengu svakalega góða tölu fyrir þetta“ Jóhann Friðgeir Valdimarsson fasteignasali segir Jim Ratcliffe ætla að gera ekki neitt við Grímsstaði. 19. desember 2016 22:53 Nýi eigandi Grímsstaða: Umdeildur huldumaður með vasa fulla af seðlum Jarðakaup breska iðnjöfursins Jims Ratcliffe vekja spurningar um undirliggjandi ástæður þeirra. Vernd villta laxastofnsins á Íslandi segir hann sjálfur. Utan Íslands er fyrirtæki hans gagnrýnt vegna umhverfismála. 21. desember 2016 07:45 Ósátt við ágang eins ríkasta manns heims: „Eru augljóslega að reyna að ná Hafralónsá“ Breski iðnjöfurinn Jim Ratcliffe reynir að kaupa jarðir við laxveiðiperluna Hafralónsá – til viðbótar við stóran hluta Grímsstaða á Fjöllum og jarðir í Vopnafirði. Heimamenn lýsa þungum áhyggjum og segja hart gengið fram. 12. janúar 2017 07:00 Veiðiklúbburinn Strengur Á síðustu vikum hefur mér orðið æ ljósara að hlutdeild mín í veiðiklúbbnum Streng hefur vakið athygli fjölmiðla og ég taldi ráðlegt að ég varpaði ljósi á hvað fyrir okkur vakir. 18. apríl 2017 07:00 Ögmundur segir sölu Grímsstaða mark um vesaldóm stjórnvalda Ögmundur Jónasson er harðorður um sölu Grímsstaða á Fjöllum til breska auðkýfingsins Jim Ratcliffe. 20. desember 2016 14:45 Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Innlent Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Erlent Fleiri fréttir Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Sjá meira
Jörðin á Grímsstöðum seld til bresks milljarðamærings: „Fengu svakalega góða tölu fyrir þetta“ Jóhann Friðgeir Valdimarsson fasteignasali segir Jim Ratcliffe ætla að gera ekki neitt við Grímsstaði. 19. desember 2016 22:53
Nýi eigandi Grímsstaða: Umdeildur huldumaður með vasa fulla af seðlum Jarðakaup breska iðnjöfursins Jims Ratcliffe vekja spurningar um undirliggjandi ástæður þeirra. Vernd villta laxastofnsins á Íslandi segir hann sjálfur. Utan Íslands er fyrirtæki hans gagnrýnt vegna umhverfismála. 21. desember 2016 07:45
Ósátt við ágang eins ríkasta manns heims: „Eru augljóslega að reyna að ná Hafralónsá“ Breski iðnjöfurinn Jim Ratcliffe reynir að kaupa jarðir við laxveiðiperluna Hafralónsá – til viðbótar við stóran hluta Grímsstaða á Fjöllum og jarðir í Vopnafirði. Heimamenn lýsa þungum áhyggjum og segja hart gengið fram. 12. janúar 2017 07:00
Veiðiklúbburinn Strengur Á síðustu vikum hefur mér orðið æ ljósara að hlutdeild mín í veiðiklúbbnum Streng hefur vakið athygli fjölmiðla og ég taldi ráðlegt að ég varpaði ljósi á hvað fyrir okkur vakir. 18. apríl 2017 07:00
Ögmundur segir sölu Grímsstaða mark um vesaldóm stjórnvalda Ögmundur Jónasson er harðorður um sölu Grímsstaða á Fjöllum til breska auðkýfingsins Jim Ratcliffe. 20. desember 2016 14:45