Mikil spenna í undirheimunum: Sjö vopnuð rán á einum mánuði á höfuðborgarsvæðinu Jóhann K. Jóhannsson skrifar 18. apríl 2017 19:03 Sjö vopnuð rán hafa verið framin á höfuðborgarsvæðinu á einum mánuði. Aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir fjölgun hafa orðið í þessum málum að undanförnu. Það var rétt eftir opnun í morgun sem karlmaður vopnaður exi kom inn í apótek Garðabæjar og framdi vopnað rán. Á meðan á því stóð fóru starfsmenn og viðskiptavinir út úr apótekinu og inn í verslun Hagkaupa og óskuðu aðstoðar lögreglu. Eftir það þegar þau komu út var maðurinn kominn út úr apótekinu, settist inn í rauða Yaris bifreið og ók af stað. Frá vettvangi ók hinn grunaði í Sjálandshverfið í Garðabæ eftir að hafa ekið gegn rauðu ljósi á Hafnarfjarðarvegi. Lögregla fann bílinn og hóf eftirför á Vífilstaðavegi en þaðan hélt ferðin áfram inn á Álftanesveg og áfram þaðan niður á Herjólfsgötu. Á þessum tímapunkti voru fleiri lögreglubílar sem tóku þátt í eftirförinni. Þegar hinn grunaði nálgaðist Vesturgötu var búið að gefa lögreglumönnum heimild til þess að aka utan í bifreiðina og reyna stöðva för hennar en það tókst ekki í fyrstu tilraun. Eftirförin hélt áfram um Hjallabraut en þegar komið var að Reykjavíkurvegi ók lögreglan aftur utan í bifreiðina og stöðvaði för hennar. Þar var hinn grunaði handtekinn og færður í fangageymslur. Fjölmargir lögreglubílar tóku þátt í eftirförinni en hinn grunaði skapaði mikla almannahættu enda umferð mikil á þessum tíma og segir lögreglan með ólíkindum að ekki hafi orðið alvarleg slys. Hinn grunaði ók utan í tvær bifreiðar á leið sinni. Líklegt þykir að krafist verður gæsluvarðhalds yfir manninum vegna þeirrar hættu sem hann skapaði í morgun. Í ráninu náði hann að hafa með sér eitthvert magn lyfja. Apótekinu var lokað eftir ránið og fékk starfsfólkið áfallahjálp frá starfsfólki Rauða krossins á meðan Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakaði vettvang. Starfsfólki var mjög brugðið enda ógnaði maðurinn þeim með öxinni. Þetta er sjöunda ránið sem framið er á höfuðborgarsvæðinu á rétt rúmum mánuði þar sem gerendur eru vopnaðir. Aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að þessu málum hafi fjölgað að undanförnu. „Þetta er meira en við höfum séð núna upp á síðkastið,“ segir Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Margeir segir á lögreglan skoði viðbrögð og aðgerðir til að stemma stigum við þessari aukningu og hann segir spennu vera í undirheimunum. „Það er eitt af því sem við erum að skoða og má alveg búast við að það sé verið að ýta á eftir, ja menn að kalla eftir að menn borgi sínar skuldir og þess háttar,“ segir Margeir. Rán í Apóteki Garðabæjar Tengdar fréttir Ók utan í aðra bíla á flóttanum Lögregla stöðvaði ræningjann með því að aka utan í bíl hans. 18. apríl 2017 10:32 Vopnaður öxi reyndi að ræna apótek í Garðabæ Einn handtekinn eftir eftirför lögreglu. 18. apríl 2017 10:01 Talinn hafa hótað manninum með byssu Lögreglan og sérsveit ríkislögreglustjóra leita nú tveggja manna sem grunaðir eru um að hafa framið vopnað rán í Kauptúni í Garðabæ síðdegis. 17. apríl 2017 17:40 Löggan nær daglegur gestur í íbúðinni: „Maður er alveg að gefast upp á þessu“ Fjórir voru handteknir í tengslum við vopnað rán í Kauptúni í Garðabæ í gær. Grunur leikur á að skotvopn hafi verið dregin fram. Lögregla vopnaðist og naut aðstoðar sérsveitarinnar. 