Norður-Kórea sprengir upp Bandaríkin í nýju áróðursmyndbandi Stefán Ó. Jónsson skrifar 19. apríl 2017 11:17 Máttur Norður-Kóreu er mikill, að eigin sögn. Guardian Ríkissjónvarp Norður-Kóreu hefur birt myndskeið frá hátíðahöldunum í tilefni 105 ára afmælis eilífðarþjóðarleiðtogans Kim Il-Sung á sunnudag þar sem nýtt áróðursmyndband var frumsýnt. Í myndbandinu sést hvar kjarnorkusprengjum er sleppt á bandaríska stórborg og eldtungur gleypa landið - sem vakti ómælda ánægju viðstaddra. Myndbandið frá hátíðahöldunum má sjá hér að neðan en ljóst er að það á að sýna hernaðarlegan mátt Norður-Kóreu á miklum óvissutímum. Bandaríkin og Norður-Kórea hafa verið í störukeppni síðustu vikur vegna ítrekaðra eldflaugatilrauna þeirra síðarnefndu. Ástandið á Kóreuskaganum er nú sagt svo eldfimt að hin minnsta ögrun annars hvors ríkisins gæti haft geigvænlegar afleiðingar í för með sér.Sjá einnig: Varnarmálaráðherra segir flugskeytatilraun Norður Kóreumanna vera ögrun„Nýlega hefur spennan á milli Bandaríkjanna og Suður-Kóreu annars vegar og Norður-Kóreu hins vegar aukist. Maður hefur það á tilfinningunni að átök gætu brotist út á hverri stundu,“ sagði Wang Yi, utanríkisráðherra Kína fyrr í vikunni. Norður-Kóreumenn eru taldir búa yfir margvíslegum langdrægum eldflaugum sem skjóta má bæði frá landi og úr kafbátum en í áróðursmyndbandinu er dregin upp mynd af síðarnefndu aðferðinni. Aðstoðarutanríkisráðherra Norður-Kóreu sagði í samtali við BBC á mánudag að ríkið myndi halda áfram að þróa flugskeyti og skjóta þeim á loft í tilraunaskyni. Norður-Kóreu myndi þannig ekki láta tilraunaflaugina um liðna helgi, sem sprakk nánast samstundis og henni var skotið upp, slá sig út af laginu. Norður-Kórea Tengdar fréttir Kínverjar uggandi yfir ástandinu á Kóreuskaga Utanríkisráðherra Kína segir að átök gætu brotist út hvað úr hverju. Kínverjar skora á alla aðila að auka spennuna ekki. Bandaríkin sigla upp að Kóreuskaga og hafa sýnt mátt sinn undanfarið. Átök gætu leitt til flóttamannstraums. 15. apríl 2017 07:00 Sérfræðingar segja stefnu Trump einungis til þess fallna að herða afstöðu Norður-Kóreu Sérfræðingar í málefnum Norður-Kóreu segja að yfirvöld þar í landi muni einungis harðna í afstöðu sinni til vopnaþróunar, ef Bandaríkin haldi áfram að hóta þeim með herstyrk sínum. 16. apríl 2017 11:30 Kínverjar óttast að stríð milli Bandaríkjanna og N-Kóreu geti brotist út „á hverri stundu“ Yfirvöld í Kína hafa varað við að átök á milli Norður-Kóreu og Bandaríkjanna geti brotist út "á hverri stundi.“ Gríðarlega spenna er í samskiptum ríkjanna. 14. apríl 2017 18:30 Hátíðahöldin í Norður-Kóreu: Yfirvöld „tilbúin fyrir kjarnorkuárás“ Ummælin fylgdu í kjölfar hátíðahalda á Degi sólarinnar í höfuðborg Norður-Kóreu, Pyongyang. Hátíðin markar 105 ára afmæli Kim Il-sung, stofnleiðtoga landsins og afa núverandi leiðtoga, Kim Jong-un. Ástandið á svæðinu er eldfimt. 15. apríl 2017 12:00 Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Sjá meira
Ríkissjónvarp Norður-Kóreu hefur birt myndskeið frá hátíðahöldunum í tilefni 105 ára afmælis eilífðarþjóðarleiðtogans Kim Il-Sung á sunnudag þar sem nýtt áróðursmyndband var frumsýnt. Í myndbandinu sést hvar kjarnorkusprengjum er sleppt á bandaríska stórborg og eldtungur gleypa landið - sem vakti ómælda ánægju viðstaddra. Myndbandið frá hátíðahöldunum má sjá hér að neðan en ljóst er að það á að sýna hernaðarlegan mátt Norður-Kóreu á miklum óvissutímum. Bandaríkin og Norður-Kórea hafa verið í störukeppni síðustu vikur vegna ítrekaðra eldflaugatilrauna þeirra síðarnefndu. Ástandið á Kóreuskaganum er nú sagt svo eldfimt að hin minnsta ögrun annars hvors ríkisins gæti haft geigvænlegar afleiðingar í för með sér.Sjá einnig: Varnarmálaráðherra segir flugskeytatilraun Norður Kóreumanna vera ögrun„Nýlega hefur spennan á milli Bandaríkjanna og Suður-Kóreu annars vegar og Norður-Kóreu hins vegar aukist. Maður hefur það á tilfinningunni að átök gætu brotist út á hverri stundu,“ sagði Wang Yi, utanríkisráðherra Kína fyrr í vikunni. Norður-Kóreumenn eru taldir búa yfir margvíslegum langdrægum eldflaugum sem skjóta má bæði frá landi og úr kafbátum en í áróðursmyndbandinu er dregin upp mynd af síðarnefndu aðferðinni. Aðstoðarutanríkisráðherra Norður-Kóreu sagði í samtali við BBC á mánudag að ríkið myndi halda áfram að þróa flugskeyti og skjóta þeim á loft í tilraunaskyni. Norður-Kóreu myndi þannig ekki láta tilraunaflaugina um liðna helgi, sem sprakk nánast samstundis og henni var skotið upp, slá sig út af laginu.
