Norður-Kórea undirbýr mikla sýningu á Degi sólarinnar 14. apríl 2017 23:15 Kim Jong-un í höfuðborg Norður Kóreu í gær. Vísir/Getty Undirbúningur fyrir mikla hersýningu og fagnaðarlæti á Degi sólarinnar í höfuðborg Norður-Kóreu, Pyongyang, sem fram fer á morgun. AFP greinir frá.Dagur sólarinnar markar fæðingarhátíð stofnanda Norður-Kóreu, Kim Il-Sung, afa núverandi leiðtoga ríkisins, Kim-Jong un. Íbúar í höfuðborginin röðuðu blómum og körfum undir myndum af Kim Il-Sung í dag auk þess sem að hermenn stilltu sér upp meðfram bökkum Tadeong sem rennur í gegnum höfuðborgina. Reiknað er með að mikil hersýning fari fram á morgun í höfuðborginni. Hermenn munu marsera auk þess sem að ýmis hergögn verða til sýnis. Talið er líklegt að yfirvöld í Norður-Kóreu muni senda Bandaríkjamönnum og heimsbyggðinni allri ákveðin skilaboð um herstyrk ríkisins í skugga mikillar spennu á Kóreuskaga eftir að Bandaríkin sendu flotadeild á svæðið. Sérfræðingar í hernaðarmálum fylgjast jafnan grannt með slíkum sýningum og á morgun munu þeir sérstaklega fylgjast með hvort að ný langdræg flugskeyti verði til sýnis. Margt þykir einnig benda til þess að Norður-Kórea muni á næstu dögum gera tilraun með kjarnorkuvopn, sína sjöttu til þessa, þar af tvær á síðasta ári. Kjarnorkutilraunin er ástæða þess að Bandaríkin hafa sent flotadeildina til Kóreuskaga. Hefur Donald Trump, Bandaríkjaforseti, gefið til kynna að kjarnorkuvopnatilraunum Norður Kóreu verði svarað af krafti og óttast Kínverjar mjög að til átaka muni koma. Komi til þess er ljóst að Norður-Kórea mun svara öllum árásum fullum hálsi og mun hersýningin á morgun veita innsýn í herstyrk Norður-Kóreu. Norður-Kórea Tengdar fréttir Norður Kórea: „Við förum í stríð ef þeir vilja það“ Tístin hans Trump gera lítið annað en að valda spennu á Kóreuskaga, að mati ráðherra í Norður Kóreu. 14. apríl 2017 15:00 Gætu ráðist á Norður-Kóreu ef Kim Jong-un stefnir á kjarnorkuvopnatilraun Bandaríkin gætu gert fyrirbyggjandi árás á Norður-Kóreu ef bandarískir embættismenn eru sannfærðir um að Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, stefni á kjarnorkuvopnatilraun. 13. apríl 2017 22:55 Trump farinn aftur á golfvöllinn í skugga vaxandi spennu á Kóreuskaga Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, flaug í dag til Flórída þar sem hann mun eyða páskahelginni á afdrepi sínu á Mar-a-Lago. Athygli vekur að hann verður án sinna helstu ráðgjafa yfir páskana. 14. apríl 2017 21:00 Stormur í vatnsglasi eða yfirvofandi innrás? Á annað hundrað þúsunda kínverskra hermanna eru við landamærin að Norður-Kóreu. Bandarísk flotadeild er við ströndina. Leiðtoginn hótar að skjóta kjarnorkusprengjum. Suður-Kórea heldur heræfingar við landamæri ríkjanna. 13. apríl 2017 07:00 Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Fréttir Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent Fleiri fréttir Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Sjá meira
