Reyndi að lokka níu ára dreng upp í bíl Nadine Guðrún Yaghi skrifar 16. apríl 2017 13:45 "Allavega miðað við það sem maður hefur heyrt þá virðist þetta ekki alltaf vera sama ökutækið en hvort þetta sé sami aðilinn sem hefur aðgang að mismunandi ökutækjum, það getur vel verið." vísir/daníel Í gær reyndi karlmaður að lokka 9 ára dreng upp í bíl til sín á Völlunum í Hafnarfirði. Faðir drengs segir ástandið slæmt og að fleiri tilvik hafi komið upp að undanförnu. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú nokkur slík mál. Drengurinn, sem er 9 ára gamall, var á leið heim til vinar síns þegar atvikið átti sér stað. Faðir drengsins, sem ekki vill koma fram undir nafni drengsins vegna, segir hann hafa brugðist hárrétt við. „Hann var að fara að hlaupa til vinar síns. Við búum á Völlunum í Hafnarfirði en vinur hans býr í Áslandinu. Þetta gerist neðst í götunni okkar. Það er maður á vinnubíl sem reynir að lokka hann til sín og segist vera með fullt af nammi í bílnum og fartölvur hvort hann vilji ekki koma til sín. Sem betur fer brást hann hárrétt við og hljóp eins og fætur toguðu upp í Ásland,“ segir faðir drengsins. Málið var tilkynnt til lögreglu skömmu síðar sem tók skýrslu af drengnum sem gat lýst manninum vel. Hann sé í kring um fimmtugt, þrekvaxinn og með skegg. Faðir drengsins segir atvikið ekki vera það fyrsta sem hafi komið upp í hverfinu. „Því miður. Það eru ekki nema tvær vikur síðan skólastjórinn sendi út tilkynningu til allra foreldra um að fólk skyldi vera á varðbergi út af þessari hættu af því það hefði verið reynt að lokka börn upp í bíl við skólann,“ segir faðirinn. Þá hafa skapast töluverðar umræður um mál af þessu tagi á Facebook- hópnum Vellirnir þar sem fram kemur að fleiri börn hafi að undanförnu lent í því að karlmaður reyni að tæla þau inn í bíl til sín. „Allavega miðað við það sem maður hefur heyrt þá virðist þetta ekki alltaf vera sama ökutækið en hvort þetta sé sami aðilinn sem hefur aðgang að mismunandi ökutækjum, það getur vel verið,“ segir faðir drengsins og bætir við að það sé mikið sjokk fyrir foreldra að barnið lendi í svona. Hann segir umræðu hafa skapast meðal foreldra í hverfinu að settar verði upp eftirlitsmyndavélar. Í samtali við fréttastofu segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, að embættið sé með nokkur slík mál úr Hafnarfirði til rannsóknar. Málin séu á borði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þar sem um nokkur mál sé að ræða og þau varði ofbeldi gegn börnum. Hann segir að engin liggi undir grun eins og staðan er í dag en að lögreglan sé að reyna komast að því hvaða bíla um ræði. Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Sjá meira
Í gær reyndi karlmaður að lokka 9 ára dreng upp í bíl til sín á Völlunum í Hafnarfirði. Faðir drengs segir ástandið slæmt og að fleiri tilvik hafi komið upp að undanförnu. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú nokkur slík mál. Drengurinn, sem er 9 ára gamall, var á leið heim til vinar síns þegar atvikið átti sér stað. Faðir drengsins, sem ekki vill koma fram undir nafni drengsins vegna, segir hann hafa brugðist hárrétt við. „Hann var að fara að hlaupa til vinar síns. Við búum á Völlunum í Hafnarfirði en vinur hans býr í Áslandinu. Þetta gerist neðst í götunni okkar. Það er maður á vinnubíl sem reynir að lokka hann til sín og segist vera með fullt af nammi í bílnum og fartölvur hvort hann vilji ekki koma til sín. Sem betur fer brást hann hárrétt við og hljóp eins og fætur toguðu upp í Ásland,“ segir faðir drengsins. Málið var tilkynnt til lögreglu skömmu síðar sem tók skýrslu af drengnum sem gat lýst manninum vel. Hann sé í kring um fimmtugt, þrekvaxinn og með skegg. Faðir drengsins segir atvikið ekki vera það fyrsta sem hafi komið upp í hverfinu. „Því miður. Það eru ekki nema tvær vikur síðan skólastjórinn sendi út tilkynningu til allra foreldra um að fólk skyldi vera á varðbergi út af þessari hættu af því það hefði verið reynt að lokka börn upp í bíl við skólann,“ segir faðirinn. Þá hafa skapast töluverðar umræður um mál af þessu tagi á Facebook- hópnum Vellirnir þar sem fram kemur að fleiri börn hafi að undanförnu lent í því að karlmaður reyni að tæla þau inn í bíl til sín. „Allavega miðað við það sem maður hefur heyrt þá virðist þetta ekki alltaf vera sama ökutækið en hvort þetta sé sami aðilinn sem hefur aðgang að mismunandi ökutækjum, það getur vel verið,“ segir faðir drengsins og bætir við að það sé mikið sjokk fyrir foreldra að barnið lendi í svona. Hann segir umræðu hafa skapast meðal foreldra í hverfinu að settar verði upp eftirlitsmyndavélar. Í samtali við fréttastofu segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, að embættið sé með nokkur slík mál úr Hafnarfirði til rannsóknar. Málin séu á borði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þar sem um nokkur mál sé að ræða og þau varði ofbeldi gegn börnum. Hann segir að engin liggi undir grun eins og staðan er í dag en að lögreglan sé að reyna komast að því hvaða bíla um ræði.
Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Sjá meira