Innlent

Próflaus og undir áhrifum með barn í bílnum

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Maðurinn hefur ítrekað verið tekinn próflaus undir stýri.
Maðurinn hefur ítrekað verið tekinn próflaus undir stýri. Vísir/Hari
Lögreglan stöðvaði í gærkvöldi ökumann sem grunaður var um akstur undir áhrifum fíkniefna. Maðurinn var einnig próflaus en hann hefur ítrekað verið tekinn próflaus undir stýri. Tveggja ára barn mannsins reyndist í bílnum og var Barnavernd kölluð til, að því er fram kemur í dagbók lögreglu.

Talsvert var um akstur undir áhrifum áfengis og annarra vímuefna í nótt en alls voru tíu ökumenn stöðvaðir vegna ölvunaraksturs. Þar af stöðvuðu vegfarendur einn ölvaðan ökumann á Grettisgötu á þriðjatímanum í nótt og var sá maður vistaður í fangageymslu í framhaldinu.

Þá fékk lögregla tilkynningu um drukkinn mann sem hafði lagst til hvílu á akbraut í Hafnarfirði. Lögreglu tókst ekki að koma manninum heim og fékk hann því að sofa  úr sér í fangaklefa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×