Rússar munu ekki taka þátt í Eurovision Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. apríl 2017 17:46 Julia Samoilova. Stöð eitt, ríkissjónvarpið í Rússlandi, staðfesti í dag að Rússar muni ekki keppa í Eurovision, söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, í ár.Stöðin hefur formlega dregið til baka umsókn sína um að taka þátt í söngvakeppninni en ákvörðunin kemur í kjölfar þess að samningaviðræður milli Samtaka evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU, og úkraínsku leyniþjónustunnar fóru út um þúfur. Í seinasta mánuði var greint frá því að keppanda Rússa í Eurovision, Juliu Samoilova, yrði meinað að koma til Úkraínu, þar sem keppnin fer fram, þar sem hún ferðaðist til Krím-skaga árið 2015 og braut þar með úkraínsk lög. Úkraínska leyniþjónustan setti Samoilova því í þriggja ára bann frá því að ferðast til Úkraínu og má hún því ekki koma til Úkraínu fyrr en árið 2020. EBU reyndi að finna lausn og buðu rússneska ríkissjónvarpinu að Samoilova myndi keppa í gegnum gervihnött. Á það féllust Rússar ekki og sögðu það heldur ekki koma til greina að senda annan söngvara. Þá hefur úkraínska leyniþjónustan ekki viljað aflétta ferðabanninu á Samoilova. Rússar munu því ekki keppa í Eurovision í ár og þá mun rússneska ríkissjónvarpið ekki sýna frá keppninni.Yfirlýsingu EBU vegna málsins má lesa hér en í henni er ákvörðun úkraínskra yfirvalda um að banna Samoilova að ferðast til Úkraínu fordæmd. Ákvörðunin sé til fallin að grafa undan keppninni og því að í henni komi allar þjóðirnar saman í vinalegri keppni. Eurovision Tengdar fréttir Eurovision: Úkraínumenn og Rússar hafna tillögu EBU Rússar segja að skipuleggjendur keppninnar verði að tryggja að rússneska söngkonan megi flytja lag sitt á sviðinu, líkt og reglur keppninnar segja til um. 24. mars 2017 10:08 Fulltrúi Rússa má taka þátt í Eurovision í gegnum gervihnött Fordæmalaus sáttatillaga frá EBU. 23. mars 2017 17:25 Yfirlýsing EBU: Ákvörðun úkraínskra yfirvalda mikil vonbrigði Í yfirlýsingu frá EBU segir að nauðsynlegt sé að virða lög og reglur þess ríkis sem hýsir keppnina hverju sinni. 22. mars 2017 15:20 Mest lesið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Stöð eitt, ríkissjónvarpið í Rússlandi, staðfesti í dag að Rússar muni ekki keppa í Eurovision, söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, í ár.Stöðin hefur formlega dregið til baka umsókn sína um að taka þátt í söngvakeppninni en ákvörðunin kemur í kjölfar þess að samningaviðræður milli Samtaka evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU, og úkraínsku leyniþjónustunnar fóru út um þúfur. Í seinasta mánuði var greint frá því að keppanda Rússa í Eurovision, Juliu Samoilova, yrði meinað að koma til Úkraínu, þar sem keppnin fer fram, þar sem hún ferðaðist til Krím-skaga árið 2015 og braut þar með úkraínsk lög. Úkraínska leyniþjónustan setti Samoilova því í þriggja ára bann frá því að ferðast til Úkraínu og má hún því ekki koma til Úkraínu fyrr en árið 2020. EBU reyndi að finna lausn og buðu rússneska ríkissjónvarpinu að Samoilova myndi keppa í gegnum gervihnött. Á það féllust Rússar ekki og sögðu það heldur ekki koma til greina að senda annan söngvara. Þá hefur úkraínska leyniþjónustan ekki viljað aflétta ferðabanninu á Samoilova. Rússar munu því ekki keppa í Eurovision í ár og þá mun rússneska ríkissjónvarpið ekki sýna frá keppninni.Yfirlýsingu EBU vegna málsins má lesa hér en í henni er ákvörðun úkraínskra yfirvalda um að banna Samoilova að ferðast til Úkraínu fordæmd. Ákvörðunin sé til fallin að grafa undan keppninni og því að í henni komi allar þjóðirnar saman í vinalegri keppni.
Eurovision Tengdar fréttir Eurovision: Úkraínumenn og Rússar hafna tillögu EBU Rússar segja að skipuleggjendur keppninnar verði að tryggja að rússneska söngkonan megi flytja lag sitt á sviðinu, líkt og reglur keppninnar segja til um. 24. mars 2017 10:08 Fulltrúi Rússa má taka þátt í Eurovision í gegnum gervihnött Fordæmalaus sáttatillaga frá EBU. 23. mars 2017 17:25 Yfirlýsing EBU: Ákvörðun úkraínskra yfirvalda mikil vonbrigði Í yfirlýsingu frá EBU segir að nauðsynlegt sé að virða lög og reglur þess ríkis sem hýsir keppnina hverju sinni. 22. mars 2017 15:20 Mest lesið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Eurovision: Úkraínumenn og Rússar hafna tillögu EBU Rússar segja að skipuleggjendur keppninnar verði að tryggja að rússneska söngkonan megi flytja lag sitt á sviðinu, líkt og reglur keppninnar segja til um. 24. mars 2017 10:08
Fulltrúi Rússa má taka þátt í Eurovision í gegnum gervihnött Fordæmalaus sáttatillaga frá EBU. 23. mars 2017 17:25
Yfirlýsing EBU: Ákvörðun úkraínskra yfirvalda mikil vonbrigði Í yfirlýsingu frá EBU segir að nauðsynlegt sé að virða lög og reglur þess ríkis sem hýsir keppnina hverju sinni. 22. mars 2017 15:20