18. apríl 2017 07:00 Fjórir menn handteknir í tengslum við ránið í Kauptúni Þeir voru handteknir í íbúð á höfuðborgarsvæðinu laust fyrir klukkan 19 í kvöld en þar fundust bæði fíkniefni og skotvopn. 17. apríl 2017 19:21 Vopnað rán í Kauptúni: Frestuðu yfirheyrslum þar sem hinir grunuðu voru undir áhrifum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu náði aðeins að yfirheyra einn af mönnunum fjórum sem grunaðir eru um aðild að vopnuðu ráni í Kauptúni í Garðabæ síðdegis í gær þar sem þeir voru allir undir áhrifum og þar af leiðandi ekki í ástandi til þess að sæta yfirheyrslum. 18. apríl 2017 10:02 Lögreglan leitar manns sem framdi vopnað rán í Kauptúni Lögreglan leitar nú manns sem framdi vopnað rán við Ikea í Kauptúni. 17. apríl 2017 17:11 Mest lesið Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Fleiri fréttir Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Sjá meira
Sjö vopnuð rán hafa verið framin á höfuðborgarsvæðinu á einum mánuði. Aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir fjölgun hafa orðið í þessum málum að undanförnu. Það var rétt eftir opnun í morgun sem karlmaður vopnaður exi kom inn í apótek Garðabæjar og framdi vopnað rán. Á meðan á því stóð fóru starfsmenn og viðskiptavinir út úr apótekinu og inn í verslun Hagkaupa og óskuðu aðstoðar lögreglu. Eftir það þegar þau komu út var maðurinn kominn út úr apótekinu, settist inn í rauða Yaris bifreið og ók af stað. Frá vettvangi ók hinn grunaði í Sjálandshverfið í Garðabæ eftir að hafa ekið gegn rauðu ljósi á Hafnarfjarðarvegi. Lögregla fann bílinn og hóf eftirför á Vífilstaðavegi en þaðan hélt ferðin áfram inn á Álftanesveg og áfram þaðan niður á Herjólfsgötu. Á þessum tímapunkti voru fleiri lögreglubílar sem tóku þátt í eftirförinni. Þegar hinn grunaði nálgaðist Vesturgötu var búið að gefa lögreglumönnum heimild til þess að aka utan í bifreiðina og reyna stöðva för hennar en það tókst ekki í fyrstu tilraun. Eftirförin hélt áfram um Hjallabraut en þegar komið var að Reykjavíkurvegi ók lögreglan aftur utan í bifreiðina og stöðvaði för hennar. Þar var hinn grunaði handtekinn og færður í fangageymslur. Fjölmargir lögreglubílar tóku þátt í eftirförinni en hinn grunaði skapaði mikla almannahættu enda umferð mikil á þessum tíma og segir lögreglan með ólíkindum að ekki hafi orðið alvarleg slys. Hinn grunaði ók utan í tvær bifreiðar á leið sinni. Líklegt þykir að krafist verður gæsluvarðhalds yfir manninum vegna þeirrar hættu sem hann skapaði í morgun. Í ráninu náði hann að hafa með sér eitthvert magn lyfja. Apótekinu var lokað eftir ránið og fékk starfsfólkið áfallahjálp frá starfsfólki Rauða krossins á meðan Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakaði vettvang. Starfsfólki var mjög brugðið enda ógnaði maðurinn þeim með öxinni. Þetta er sjöunda ránið sem framið er á höfuðborgarsvæðinu á rétt rúmum mánuði þar sem gerendur eru vopnaðir. Aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að þessu málum hafi fjölgað að undanförnu. „Þetta er meira en við höfum séð núna upp á síðkastið,“ segir Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Margeir segir á lögreglan skoði viðbrögð og aðgerðir til að stemma stigum við þessari aukningu og hann segir spennu vera í undirheimunum. „Það er eitt af því sem við erum að skoða og má alveg búast við að það sé verið að ýta á eftir, ja menn að kalla eftir að menn borgi sínar skuldir og þess háttar,“ segir Margeir.
