Nýir hluthafar í Pressunni: Björn Ingi hættir sem stjórnarformaður Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 18. apríl 2017 15:20 Þetta eru mikil tímamót og ég fagna þessum tíðindum mjög, enda höfum við unnið að þessu um margra mánaða skeið, segir Björn Ingi í tilkynningu. Björn Ingi Hrafnsson mun láta af störfum sem stjórnarformaður og útgefandi Pressunnar og hverfa til annarra verkefna innan samstæðunnar. Gunnlaugur Árnason mun taka við starfi stjórnarformanns. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Pressunni, sem er móðurfélag Vefpressunnar, DV og Birtíngs. Þar segir að breytingar hafi verið gerðar á stjórn félagsins ásamt því sem hlutafé í félaginu verði aukið um 300 milljónir króna. Formlega verður gengið frá skráningu hlutafjár á næstu dögum.Róbert Wessmann og Skúli í Subway meðal nýju hluthafanna Alls koma sex nýir hluthafar að hlutafjáraukningu í Pressunni. Fjárfestingafélagið Dalurinn mun koma inn með 155 milljónir króna en um er að ræða félag í eigu Róberts Wessman, Árna Harðarssonar, Hilmars Þórs Kristinssonar, Halldórs Kristmannssonar og Jóhanns G. Jóhannssonar. Þá kemur Kringluturninn, í eigu Björns Inga Hrafnssonar og Arnars Ægissonar, inn með 50 milljónir króna. OP ehf (Birtíngur) með 47 milljónir króna, FÓ eignarhald ehf (KEA), í eigu Fannars Ólafssonar, fyrrum körfuknattleiksmanns, Andra Gunnarssonar og Gests Breiðfjörð Gestssonar með 20 milljónir króna, Eykt ehf með 15 milljónir króna og Gufupressan með 10 milljónir en það er félag í eigu Skúla Gunnars Sigfússonar, sem oftast er kenndur við Subway. Að lokum kemur Venediktsson samsteypan inn með tvær milljónir króna og Viel ehf með eina milljón króna. Gert er ráð fyrir að sameiginleg velta Pressunnar og tengdra félaga árið 2017 verði um 1,3 milljarðar króna. Meðstjórnendur í nýrri stjórn, sem kosin var á hluthafafundi í dag, eru Þorvarður Gunnarsson, fyrrum forstjóri Deloitte á Íslandi, Sesselja Vilhjálmsdóttir, framkvæmdastjóri hugbúnaðarfyrirtækisins TagPlay og Halldór Kristmannsson, yfirmaður samskipta- og markaðssviðs lyfjafyrirtækisins Alvogen. Gunnlaugur Árnason, nýr stjórnarformaður, mun leiða stefnumótun samstæðunnar fyrir hönd hluthafa. Hann er eigandi bresku fjölmiðlafyrirtækjanna M2 Communications og M2 Bespoke. Núverandi framkvæmdastjóri Birtíngs, Karl Steinar Óskarsson, mun sinna því hlutverki á samstæðugrundvelli. Þá mun Matthías Björnsson, sem verið hefur fjármálastjóri Birtíngs, verða fjármálastjóri samstæðunnar. Sigurvin Ólafsson verður áfram framkvæmdastjóri DV. Björn Ingi, sem hefur verið stjórnarformaður og útgefandi Pressunar frá stofnun fyrirtækisins, mun hafa umsjón með sjónvarpsþættinum Eyjunni á ÍNN. Sem fyrr segir tekur hann þátt í hlutafjáraukningunni en hann og Arnar Ægisson eiga jafnframt kauprétt í félaginu. Fjölmiðlar Mest lesið Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Flytja Emmessís í Grafarvog Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Þrjár ráðnar til Krafts Viðskipti innlent Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Viðskipti innlent Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Viðskipti innlent Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Sjá meira
Björn Ingi Hrafnsson mun láta af störfum sem stjórnarformaður og útgefandi Pressunnar og hverfa til annarra verkefna innan samstæðunnar. Gunnlaugur Árnason mun taka við starfi stjórnarformanns. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Pressunni, sem er móðurfélag Vefpressunnar, DV og Birtíngs. Þar segir að breytingar hafi verið gerðar á stjórn félagsins ásamt því sem hlutafé í félaginu verði aukið um 300 milljónir króna. Formlega verður gengið frá skráningu hlutafjár á næstu dögum.Róbert Wessmann og Skúli í Subway meðal nýju hluthafanna Alls koma sex nýir hluthafar að hlutafjáraukningu í Pressunni. Fjárfestingafélagið Dalurinn mun koma inn með 155 milljónir króna en um er að ræða félag í eigu Róberts Wessman, Árna Harðarssonar, Hilmars Þórs Kristinssonar, Halldórs Kristmannssonar og Jóhanns G. Jóhannssonar. Þá kemur Kringluturninn, í eigu Björns Inga Hrafnssonar og Arnars Ægissonar, inn með 50 milljónir króna. OP ehf (Birtíngur) með 47 milljónir króna, FÓ eignarhald ehf (KEA), í eigu Fannars Ólafssonar, fyrrum körfuknattleiksmanns, Andra Gunnarssonar og Gests Breiðfjörð Gestssonar með 20 milljónir króna, Eykt ehf með 15 milljónir króna og Gufupressan með 10 milljónir en það er félag í eigu Skúla Gunnars Sigfússonar, sem oftast er kenndur við Subway. Að lokum kemur Venediktsson samsteypan inn með tvær milljónir króna og Viel ehf með eina milljón króna. Gert er ráð fyrir að sameiginleg velta Pressunnar og tengdra félaga árið 2017 verði um 1,3 milljarðar króna. Meðstjórnendur í nýrri stjórn, sem kosin var á hluthafafundi í dag, eru Þorvarður Gunnarsson, fyrrum forstjóri Deloitte á Íslandi, Sesselja Vilhjálmsdóttir, framkvæmdastjóri hugbúnaðarfyrirtækisins TagPlay og Halldór Kristmannsson, yfirmaður samskipta- og markaðssviðs lyfjafyrirtækisins Alvogen. Gunnlaugur Árnason, nýr stjórnarformaður, mun leiða stefnumótun samstæðunnar fyrir hönd hluthafa. Hann er eigandi bresku fjölmiðlafyrirtækjanna M2 Communications og M2 Bespoke. Núverandi framkvæmdastjóri Birtíngs, Karl Steinar Óskarsson, mun sinna því hlutverki á samstæðugrundvelli. Þá mun Matthías Björnsson, sem verið hefur fjármálastjóri Birtíngs, verða fjármálastjóri samstæðunnar. Sigurvin Ólafsson verður áfram framkvæmdastjóri DV. Björn Ingi, sem hefur verið stjórnarformaður og útgefandi Pressunar frá stofnun fyrirtækisins, mun hafa umsjón með sjónvarpsþættinum Eyjunni á ÍNN. Sem fyrr segir tekur hann þátt í hlutafjáraukningunni en hann og Arnar Ægisson eiga jafnframt kauprétt í félaginu.
Fjölmiðlar Mest lesið Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Flytja Emmessís í Grafarvog Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Þrjár ráðnar til Krafts Viðskipti innlent Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Viðskipti innlent Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Viðskipti innlent Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Sjá meira
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent