Á páskum Óttar Guðmundsson skrifar 15. apríl 2017 07:00 Á æskuárum mínum í Laugarneshverfinu leigði gömul kona, Lilja að nafni, herbergi hjá foreldrum mínum. Á föstudaginn langa klæddist hún í tötra, makaði sig í kolaryki og sat í rúmi sínu og grét. Mér eru enn þá minnisstæð veinin sem bárust frá Lilju þennan dag. Þetta var dagur sorgar, allt skemmtanahald var bannað, fánar í hálfa stöng, búðir lokaðar og ætlast til að fólk héldi sig innan dyra. Þetta var ákaflega leiðinlegur og langur dagur. Ég hef farið víða á föstudaginn langa og séð þá óttablöndnu virðingu sem borin er fyrir deginum. Í Jerúsalem gengu hópar pílagríma upp á Golgata og létu berja sig með svipum. Í kirkjum Póllands sá ég gamlar konur sem grétu yfir líkneskju af krosshanganum. Á páskadag breyttist allt. Frelsarinn upprisinn, lífið sigraði dauðann, og fólk fagnaði gróskunni og komandi sumri. Gildi trúarbragða fer minnkandi og margir vilja afneita liðlega þúsund ára sögu kristni á Íslandi. Það er þó erfitt þar sem sú saga er samofin Íslands- og menningarsögunni. Menn gagnrýna hefðir þessa föstudags og vilja efna til gleðskapar og bingós til að sýna andstöðu sína. „Gleðilega krossfestingu,“ sagði kunningi minn glaðhlakkalega á þessum degi. Fyrir honum hafði píslarsagan glatað allri merkingu sinni og hann var að óska til hamingju með frídaginn. Í landi trúfrelsis er þetta ósköp eðlilegt þótt sennilega hefði liðið yfir Lilju leigjanda ef einhver hefði kastað á hana slíkri kveðju. Í nútímasamfélagi skiptir mestu að sýna gagnkvæma tillitssemi og umburðarlyndi, bæði gagnvart bingóspilurum og liljum heimsins. Gleðilega páska. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óttar Guðmundsson Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun
Á æskuárum mínum í Laugarneshverfinu leigði gömul kona, Lilja að nafni, herbergi hjá foreldrum mínum. Á föstudaginn langa klæddist hún í tötra, makaði sig í kolaryki og sat í rúmi sínu og grét. Mér eru enn þá minnisstæð veinin sem bárust frá Lilju þennan dag. Þetta var dagur sorgar, allt skemmtanahald var bannað, fánar í hálfa stöng, búðir lokaðar og ætlast til að fólk héldi sig innan dyra. Þetta var ákaflega leiðinlegur og langur dagur. Ég hef farið víða á föstudaginn langa og séð þá óttablöndnu virðingu sem borin er fyrir deginum. Í Jerúsalem gengu hópar pílagríma upp á Golgata og létu berja sig með svipum. Í kirkjum Póllands sá ég gamlar konur sem grétu yfir líkneskju af krosshanganum. Á páskadag breyttist allt. Frelsarinn upprisinn, lífið sigraði dauðann, og fólk fagnaði gróskunni og komandi sumri. Gildi trúarbragða fer minnkandi og margir vilja afneita liðlega þúsund ára sögu kristni á Íslandi. Það er þó erfitt þar sem sú saga er samofin Íslands- og menningarsögunni. Menn gagnrýna hefðir þessa föstudags og vilja efna til gleðskapar og bingós til að sýna andstöðu sína. „Gleðilega krossfestingu,“ sagði kunningi minn glaðhlakkalega á þessum degi. Fyrir honum hafði píslarsagan glatað allri merkingu sinni og hann var að óska til hamingju með frídaginn. Í landi trúfrelsis er þetta ósköp eðlilegt þótt sennilega hefði liðið yfir Lilju leigjanda ef einhver hefði kastað á hana slíkri kveðju. Í nútímasamfélagi skiptir mestu að sýna gagnkvæma tillitssemi og umburðarlyndi, bæði gagnvart bingóspilurum og liljum heimsins. Gleðilega páska.
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun