Nýir hluthafar í Pressunni: Björn Ingi hættir sem stjórnarformaður Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 18. apríl 2017 15:20 Þetta eru mikil tímamót og ég fagna þessum tíðindum mjög, enda höfum við unnið að þessu um margra mánaða skeið, segir Björn Ingi í tilkynningu. Björn Ingi Hrafnsson mun láta af störfum sem stjórnarformaður og útgefandi Pressunnar og hverfa til annarra verkefna innan samstæðunnar. Gunnlaugur Árnason mun taka við starfi stjórnarformanns. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Pressunni, sem er móðurfélag Vefpressunnar, DV og Birtíngs. Þar segir að breytingar hafi verið gerðar á stjórn félagsins ásamt því sem hlutafé í félaginu verði aukið um 300 milljónir króna. Formlega verður gengið frá skráningu hlutafjár á næstu dögum.Róbert Wessmann og Skúli í Subway meðal nýju hluthafanna Alls koma sex nýir hluthafar að hlutafjáraukningu í Pressunni. Fjárfestingafélagið Dalurinn mun koma inn með 155 milljónir króna en um er að ræða félag í eigu Róberts Wessman, Árna Harðarssonar, Hilmars Þórs Kristinssonar, Halldórs Kristmannssonar og Jóhanns G. Jóhannssonar. Þá kemur Kringluturninn, í eigu Björns Inga Hrafnssonar og Arnars Ægissonar, inn með 50 milljónir króna. OP ehf (Birtíngur) með 47 milljónir króna, FÓ eignarhald ehf (KEA), í eigu Fannars Ólafssonar, fyrrum körfuknattleiksmanns, Andra Gunnarssonar og Gests Breiðfjörð Gestssonar með 20 milljónir króna, Eykt ehf með 15 milljónir króna og Gufupressan með 10 milljónir en það er félag í eigu Skúla Gunnars Sigfússonar, sem oftast er kenndur við Subway. Að lokum kemur Venediktsson samsteypan inn með tvær milljónir króna og Viel ehf með eina milljón króna. Gert er ráð fyrir að sameiginleg velta Pressunnar og tengdra félaga árið 2017 verði um 1,3 milljarðar króna. Meðstjórnendur í nýrri stjórn, sem kosin var á hluthafafundi í dag, eru Þorvarður Gunnarsson, fyrrum forstjóri Deloitte á Íslandi, Sesselja Vilhjálmsdóttir, framkvæmdastjóri hugbúnaðarfyrirtækisins TagPlay og Halldór Kristmannsson, yfirmaður samskipta- og markaðssviðs lyfjafyrirtækisins Alvogen. Gunnlaugur Árnason, nýr stjórnarformaður, mun leiða stefnumótun samstæðunnar fyrir hönd hluthafa. Hann er eigandi bresku fjölmiðlafyrirtækjanna M2 Communications og M2 Bespoke. Núverandi framkvæmdastjóri Birtíngs, Karl Steinar Óskarsson, mun sinna því hlutverki á samstæðugrundvelli. Þá mun Matthías Björnsson, sem verið hefur fjármálastjóri Birtíngs, verða fjármálastjóri samstæðunnar. Sigurvin Ólafsson verður áfram framkvæmdastjóri DV. Björn Ingi, sem hefur verið stjórnarformaður og útgefandi Pressunar frá stofnun fyrirtækisins, mun hafa umsjón með sjónvarpsþættinum Eyjunni á ÍNN. Sem fyrr segir tekur hann þátt í hlutafjáraukningunni en hann og Arnar Ægisson eiga jafnframt kauprétt í félaginu. Fjölmiðlar Mest lesið Fermingarmyndin ekki til útflutnings Atvinnulíf Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Viðskipti innlent Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Sjá meira
Björn Ingi Hrafnsson mun láta af störfum sem stjórnarformaður og útgefandi Pressunnar og hverfa til annarra verkefna innan samstæðunnar. Gunnlaugur Árnason mun taka við starfi stjórnarformanns. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Pressunni, sem er móðurfélag Vefpressunnar, DV og Birtíngs. Þar segir að breytingar hafi verið gerðar á stjórn félagsins ásamt því sem hlutafé í félaginu verði aukið um 300 milljónir króna. Formlega verður gengið frá skráningu hlutafjár á næstu dögum.Róbert Wessmann og Skúli í Subway meðal nýju hluthafanna Alls koma sex nýir hluthafar að hlutafjáraukningu í Pressunni. Fjárfestingafélagið Dalurinn mun koma inn með 155 milljónir króna en um er að ræða félag í eigu Róberts Wessman, Árna Harðarssonar, Hilmars Þórs Kristinssonar, Halldórs Kristmannssonar og Jóhanns G. Jóhannssonar. Þá kemur Kringluturninn, í eigu Björns Inga Hrafnssonar og Arnars Ægissonar, inn með 50 milljónir króna. OP ehf (Birtíngur) með 47 milljónir króna, FÓ eignarhald ehf (KEA), í eigu Fannars Ólafssonar, fyrrum körfuknattleiksmanns, Andra Gunnarssonar og Gests Breiðfjörð Gestssonar með 20 milljónir króna, Eykt ehf með 15 milljónir króna og Gufupressan með 10 milljónir en það er félag í eigu Skúla Gunnars Sigfússonar, sem oftast er kenndur við Subway. Að lokum kemur Venediktsson samsteypan inn með tvær milljónir króna og Viel ehf með eina milljón króna. Gert er ráð fyrir að sameiginleg velta Pressunnar og tengdra félaga árið 2017 verði um 1,3 milljarðar króna. Meðstjórnendur í nýrri stjórn, sem kosin var á hluthafafundi í dag, eru Þorvarður Gunnarsson, fyrrum forstjóri Deloitte á Íslandi, Sesselja Vilhjálmsdóttir, framkvæmdastjóri hugbúnaðarfyrirtækisins TagPlay og Halldór Kristmannsson, yfirmaður samskipta- og markaðssviðs lyfjafyrirtækisins Alvogen. Gunnlaugur Árnason, nýr stjórnarformaður, mun leiða stefnumótun samstæðunnar fyrir hönd hluthafa. Hann er eigandi bresku fjölmiðlafyrirtækjanna M2 Communications og M2 Bespoke. Núverandi framkvæmdastjóri Birtíngs, Karl Steinar Óskarsson, mun sinna því hlutverki á samstæðugrundvelli. Þá mun Matthías Björnsson, sem verið hefur fjármálastjóri Birtíngs, verða fjármálastjóri samstæðunnar. Sigurvin Ólafsson verður áfram framkvæmdastjóri DV. Björn Ingi, sem hefur verið stjórnarformaður og útgefandi Pressunar frá stofnun fyrirtækisins, mun hafa umsjón með sjónvarpsþættinum Eyjunni á ÍNN. Sem fyrr segir tekur hann þátt í hlutafjáraukningunni en hann og Arnar Ægisson eiga jafnframt kauprétt í félaginu.
Fjölmiðlar Mest lesið Fermingarmyndin ekki til útflutnings Atvinnulíf Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Viðskipti innlent Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Sjá meira