Krefjast ómerkingar í Stím-málinu vegna hugsanlegs vanhæfis dómara Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. apríl 2017 19:51 Lárus Welding og Jóhannes Baldursson hlutu dóma í málinu. vísir/anton brink Verjendur í Stím-málinu svokallaða hafa krafist þess fyrir Hæstarétti að dómur Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í desember 2015 verði ómerktur þar sem þeir telja að Sigríður Hjaltested, einn af þremur dómurum í málinu í héraði, hafi verið vanhæf til að sitja í dómnum. Þetta staðfestir Helgi Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknari í samtali við Vísi en fyrst var greint frá þessu í kvöldfréttum RÚV. Hæstiréttur mun fjalla sérstaklega um þessa kröfu verjendanna þann 22. maí næstkomandi. Í Stím-málinu voru þeir Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, Jóhannes Baldursson, fyrrverandi framkvæmdastjóri markaðsviðskipta Glitnis, og Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, fyrrverandi forstjóri Sögu Capital, ákærðir og dæmdir fyrir lánveitingar Glitnis til hlutabréfakaupa í Glitni og FL Group. Hlaut Lárus fimm ára fangelsisdóm, Jóhannes tveggja ára dóm og Þorvaldur Lúðvík átján mánuði í fangelsi en þeir áfrýjuðu allir dómi héraðsdóms til Hæstaréttar þar sem þar fara fram á, eins og áður segir, ómerkingu vegna meints vanhæfis.Sagði sig frá markaðsmisnotkunarmálinu vegna vanhæfis Forsaga málsins er sú að í nóvember síðastliðnum lýsti Sigríður Hjaltested sig vanhæfa til að dæma í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis þar sem hún hefði komist að því að í gögnum málsins væri að finna gögn sem tengdust fyrrverandi eiginmanni hennar og barnsföður en hann starfaði hjá Glitni. Þá upplýsti Sigríður jafnframt að hann hefði stöðu sakbornings sem væri til meðferðar hjá Héraðssaksóknara vegna starfa hans hjá Glitni. Því taldi hún, með hliðsjón af þessum tengslum og aðstæðum, að draga mætti óhlutdrægni hennar í efa og vék hún því sæti í markaðsmisnotkunarmálinu.Að því er fram kemur í frétt RÚV voru svipaðar aðstæður uppi ári fyrr þegar Sigríður dæmdi í Stím-málinu en hvorki saksóknari né verjendur vissu af því. Þannig hafi nafn barnsföður hennar verið að finna í gögnum Stím-málsins og þegar dómur í málinu féll hafi maðurinn verið með stöðu sakbornings í þremur málum hjá sérstökum saksóknara sem nú hafa verið felld niður. Þar af leiðandi krefjast verjendur ómerkingar nú þar sem þeir telja að Sigríður hafi verið vanhæf til að dæma í Stím-málinu vegna þessara tengsla. Eins og áður segir mun Hæstiréttur fjalla sérstaklega um þessa kröfu en það hefur gerst tvisvar áður að rétturinn hafi fjallað um ómerkingarkröfu verjenda í hrunmálum, einmitt vegna meints vanhæfis dómara, og fallist á að ómerkja dómana og senda málin aftur í hérað. Það gerðist annars vegar í Aurum-málinu og hins vegar í Marple-málinu. Stím málið Tengdar fréttir Stím-málið: Lárus Welding dæmdur í fimm ára fangelsi Jóhannes Baldursson fékk tveggja ára dóm og Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson átján mánaða dóm. 21. desember 2015 14:00 Hlaut dóm í Stím-málinu: „Ég gerði ekkert rangt og myndi breyta eins aftur“ Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, fyrrverandi forstjóri Saga Capital, fullyrðir að niðurstaða dómsins sé röng. 9. janúar 2016 15:41 Stím-málinu áfrýjað til Hæstaréttar Dómur féll í málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 21. desember síðastliðinn. 5. febrúar 2016 11:36 Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira
