Trump farinn aftur á golfvöllinn í skugga vaxandi spennu á Kóreuskaga Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 14. apríl 2017 21:00 Trump við komuna til Flórída. Vísir/Getty Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, flaug í dag til Flórída þar sem hann mun eyða páskahelginni á afdrepi sínu á Mar-a-Lago. Athygli vekur að hann verður án sinna helstu ráðgjafa yfir páskana. CNN greinir frá.Þetta er í sjöunda sinn sem Trump heldur til Mar-a-Lago, þar sem hann fer iðulega í golf enda glæsilegur golfvöllur hluti af afdrepinu, síðan hann tók við embætti í janúar. Ferðin vekur enn meiri athygli nú en áður í ljósi þeirrar spennu sem ríkir á Kóreu-skaga. Bandaríkin virðast reiðubúin til þess að grípa til hernaðaraðgerða haldi Norður-Kóreu sjöttu kjarnorkuvopnatilraun sinni til streitu en margt bendir til þess að slík tilraun fari fram á næstu dögum.Sjá einnig: Stormur í vatnsglasi eða yfirvofandi innrás? Flotadeild innan bandaríska sjóhersins er mætt á svæðið og óttast yfirvöld í Kína að átök á milli Bandaríkjanna og N-Kóreu geti „brotist út á hverri stundu,“ líkt og utanríkisráðherra Kína orðaði hlutina.Bandaríska flugmóðurskipið Carl Vinson er nú komið í nálægð við Norður-Kóreuvísir/gettyAthygli vekur því að Trump fór til Flórída án sinna helstu ráðgjafa en framkvæmdastjóri Hvíta hússins, Reince Preibus, er ekki með í för sem og aðrir nánustu ráðgjafar Trump. Forsetinn er þó ekki einn á ferð en ráðgjafar frá Þjóðaröryggisráði Bandaríkjanna ferðuðust með Trump. Embættismaður Hvíta hússins sagði í samtali við CNN að fáir starfsmenn væru með í för þar sem páskahelgin væri nú um helgina. Þannig fengi Trump tækifæri til þess að eyða tíma með eiginkonu sinni Melaniu og börnum sínum.Sjá einnig: „Við förum í stríð ef þeir vilja það“ Talið er mögulegt að Norður Kóreumenn framkvæmi kjarnorkuvopnatilraun sína á morgun, laugardag, en þá fagnar almenningur í Norður-Kóreu Degi sólarinnar en það er afmælisdagur Kim Il Sung fyrrum leiðtoga þjóðarinnar. Komi til þess yrði það ekki í fyrsta sinn sem Trump þarf að glíma við aðgerðir Norður-Kóreu manna frá golfvellinum í Flórída en kvöldverður hans þar með Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, breyttist í krísufund í febrúar þegar Norður-Kórea skaut á loft eldflaugum. Donald Trump Tengdar fréttir Norður Kórea: „Við förum í stríð ef þeir vilja það“ Tístin hans Trump gera lítið annað en að valda spennu á Kóreuskaga, að mati ráðherra í Norður Kóreu. 14. apríl 2017 15:00 Gætu ráðist á Norður-Kóreu ef Kim Jong-un stefnir á kjarnorkuvopnatilraun Bandaríkin gætu gert fyrirbyggjandi árás á Norður-Kóreu ef bandarískir embættismenn eru sannfærðir um að Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, stefni á kjarnorkuvopnatilraun. 13. apríl 2017 22:55 Stormur í vatnsglasi eða yfirvofandi innrás? Á annað hundrað þúsunda kínverskra hermanna eru við landamærin að Norður-Kóreu. Bandarísk flotadeild er við ströndina. Leiðtoginn hótar að skjóta kjarnorkusprengjum. Suður-Kórea heldur heræfingar við landamæri ríkjanna. 13. apríl 2017 07:00 Kínverjar óttast að stríð milli Bandaríkjanna og N-Kóreu geti brotist út „á hverri stundu“ Yfirvöld í Kína hafa varað við að átök á milli Norður-Kóreu og Bandaríkjanna geti brotist út "á hverri stundi.“ Gríðarlega spenna er í samskiptum ríkjanna. 14. apríl 2017 18:30 Vilja fella Bandaríkin með kjarnorkueldi Ríkisfréttastofa Norður-Kóreu (KCNA) greindi í gær frá því að Bandaríkjamenn mættu eiga von á gagnaðgerðum eftir að Carl Vinson-flotadeild bandaríska sjóhersins var siglt upp að Kóreuskaga. 12. apríl 2017 07:00 Mest lesið Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Erlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Erlent Fleiri fréttir Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, flaug í dag til Flórída þar sem hann mun eyða páskahelginni á afdrepi sínu á Mar-a-Lago. Athygli vekur að hann verður án sinna helstu ráðgjafa yfir páskana. CNN greinir frá.