Innlent

Jarðskjálfti fannst í Keflavík

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Veðurstofan fékk tilkynningu um að skjálftinn hefði fundist í Keflavík.
Veðurstofan fékk tilkynningu um að skjálftinn hefði fundist í Keflavík. vísir/gva
Jarðskjálfti af stærðinni 3,9 mældist um 5 kílómetra suðvestur af Geirfugladrangi klukkan 12.34 í dag. Skjálftahrinur eru algengar á þessum slóðum en að þessu sinni fannst hann í Keflavík, að sögn Bryndísar Ýrar Gísladóttur, náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands.

Hún segir síðustu skjálftahrinu á þessum slóðum hafa orðið í síðustu viku, en þó aðeins sunnar. Bryndís segist ekki geta svarað til um hvort búast megi við frekari skjálftum í dag.

Uppfært:

Eftir frekari yfirferð á jarðskjálftunum á Reykjanesi er niðurstaðan sú að skjálftinn sem fannst í byggð var af stærðinni 4,3. Þetta segir í tilkynningu frá Veðurstofunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×