Norður-Kórea Tengdar fréttir Kínverjar uggandi yfir ástandinu á Kóreuskaga Utanríkisráðherra Kína segir að átök gætu brotist út hvað úr hverju. Kínverjar skora á alla aðila að auka spennuna ekki. Bandaríkin sigla upp að Kóreuskaga og hafa sýnt mátt sinn undanfarið. Átök gætu leitt til flóttamannstraums. 15. apríl 2017 07:00 Sérfræðingar segja stefnu Trump einungis til þess fallna að herða afstöðu Norður-Kóreu Sérfræðingar í málefnum Norður-Kóreu segja að yfirvöld þar í landi muni einungis harðna í afstöðu sinni til vopnaþróunar, ef Bandaríkin haldi áfram að hóta þeim með herstyrk sínum. 16. apríl 2017 11:30 Kínverjar óttast að stríð milli Bandaríkjanna og N-Kóreu geti brotist út „á hverri stundu“ Yfirvöld í Kína hafa varað við að átök á milli Norður-Kóreu og Bandaríkjanna geti brotist út "á hverri stundi.“ Gríðarlega spenna er í samskiptum ríkjanna. 14. apríl 2017 18:30 Hátíðahöldin í Norður-Kóreu: Yfirvöld „tilbúin fyrir kjarnorkuárás“ Ummælin fylgdu í kjölfar hátíðahalda á Degi sólarinnar í höfuðborg Norður-Kóreu, Pyongyang. Hátíðin markar 105 ára afmæli Kim Il-sung, stofnleiðtoga landsins og afa núverandi leiðtoga, Kim Jong-un. Ástandið á svæðinu er eldfimt. 15. apríl 2017 12:00 Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Sjá meira
Kínverjar uggandi yfir ástandinu á Kóreuskaga Utanríkisráðherra Kína segir að átök gætu brotist út hvað úr hverju. Kínverjar skora á alla aðila að auka spennuna ekki. Bandaríkin sigla upp að Kóreuskaga og hafa sýnt mátt sinn undanfarið. Átök gætu leitt til flóttamannstraums. 15. apríl 2017 07:00
Sérfræðingar segja stefnu Trump einungis til þess fallna að herða afstöðu Norður-Kóreu Sérfræðingar í málefnum Norður-Kóreu segja að yfirvöld þar í landi muni einungis harðna í afstöðu sinni til vopnaþróunar, ef Bandaríkin haldi áfram að hóta þeim með herstyrk sínum. 16. apríl 2017 11:30
Kínverjar óttast að stríð milli Bandaríkjanna og N-Kóreu geti brotist út „á hverri stundu“ Yfirvöld í Kína hafa varað við að átök á milli Norður-Kóreu og Bandaríkjanna geti brotist út "á hverri stundi.“ Gríðarlega spenna er í samskiptum ríkjanna. 14. apríl 2017 18:30
Hátíðahöldin í Norður-Kóreu: Yfirvöld „tilbúin fyrir kjarnorkuárás“ Ummælin fylgdu í kjölfar hátíðahalda á Degi sólarinnar í höfuðborg Norður-Kóreu, Pyongyang. Hátíðin markar 105 ára afmæli Kim Il-sung, stofnleiðtoga landsins og afa núverandi leiðtoga, Kim Jong-un. Ástandið á svæðinu er eldfimt. 15. apríl 2017 12:00