Rán í Apóteki Garðabæjar Tengdar fréttir Ók utan í aðra bíla á flóttanum Lögregla stöðvaði ræningjann með því að aka utan í bíl hans. 18. apríl 2017 10:32 Vopnaður öxi reyndi að ræna apótek í Garðabæ Einn handtekinn eftir eftirför lögreglu. 18. apríl 2017 10:01 Talinn hafa hótað manninum með byssu Lögreglan og sérsveit ríkislögreglustjóra leita nú tveggja manna sem grunaðir eru um að hafa framið vopnað rán í Kauptúni í Garðabæ síðdegis. 17. apríl 2017 17:40 Löggan nær daglegur gestur í íbúðinni: „Maður er alveg að gefast upp á þessu“ Fjórir voru handteknir í tengslum við vopnað rán í Kauptúni í Garðabæ í gær. Grunur leikur á að skotvopn hafi verið dregin fram. Lögregla vopnaðist og naut aðstoðar sérsveitarinnar. 18. apríl 2017 07:00 Fjórir menn handteknir í tengslum við ránið í Kauptúni Þeir voru handteknir í íbúð á höfuðborgarsvæðinu laust fyrir klukkan 19 í kvöld en þar fundust bæði fíkniefni og skotvopn. 17. apríl 2017 19:21 Vopnað rán í Kauptúni: Frestuðu yfirheyrslum þar sem hinir grunuðu voru undir áhrifum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu náði aðeins að yfirheyra einn af mönnunum fjórum sem grunaðir eru um aðild að vopnuðu ráni í Kauptúni í Garðabæ síðdegis í gær þar sem þeir voru allir undir áhrifum og þar af leiðandi ekki í ástandi til þess að sæta yfirheyrslum. 18. apríl 2017 10:02 Lögreglan leitar manns sem framdi vopnað rán í Kauptúni Lögreglan leitar nú manns sem framdi vopnað rán við Ikea í Kauptúni. 17. apríl 2017 17:11 Mest lesið Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Fleiri fréttir Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Sjá meira
Ók utan í aðra bíla á flóttanum Lögregla stöðvaði ræningjann með því að aka utan í bíl hans. 18. apríl 2017 10:32
Vopnaður öxi reyndi að ræna apótek í Garðabæ Einn handtekinn eftir eftirför lögreglu. 18. apríl 2017 10:01
Talinn hafa hótað manninum með byssu Lögreglan og sérsveit ríkislögreglustjóra leita nú tveggja manna sem grunaðir eru um að hafa framið vopnað rán í Kauptúni í Garðabæ síðdegis. 17. apríl 2017 17:40
Löggan nær daglegur gestur í íbúðinni: „Maður er alveg að gefast upp á þessu“ Fjórir voru handteknir í tengslum við vopnað rán í Kauptúni í Garðabæ í gær. Grunur leikur á að skotvopn hafi verið dregin fram. Lögregla vopnaðist og naut aðstoðar sérsveitarinnar. 18. apríl 2017 07:00
Fjórir menn handteknir í tengslum við ránið í Kauptúni Þeir voru handteknir í íbúð á höfuðborgarsvæðinu laust fyrir klukkan 19 í kvöld en þar fundust bæði fíkniefni og skotvopn. 17. apríl 2017 19:21
Vopnað rán í Kauptúni: Frestuðu yfirheyrslum þar sem hinir grunuðu voru undir áhrifum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu náði aðeins að yfirheyra einn af mönnunum fjórum sem grunaðir eru um aðild að vopnuðu ráni í Kauptúni í Garðabæ síðdegis í gær þar sem þeir voru allir undir áhrifum og þar af leiðandi ekki í ástandi til þess að sæta yfirheyrslum. 18. apríl 2017 10:02
Lögreglan leitar manns sem framdi vopnað rán í Kauptúni Lögreglan leitar nú manns sem framdi vopnað rán við Ikea í Kauptúni. 17. apríl 2017 17:11