Undirbúningur fyrir mikla hersýningu og fagnaðarlæti á Degi sólarinnar í höfuðborg Norður-Kóreu, Pyongyang, sem fram fer á morgun. AFP greinir frá.Dagur sólarinnar markar fæðingarhátíð stofnanda Norður-Kóreu, Kim Il-Sung, afa núverandi leiðtoga ríkisins, Kim-Jong un. Íbúar í höfuðborginin röðuðu blómum og körfum undir myndum af Kim Il-Sung í dag auk þess sem að hermenn stilltu sér upp meðfram bökkum Tadeong sem rennur í gegnum höfuðborgina. Reiknað er með að mikil hersýning fari fram á morgun í höfuðborginni. Hermenn munu marsera auk þess sem að ýmis hergögn verða til sýnis. Talið er líklegt að yfirvöld í Norður-Kóreu muni senda Bandaríkjamönnum og heimsbyggðinni allri ákveðin skilaboð um herstyrk ríkisins í skugga mikillar spennu á Kóreuskaga eftir að Bandaríkin sendu flotadeild á svæðið. Sérfræðingar í hernaðarmálum fylgjast jafnan grannt með slíkum sýningum og á morgun munu þeir sérstaklega fylgjast með hvort að ný langdræg flugskeyti verði til sýnis. Margt þykir einnig benda til þess að Norður-Kórea muni á næstu dögum gera tilraun með kjarnorkuvopn, sína sjöttu til þessa, þar af tvær á síðasta ári. Kjarnorkutilraunin er ástæða þess að Bandaríkin hafa sent flotadeildina til Kóreuskaga. Hefur Donald Trump, Bandaríkjaforseti, gefið til kynna að kjarnorkuvopnatilraunum Norður Kóreu verði svarað af krafti og óttast Kínverjar mjög að til átaka muni koma. Komi til þess er ljóst að Norður-Kórea mun svara öllum árásum fullum hálsi og mun hersýningin á morgun veita innsýn í herstyrk Norður-Kóreu.
Norður-Kórea Tengdar fréttir Norður Kórea: „Við förum í stríð ef þeir vilja það“ Tístin hans Trump gera lítið annað en að valda spennu á Kóreuskaga, að mati ráðherra í Norður Kóreu. 14. apríl 2017 15:00 Gætu ráðist á Norður-Kóreu ef Kim Jong-un stefnir á kjarnorkuvopnatilraun Bandaríkin gætu gert fyrirbyggjandi árás á Norður-Kóreu ef bandarískir embættismenn eru sannfærðir um að Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, stefni á kjarnorkuvopnatilraun. 13. apríl 2017 22:55 Trump farinn aftur á golfvöllinn í skugga vaxandi spennu á Kóreuskaga Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, flaug í dag til Flórída þar sem hann mun eyða páskahelginni á afdrepi sínu á Mar-a-Lago. Athygli vekur að hann verður án sinna helstu ráðgjafa yfir páskana. 14. apríl 2017 21:00 Stormur í vatnsglasi eða yfirvofandi innrás? Á annað hundrað þúsunda kínverskra hermanna eru við landamærin að Norður-Kóreu. Bandarísk flotadeild er við ströndina. Leiðtoginn hótar að skjóta kjarnorkusprengjum. Suður-Kórea heldur heræfingar við landamæri ríkjanna. 13. apríl 2017 07:00 Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Fréttir Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent Fleiri fréttir Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Sjá meira
Norður Kórea: „Við förum í stríð ef þeir vilja það“ Tístin hans Trump gera lítið annað en að valda spennu á Kóreuskaga, að mati ráðherra í Norður Kóreu. 14. apríl 2017 15:00
Gætu ráðist á Norður-Kóreu ef Kim Jong-un stefnir á kjarnorkuvopnatilraun Bandaríkin gætu gert fyrirbyggjandi árás á Norður-Kóreu ef bandarískir embættismenn eru sannfærðir um að Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, stefni á kjarnorkuvopnatilraun. 13. apríl 2017 22:55
Trump farinn aftur á golfvöllinn í skugga vaxandi spennu á Kóreuskaga Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, flaug í dag til Flórída þar sem hann mun eyða páskahelginni á afdrepi sínu á Mar-a-Lago. Athygli vekur að hann verður án sinna helstu ráðgjafa yfir páskana. 14. apríl 2017 21:00
Stormur í vatnsglasi eða yfirvofandi innrás? Á annað hundrað þúsunda kínverskra hermanna eru við landamærin að Norður-Kóreu. Bandarísk flotadeild er við ströndina. Leiðtoginn hótar að skjóta kjarnorkusprengjum. Suður-Kórea heldur heræfingar við landamæri ríkjanna. 13. apríl 2017 07:00