Verjendur í Stím-málinu svokallaða hafa krafist þess fyrir Hæstarétti að dómur Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í desember 2015 verði ómerktur þar sem þeir telja að Sigríður Hjaltested, einn af þremur dómurum í málinu í héraði, hafi verið vanhæf til að sitja í dómnum. Þetta staðfestir Helgi Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknari í samtali við Vísi en fyrst var greint frá þessu í kvöldfréttum RÚV. Hæstiréttur mun fjalla sérstaklega um þessa kröfu verjendanna þann 22. maí næstkomandi. Í Stím-málinu voru þeir Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, Jóhannes Baldursson, fyrrverandi framkvæmdastjóri markaðsviðskipta Glitnis, og Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, fyrrverandi forstjóri Sögu Capital, ákærðir og dæmdir fyrir lánveitingar Glitnis til hlutabréfakaupa í Glitni og FL Group. Hlaut Lárus fimm ára fangelsisdóm, Jóhannes tveggja ára dóm og Þorvaldur Lúðvík átján mánuði í fangelsi en þeir áfrýjuðu allir dómi héraðsdóms til Hæstaréttar þar sem þar fara fram á, eins og áður segir, ómerkingu vegna meints vanhæfis.Sagði sig frá markaðsmisnotkunarmálinu vegna vanhæfis Forsaga málsins er sú að í nóvember síðastliðnum lýsti Sigríður Hjaltested sig vanhæfa til að dæma í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis þar sem hún hefði komist að því að í gögnum málsins væri að finna gögn sem tengdust fyrrverandi eiginmanni hennar og barnsföður en hann starfaði hjá Glitni. Þá upplýsti Sigríður jafnframt að hann hefði stöðu sakbornings sem væri til meðferðar hjá Héraðssaksóknara vegna starfa hans hjá Glitni. Því taldi hún, með hliðsjón af þessum tengslum og aðstæðum, að draga mætti óhlutdrægni hennar í efa og vék hún því sæti í markaðsmisnotkunarmálinu.Að því er fram kemur í frétt RÚV voru svipaðar aðstæður uppi ári fyrr þegar Sigríður dæmdi í Stím-málinu en hvorki saksóknari né verjendur vissu af því. Þannig hafi nafn barnsföður hennar verið að finna í gögnum Stím-málsins og þegar dómur í málinu féll hafi maðurinn verið með stöðu sakbornings í þremur málum hjá sérstökum saksóknara sem nú hafa verið felld niður. Þar af leiðandi krefjast verjendur ómerkingar nú þar sem þeir telja að Sigríður hafi verið vanhæf til að dæma í Stím-málinu vegna þessara tengsla. Eins og áður segir mun Hæstiréttur fjalla sérstaklega um þessa kröfu en það hefur gerst tvisvar áður að rétturinn hafi fjallað um ómerkingarkröfu verjenda í hrunmálum, einmitt vegna meints vanhæfis dómara, og fallist á að ómerkja dómana og senda málin aftur í hérað. Það gerðist annars vegar í Aurum-málinu og hins vegar í Marple-málinu.
Stím málið Tengdar fréttir Stím-málið: Lárus Welding dæmdur í fimm ára fangelsi Jóhannes Baldursson fékk tveggja ára dóm og Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson átján mánaða dóm. 21. desember 2015 14:00 Hlaut dóm í Stím-málinu: „Ég gerði ekkert rangt og myndi breyta eins aftur“ Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, fyrrverandi forstjóri Saga Capital, fullyrðir að niðurstaða dómsins sé röng. 9. janúar 2016 15:41 Stím-málinu áfrýjað til Hæstaréttar Dómur féll í málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 21. desember síðastliðinn. 5. febrúar 2016 11:36 Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira
Stím-málið: Lárus Welding dæmdur í fimm ára fangelsi Jóhannes Baldursson fékk tveggja ára dóm og Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson átján mánaða dóm. 21. desember 2015 14:00
Hlaut dóm í Stím-málinu: „Ég gerði ekkert rangt og myndi breyta eins aftur“ Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, fyrrverandi forstjóri Saga Capital, fullyrðir að niðurstaða dómsins sé röng. 9. janúar 2016 15:41
Stím-málinu áfrýjað til Hæstaréttar Dómur féll í málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 21. desember síðastliðinn. 5. febrúar 2016 11:36