Þetta er í sjöunda sinn sem Trump heldur til Mar-a-Lago, þar sem hann fer iðulega í golf enda glæsilegur golfvöllur hluti af afdrepinu, síðan hann tók við embætti í janúar. Ferðin vekur enn meiri athygli nú en áður í ljósi þeirrar spennu sem ríkir á Kóreu-skaga. Bandaríkin virðast reiðubúin til þess að grípa til hernaðaraðgerða haldi Norður-Kóreu sjöttu kjarnorkuvopnatilraun sinni til streitu en margt bendir til þess að slík tilraun fari fram á næstu dögum.Sjá einnig: Stormur í vatnsglasi eða yfirvofandi innrás? Flotadeild innan bandaríska sjóhersins er mætt á svæðið og óttast yfirvöld í Kína að átök á milli Bandaríkjanna og N-Kóreu geti „brotist út á hverri stundu,“ líkt og utanríkisráðherra Kína orðaði hlutina.Bandaríska flugmóðurskipið Carl Vinson er nú komið í nálægð við Norður-Kóreuvísir/gettyAthygli vekur því að Trump fór til Flórída án sinna helstu ráðgjafa en framkvæmdastjóri Hvíta hússins, Reince Preibus, er ekki með í för sem og aðrir nánustu ráðgjafar Trump. Forsetinn er þó ekki einn á ferð en ráðgjafar frá Þjóðaröryggisráði Bandaríkjanna ferðuðust með Trump. Embættismaður Hvíta hússins sagði í samtali við CNN að fáir starfsmenn væru með í för þar sem páskahelgin væri nú um helgina. Þannig fengi Trump tækifæri til þess að eyða tíma með eiginkonu sinni Melaniu og börnum sínum.Sjá einnig: „Við förum í stríð ef þeir vilja það“ Talið er mögulegt að Norður Kóreumenn framkvæmi kjarnorkuvopnatilraun sína á morgun, laugardag, en þá fagnar almenningur í Norður-Kóreu Degi sólarinnar en það er afmælisdagur Kim Il Sung fyrrum leiðtoga þjóðarinnar. Komi til þess yrði það ekki í fyrsta sinn sem Trump þarf að glíma við aðgerðir Norður-Kóreu manna frá golfvellinum í Flórída en kvöldverður hans þar með Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, breyttist í krísufund í febrúar þegar Norður-Kórea skaut á loft eldflaugum.
Donald Trump Tengdar fréttir Norður Kórea: „Við förum í stríð ef þeir vilja það“ Tístin hans Trump gera lítið annað en að valda spennu á Kóreuskaga, að mati ráðherra í Norður Kóreu. 14. apríl 2017 15:00 Gætu ráðist á Norður-Kóreu ef Kim Jong-un stefnir á kjarnorkuvopnatilraun Bandaríkin gætu gert fyrirbyggjandi árás á Norður-Kóreu ef bandarískir embættismenn eru sannfærðir um að Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, stefni á kjarnorkuvopnatilraun. 13. apríl 2017 22:55 Stormur í vatnsglasi eða yfirvofandi innrás? Á annað hundrað þúsunda kínverskra hermanna eru við landamærin að Norður-Kóreu. Bandarísk flotadeild er við ströndina. Leiðtoginn hótar að skjóta kjarnorkusprengjum. Suður-Kórea heldur heræfingar við landamæri ríkjanna. 13. apríl 2017 07:00 Kínverjar óttast að stríð milli Bandaríkjanna og N-Kóreu geti brotist út „á hverri stundu“ Yfirvöld í Kína hafa varað við að átök á milli Norður-Kóreu og Bandaríkjanna geti brotist út "á hverri stundi.“ Gríðarlega spenna er í samskiptum ríkjanna. 14. apríl 2017 18:30 Vilja fella Bandaríkin með kjarnorkueldi Ríkisfréttastofa Norður-Kóreu (KCNA) greindi í gær frá því að Bandaríkjamenn mættu eiga von á gagnaðgerðum eftir að Carl Vinson-flotadeild bandaríska sjóhersins var siglt upp að Kóreuskaga. 12. apríl 2017 07:00 Mest lesið Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Erlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Erlent Fleiri fréttir Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Sjá meira
Norður Kórea: „Við förum í stríð ef þeir vilja það“ Tístin hans Trump gera lítið annað en að valda spennu á Kóreuskaga, að mati ráðherra í Norður Kóreu. 14. apríl 2017 15:00
Gætu ráðist á Norður-Kóreu ef Kim Jong-un stefnir á kjarnorkuvopnatilraun Bandaríkin gætu gert fyrirbyggjandi árás á Norður-Kóreu ef bandarískir embættismenn eru sannfærðir um að Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, stefni á kjarnorkuvopnatilraun. 13. apríl 2017 22:55
Stormur í vatnsglasi eða yfirvofandi innrás? Á annað hundrað þúsunda kínverskra hermanna eru við landamærin að Norður-Kóreu. Bandarísk flotadeild er við ströndina. Leiðtoginn hótar að skjóta kjarnorkusprengjum. Suður-Kórea heldur heræfingar við landamæri ríkjanna. 13. apríl 2017 07:00
Kínverjar óttast að stríð milli Bandaríkjanna og N-Kóreu geti brotist út „á hverri stundu“ Yfirvöld í Kína hafa varað við að átök á milli Norður-Kóreu og Bandaríkjanna geti brotist út "á hverri stundi.“ Gríðarlega spenna er í samskiptum ríkjanna. 14. apríl 2017 18:30
Vilja fella Bandaríkin með kjarnorkueldi Ríkisfréttastofa Norður-Kóreu (KCNA) greindi í gær frá því að Bandaríkjamenn mættu eiga von á gagnaðgerðum eftir að Carl Vinson-flotadeild bandaríska sjóhersins var siglt upp að Kóreuskaga. 12. apríl 2017 07:00